Fótbolti

Sæ­var Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sævar Magnusson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í nóvember.
Sævar Magnusson skoraði sitt fyrsta deildarmark síðan í nóvember. Getty/Mike Egerton

Sævar Atli Magnússon skoraði langþráð mark í kvöld þegar Lyngby náði jafntefli á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Lyngby gerði 2-2 jafntefli útivelli á móti AaB frá Álaborg. Þrjú markanna komu á fyrstu 24 mínútum leiksins en Lyngby tryggði sér jafnteflið tíu mínútum fyrir leiklok.

Kasper Jörgensen kom AaB yfir úr vítaspyrnu á 12. mínútu en Sævar Atli jafnaði metin á 23. mínútu.

Sævar skoraði markið sitt með skalla úr miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Leon Klassen.

Það var stutt gaman því mínútu síðar náði Mads Bomholt aftur forystu fyrir AaB.

Jonathan Amon náði að jafna metin á 80. mínútu og tryggja sínu liði stig.

Lyngby er í ellefta sæti, fallsæti, með 19 stig, einu stigi fyrir neðan Sonderjyske. AaB er með 23 stig í níunda sæti.

Sævar Atli hafði ekki skorað í dönsku deildinni síðan 10. nóvember á síðasta ári en þá skoraði hann líka á móti AaB. Síðan hafði hann spilað sex deildarleiki í röð án þess að skora.

Sævar er alls með þrjú deildarmörk á leiktíðinni í 22 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×