Dæmd í Noregi og ein sex grunaðra í rannsókn lögreglu á Íslandi Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2024 19:01 Edda Björk var viðstödd skýrslutöku yfir drengjunum sínum þremur í vikunni. Vísir/Arnar Edda Björk Arnardóttir, sem bíður þess að afplána tuttugu mánaða dóm frá Noregi fyrir barnsrán, er einn sex grunaðra í rannsókn lögreglunnar í máli er varðar þrjá drengi hennar. Hún fékk dóm fyrir svipað brot í Noregi í janúar. Hún segir ömurlegt að börnin hennar lýði fyrir brot sem hún framdi. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður barnsföður hennar á Íslandi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Barnsfaðir Eddu afþakkaði einnig að tjá sig um málið en fram kom í fréttum fyrir áramót að hann hefði lagt fram kæru vegna málsins á Íslandi. Gegn öllum sem aðstoðuðu við að fela drengina frá því að Edda Björk var framseld og þar til þeir fundust og flugu út þann 21. desember. Drengirnir ekki verið saman Í fréttum af málinu fyrir áramót fullyrti Leifur að yngri drengurinn hefði ekki hitt bræður sína í tvær vikur en Edda Björk og lögmaður hennar, Helga Vala Helgadóttir, vísa þessu á bug og segja þá hafa verið saman. Aðrir sem liggja undir grun í málinu eru systir Eddu Bjarkar, mágur, eiginmaður, amma vinar sonar hennar og fyrrverandi lögmaðurinn hennar, Hildur Sólveig Pétursdóttir. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir að lögregla sé með mál til rannsóknar er varðar drengi Eddu Bjarkar en segir rannsóknina ekki snúa að því sama og hún var dæmd fyrir í Noregi. „Það var tekinn skýrsla af drengjunum mínum í Barnahúsi síðasta þriðjudag. Það er íslenska lögreglan sem bað um það,“ segir Edda Björk en sem sakborningur í málinu fékk hún, og aðrir sem liggja undir grun, að vera viðstödd skýrslutökuna. Hvernig líður þér að þetta sé farið að hafa svona víðtæk áhrif á alla fjölskylduna? „Það er ömurlegt. Þetta fólk var ekki að gera neitt af sér. Við höfðum allt á hreinu frá okkar hlið,“ segir Edda Björk en hún gerði samning við systur sína, eftir að hún var framseld til Noregs, um að hún skyldi sjá um drengina. Hún segir ömurlegt að fjölskyldan öll liggi undir grun í rannsókn lögreglunnar. „Það er bara ömurlegt að vita til þess. En við trúum því enn að þetta leysist utan dómstóla því það er ekkert hér sem er hægt að ganga á eftir.“ Engin samskipti við drengina Frá því að Edda var handtekin í lok nóvember hefur hún engin samskipti átt við strákana. „Ég fæ ekki að gera það. Ég er búin að reyna en ég fæ ekki leyfi til að gera það.“ Er það þinn fyrrverandi sem leyfir það ekki? „Já, hann pabbi þeirra, hann leyfir það ekki,“ segir Edda og að það sé enn skýr vilji drengjanna að vilja búa á Íslandi. Erfitt að börnin líði fyrir hennar brot Edda segir það erfiðasta við þetta allt að hún hafi verið framseld og svo aðgerðir lögreglu þann 21. desember þegar drengirnir voru teknir af sérsveitarmönnum og fluttir á Keflavíkurflugvöll til að fara út með föður sínum. „Auðvitað braut ég lögin með því að sækja þá og ég vissi alveg að ég þyrfti að taka afleiðingunum af því. En mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því. Mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því að ég var handtekin.“ En þrátt fyrir allt sem hefur áður á gengið segist Edda ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina. „Ég væri ekki að þessu ef börnin mín vildu það ekki. Ég væri ekki að þessu ef við teldum ekki, alveg klárt mál, þetta þeim fyrir bestu. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst ekki um hann. Þetta snýst um börnin okkar og að gera það sem þeim er fyrir bestu. Það sem þau óska. Þetta er ekkert erfiðara en það. Þetta snýst um þau og á að snúast um þau.“ Lengra viðtal við Eddu Björk verður birt í fyrramálið á vef Vísis. Mál Eddu Bjarkar Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglan Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18. janúar 2024 17:46 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
„Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni,“ segir Leifur Runólfsson lögmaður barnsföður hennar á Íslandi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Barnsfaðir Eddu afþakkaði einnig að tjá sig um málið en fram kom í fréttum fyrir áramót að hann hefði lagt fram kæru vegna málsins á Íslandi. Gegn öllum sem aðstoðuðu við að fela drengina frá því að Edda Björk var framseld og þar til þeir fundust og flugu út þann 21. desember. Drengirnir ekki verið saman Í fréttum af málinu fyrir áramót fullyrti Leifur að yngri drengurinn hefði ekki hitt bræður sína í tvær vikur en Edda Björk og lögmaður hennar, Helga Vala Helgadóttir, vísa þessu á bug og segja þá hafa verið saman. Aðrir sem liggja undir grun í málinu eru systir Eddu Bjarkar, mágur, eiginmaður, amma vinar sonar hennar og fyrrverandi lögmaðurinn hennar, Hildur Sólveig Pétursdóttir. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn staðfestir að lögregla sé með mál til rannsóknar er varðar drengi Eddu Bjarkar en segir rannsóknina ekki snúa að því sama og hún var dæmd fyrir í Noregi. „Það var tekinn skýrsla af drengjunum mínum í Barnahúsi síðasta þriðjudag. Það er íslenska lögreglan sem bað um það,“ segir Edda Björk en sem sakborningur í málinu fékk hún, og aðrir sem liggja undir grun, að vera viðstödd skýrslutökuna. Hvernig líður þér að þetta sé farið að hafa svona víðtæk áhrif á alla fjölskylduna? „Það er ömurlegt. Þetta fólk var ekki að gera neitt af sér. Við höfðum allt á hreinu frá okkar hlið,“ segir Edda Björk en hún gerði samning við systur sína, eftir að hún var framseld til Noregs, um að hún skyldi sjá um drengina. Hún segir ömurlegt að fjölskyldan öll liggi undir grun í rannsókn lögreglunnar. „Það er bara ömurlegt að vita til þess. En við trúum því enn að þetta leysist utan dómstóla því það er ekkert hér sem er hægt að ganga á eftir.“ Engin samskipti við drengina Frá því að Edda var handtekin í lok nóvember hefur hún engin samskipti átt við strákana. „Ég fæ ekki að gera það. Ég er búin að reyna en ég fæ ekki leyfi til að gera það.“ Er það þinn fyrrverandi sem leyfir það ekki? „Já, hann pabbi þeirra, hann leyfir það ekki,“ segir Edda og að það sé enn skýr vilji drengjanna að vilja búa á Íslandi. Erfitt að börnin líði fyrir hennar brot Edda segir það erfiðasta við þetta allt að hún hafi verið framseld og svo aðgerðir lögreglu þann 21. desember þegar drengirnir voru teknir af sérsveitarmönnum og fluttir á Keflavíkurflugvöll til að fara út með föður sínum. „Auðvitað braut ég lögin með því að sækja þá og ég vissi alveg að ég þyrfti að taka afleiðingunum af því. En mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því. Mér finnst ekki að börnin hafi þurft að taka afleiðingum af því að ég var handtekin.“ En þrátt fyrir allt sem hefur áður á gengið segist Edda ekki sjá eftir því að hafa sótt drengina. „Ég væri ekki að þessu ef börnin mín vildu það ekki. Ég væri ekki að þessu ef við teldum ekki, alveg klárt mál, þetta þeim fyrir bestu. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst ekki um hann. Þetta snýst um börnin okkar og að gera það sem þeim er fyrir bestu. Það sem þau óska. Þetta er ekkert erfiðara en það. Þetta snýst um þau og á að snúast um þau.“ Lengra viðtal við Eddu Björk verður birt í fyrramálið á vef Vísis.
Mál Eddu Bjarkar Fjölskyldumál Dómsmál Lögreglan Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18. janúar 2024 17:46 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Edda Björk komin til Íslands: „Ofboðslega þakklát fyrir allt fólkið mitt“ Edda Björk Arnardóttir er komin til Íslands. Eddu var sleppt úr gæsluvarðhaldi í dag og flaug til Íslands samdægurs. Hún lenti seinnipartinn á Keflavíkurflugvelli og er nú á heimleið. 18. janúar 2024 17:46
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30
Edda Björk dæmd í tuttugu mánaða fangelsi Edda Björk Arnardóttir hefur verið dæmd í tuttugu mánaða fangelsi fyrir að nema börn sín á brott frá Noregi. Aðalmeðferð í máli Eddu Bjarkar fór fram í þingsréttinum í Þelamörk í desember og nú hefur norskur dómstóll kveðið upp dóm sinn. 11. janúar 2024 14:40