Lögreglan

Fréttamynd

Faðir ríkislög­reglu­stjóra í skýrslu­töku: „Ef þið bara hefðuð skoðað hver skyld­menni mín eru, þá hefðuð þið ekki komið hingað“

Guðjón Valdimarsson, vopnasali og faðir ríkislögreglustjóra, sagði við rannsóknarlögreglumann sem tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans, í tengslum við rannsókn lögreglu á meintu hryðjuverkamáli, að ef þeir hefðu kynnt sér ættartengsl hans hefðu þeir ekki komið á heimili hans, nema um væri að ræða hefndarráðstöfun gagnvart dóttur hans.

Innlent
Fréttamynd

Vinnubrögð lögreglu hafi verið óásættanleg

Félagsmálaráðherra segist vilja taka umræðuna um hvort Ísland vilji skera sig úr og hætta að senda flóttafólk til Grikklands. Hann segir vinnubrögð lögreglu í máli fatlaðs flóttamanns sem vísað var úr landi í vikunni óásættanleg. 

Innlent
Fréttamynd

Grimmd og slægð eða mann­úð og miskunn­semi?

Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það.

Skoðun
Fréttamynd

Spyr hvort önnur fram­kvæmd sé nokkuð í boði

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016.

Innlent
Fréttamynd

Skaða­minnkandi þjónusta

Skv. Fréttablaðinu í dag varð uppákoma á ráðstefnu SÁÁ þann 3. nóvember sl. Þar sakaði lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson starfsfólk skaðaminnkunarþjónustu Rauða krossins, Frú Ragnheiði, um að þjónusta börn undir lögaldri án þess að hann, eða lögreglan, séu látin vita.

Skoðun
Fréttamynd

vopnasalinn.net

Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is).

Skoðun
Fréttamynd

Ekki brotið á lögreglumönnunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Nefnd um eftirlit með lögreglu brutu ekki á tveimur lögreglumönnum sem sinntu lögreglustörfum í Ásmundarsal á Þorláksmessu árið 2020. Lögreglumennirnir kvörtuðu yfir því að meðferð á upptökum úr búkmyndavélum þeirra hafi verið brot á persónuverndarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Verða að láta duga að horfa á upp­tökuna hjá lög­reglu

Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að lögregla þurfi ekki að afhenda manni, sem ákærður er fyrir líkamsárás, og lögmanni hans upptöku úr öryggismyndavél. Þeim stendur hins vegar til boða að skoða upptökurnar hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Segir eftirliti með lögreglu stórlega ábótavant

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir eftirliti með þeim þvingunaraðgerðum sem lögrega hefur heimildir til að beita í dag stórlega ábótavant. Nefnir hann símhlustun sérstaklega í þessu sambandi.

Innlent
Fréttamynd

Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum.

Innlent
Fréttamynd

„Af­brota for­varnir“ eru það njósnir?

Ég hef meira og minna helgað minni starfsævi forvörnum og meðferðavinnu með ungmennum eða síðan árið 1994 þegar ég hóf störf hjá Útideildinni og ég starfa en að forvörnum ungmenna í dag hjá Fjölsmiðjunni á Höfuðborgarsvæðinu. Ég skal alveg viðurkenna það hér að það fauk í mig þegar ég heyrði fyrst orðið afbrota forvarnir sér í lagi í hvaða samhengi það var sett.

Skoðun
Fréttamynd

Á að bíta barn sem bítur?

Fréttaflutningur af alvarlegum ofbeldisbrotum á Íslandi hefur verið svo hávær að undanförnu að fólk er farið að spyrja hvort ofbeldisbrotum sé að fjölga. Svarið við þeirri spurningu er því miður einfalt: já.

Skoðun
Fréttamynd

Glopp­ótt lög­reglu­vald?

Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar.

Skoðun