Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 14:10 Ari Sigurpálsson var fljótur að skora sitt fyrsta mark fyrir Elfsborg. IF Elfsborg Ari Sigurpálsson átti algjöra draumabyrjun sem leikmaður Elfsborg, eftir söluna frá Víkingi, þegar hann skoraði í dag eftir að hafa spilað örfáar mínútur. Markið má sjá í greininni. Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti. Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ari kom inn á sem varamaður á 74. mínútu í dag, í leik við Mjällby í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Um þremur mínútum síðar skoraði hann laglegt skallamark og jafnaði metin í 2-2 en það urðu lokatölur leiksins. Kvitterat i Borås! Inhopparen Ari Sigurpalsson nickar in 2-2 för Elfsborg mot Mjällby 🟡⚫️📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/taAOK2CI9l— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) March 30, 2025 Júlíus Magnússon, sem Elfsborg keypti einnig fyrir tímabilið og var einmitt liðsfélagi Ara hjá Víkingi fyrir þremur árum, lék allan leikinn á miðjunni hjá Elfsborg í dag. Kolbeinn Þórðarson lék seinni hálfleikinn fyrir Gautaborg sem steinlá á útivelli gegn Hammarby, 4-0. Sigdís Eva Bárðardóttir var ekki með Norrköping sem vann 2-0 útisigur gegn Malmö. Daníel og Kristall sendu Sævar í fallsæti Í Danmörku voru Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason báðir í byrjunarliði SönderjyskE sem vann 2-1 heimasigur gegn Silkeborg. Daníel lék allan leikinn og er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í aðdraganda síðustu landsleikja og því ekki verið með gegn Kósovó. Kristall spilaði fram á 68. mínútu. Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem tapaði 2-1 á heimavelli gegn Vejle. Liðsfélagi hans, Mihcael Opoku, fékk tækifæri til að jafna metin úr víti í lok fyrri hálfleiks en klúðraði því. Þetta var fyrsta umferð af tíu í fallhluta dönsku úrvalsdeildarinnar og er Lyngby nú í næstneðsta sæti með 18 stig en Vejle neðst með 16. Tvö neðstu liðin falla. SönderjyskE kom sér hins vegar úr fallsæti og er með 20 stig, AaB með 21, Viborg með 31 og Silkeborg efst með 33 stig. Emilía í landsleikina eftir jafntefli Í Þýskalandi lék Emilía Kiær Ásgeirsdóttir síðasta hálftímann þegar Leipzig náði að jafna í uppbótartíma og gera 1-1 jafntefli við Freiburg. Emilía heldur nú til Íslands í landsleikina mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni sem fram fara á Þróttarvelli í Laugardal. Leipzig er nú með 27 stig í 7. sæti af tólf liðum en Freiburg er með 33 stig í 5. sæti.
Sænski boltinn Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira