Danski boltinn

Fréttamynd

Þrenna Orra Steins hélt titil­vonum FCK á lífi

Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafi ekki séð styrk­­leika sína nægi­­lega vel

Eftir löng sam­töl er ís­­lenski lands­liðs­­maðurinn í fót­­bolta, Andri Lucas Guð­john­­sen loksins orðinn leik­­maður Lyng­by að fullu. Hann segir vanga­veltur um fram­­tíð sína ekki hafa truflað sig innan vallar og þá horfir hann björtum augum fram á komandi tíma hjá Lyng­by sem stendur í ströngu um þessar mundir í efstu deild Dan­­merkur. Hann kveður því sænska fé­lagið IFK Norr­köping að fullu og finnst sínir styrk­leikar ekki hafa fengið að skína í gegn þar.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Kristínar dugði skammt gegn AGF

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby í 2-1 tapi gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var utan hóps hjá Bröndby í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö ís­lensk mörk í sigri Sønderjyske

Íslensku knattspyrnumennirnir Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson voru báðir á skotskónum fyrir Sønderjyske er liðið vann 2-0 sigur gegn botnliði Helsingør í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Kveðja Gylfa Þór sem er á leið í Val

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem að greint er frá því að Gylfi Þór Sigurðsson muni ekki snúa aftur til félagsins er hann hefur jafnað sig á meiðslum. Gylfi Þór er við það að skrifa undir samning við Bestu deildar lið Vals.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Danir hægja á Ofurdeildinni

Efsta deild karla í Danmörku, Danska ofurdeildin (d. Superligaen), hefur unnið mál gegn Evrópsku ofurdeildinni (e. The Super League), sem lögð hefur verið til. Sú evrópska þarf að líkindum að breyta um nafn, verði hún að veruleika.

Fótbolti