Umferðaröryggi Færanleg göngu- og hjólabrú hitar upp fyrir stokk í Vogabyggð Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut, sem er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Áætlaður kostnaður er um 250 milljónir en verkinu á að ljúka í síðasta lagi sumarið 2024. Innlent 10.5.2023 14:56 Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 9.5.2023 20:10 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. Innlent 6.5.2023 06:12 Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. Innlent 5.5.2023 12:24 Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. Innlent 4.5.2023 14:00 Fólk verði að vera með augun á umferðinni: „Hvort sem þú ert með ADHD eða ekki“ Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi bifreið sem hafði rásað ansi mikið á veginum. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði verið að horfa á þátt í símanum sínum á meðan á akstri stóð. Formaður ADHD samtakanna tekur ekki undir með athugasemd þar sem því er velt upp að símagláp hjálpi fólki með ADHD að halda athygli við aksturinn. Innlent 2.5.2023 17:01 Horfði á þátt í símanum á meðan hann keyrði Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi bifreið vegna gruns um að ökumaður hennar væri að keyra undir áhrifum áfengis. Þegar lögreglan stöðvaði bílinn komst hún að því að ökumaðurinn var allsgáður en var að horfa á þátt í símanum sínum á meðan hann keyrði. Innlent 1.5.2023 09:14 Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Innlent 29.4.2023 13:35 Bein útsending: Ekki skúta upp á bak Uppfært: Vegna tæknilegra örðugleika reyndist ekki unnt að streyma fundinum frá Grand Hótel. Unnið er að því að koma upptöku af fundinum inn á Vísi. Innlent 27.4.2023 11:15 Verum örugg í vorumferðinni Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Skoðun 24.4.2023 10:30 Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. Viðskipti innlent 18.4.2023 22:00 Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. Innlent 12.4.2023 10:52 Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Innlent 11.4.2023 21:51 Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9.4.2023 20:29 Framkvæmdir á Suðurlandsvegi á lokametrunum Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg 1, milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum. Vonast er eftir því að hægt verði að opna fyrir umferð á kaflann um miðjan maí. Innlent 6.4.2023 09:00 Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. Viðskipti innlent 5.4.2023 20:50 Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Innlent 31.3.2023 10:32 Afmarka göngugötuhluta Laugavegs betur Gatnamót Laugavegs og Frakkastígs, þar sem fyrrnefnd gatan verður að göngugötu, verða betrumbætt á næstu dögum og afmörkun göngugötusvæðisins gerð skýrari. Innlent 27.3.2023 10:24 Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina. Innlent 25.3.2023 08:01 Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Innlent 24.3.2023 13:56 Staddur í hvíldarrými og ekki í belti þegar banaslysið átti sér stað Karlmaður sem lést er vörubifreið valt á hliðina á Suðurlandsvegi í fyrra var staddur í hvíldarrými bifreiðarinnar og var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa þarf Ríkisútvarpið að yfirfara verklag sitt við gerð veðurkorta eftir slysið. Innlent 22.3.2023 13:04 Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Viðskipti 16.3.2023 02:24 Tvöföldun Reykjanesbrautar bætir umferðaröryggi Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Skoðun 13.3.2023 17:30 „Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. Innlent 12.3.2023 19:07 Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Innlent 9.3.2023 07:58 Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. Innlent 6.3.2023 22:22 Kærð fyrir að virða ekki gangbrautarrétt í Vesturbænum Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 3.3.2023 06:09 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. Innlent 28.2.2023 21:41 Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. Innlent 19.2.2023 21:44 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19.2.2023 18:21 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 28 ›
Færanleg göngu- og hjólabrú hitar upp fyrir stokk í Vogabyggð Gerð verður tímabundin göngu- og hjólabrú yfir Sæbraut, sem er ætlað að bæta umferðaröryggi verulega, ekki síst fyrir skólabörn í Vogabyggð. Brúin verður yfirbyggð, með lyftu og tröppum og verður áhersla á jákvæða upplifun vegfarenda og að innra rými verði aðlaðandi. Áætlaður kostnaður er um 250 milljónir en verkinu á að ljúka í síðasta lagi sumarið 2024. Innlent 10.5.2023 14:56
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. Viðskipti innlent 9.5.2023 20:10
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. Innlent 6.5.2023 06:12
Tekinn á 59 kílómetra hraða á rafhlaupahjólinu, hjálmlaus og með farþega Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði unglingspilt sem ók rafhlaupahjóli á 59 kílómetra hraða niður Þúsöld í Grafarholti þar sem hámarkshraði er 50. Innlent 5.5.2023 12:24
Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. Innlent 4.5.2023 14:00
Fólk verði að vera með augun á umferðinni: „Hvort sem þú ert með ADHD eða ekki“ Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi bifreið sem hafði rásað ansi mikið á veginum. Í ljós kom að ökumaðurinn hafði verið að horfa á þátt í símanum sínum á meðan á akstri stóð. Formaður ADHD samtakanna tekur ekki undir með athugasemd þar sem því er velt upp að símagláp hjálpi fólki með ADHD að halda athygli við aksturinn. Innlent 2.5.2023 17:01
Horfði á þátt í símanum á meðan hann keyrði Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærkvöldi bifreið vegna gruns um að ökumaður hennar væri að keyra undir áhrifum áfengis. Þegar lögreglan stöðvaði bílinn komst hún að því að ökumaðurinn var allsgáður en var að horfa á þátt í símanum sínum á meðan hann keyrði. Innlent 1.5.2023 09:14
Djammheimferðin sérlega hættuleg á rafhlaupahjóli Herferð Samgöngustofu gegn alvarlegum slysum á rafhlaupahjólum, „Ekki skúta upp á bak”, var hrundið af stað í vikunni með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra. Innlent 29.4.2023 13:35
Bein útsending: Ekki skúta upp á bak Uppfært: Vegna tæknilegra örðugleika reyndist ekki unnt að streyma fundinum frá Grand Hótel. Unnið er að því að koma upptöku af fundinum inn á Vísi. Innlent 27.4.2023 11:15
Verum örugg í vorumferðinni Nú eru árstíðaskipti í umferðinni og tími sumardekkja runninn upp. Maí er líka skoðunarmánuður ferðavagna, bifhjóla og fornbíla. Takturinn í umferðinni er að breytast, bifhjól koma á götuna, fleiri fara út að ganga og átakið hjólað í vinnuna hefst. Skoðun 24.4.2023 10:30
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs. Viðskipti innlent 18.4.2023 22:00
Hringtenging Austurlands sögð vega þyngra en Fjarðarheiðargöng Meðal Austfirðinga, einnig Seyðfirðinga, ríkir ekki einhugur um jarðgöng undir Fjarðarheiði. Deilt er um forgangsröðun og hvort fremur eigi að tengja Seyðisfjörð við aðrar byggðir með tvennum göngum um Mjóafjörð, sem myndi hringtengja Mið-Austurland. Innlent 12.4.2023 10:52
Segir alþingismenn hafa verið blekkta við val næstu jarðganga Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi til fjörutíu ára segir enga sátt ríkja í fjórðungnum um gerð Fjarðarheiðarganga og telur að alþingismenn hafi verið blekktir til að setja þau í forgang. Talsmaður Seyðfirðinga segir málið hins vegar útrætt og niðurstaða liggi fyrir um að þau verði næstu jarðgöng á Íslandi. Innlent 11.4.2023 21:51
Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Innlent 9.4.2023 20:29
Framkvæmdir á Suðurlandsvegi á lokametrunum Framkvæmdir við Suðurlandsveg, Hringveg 1, milli Hveragerðis og Selfoss eru á lokametrunum. Vonast er eftir því að hægt verði að opna fyrir umferð á kaflann um miðjan maí. Innlent 6.4.2023 09:00
Spara milljarð á lægsta boði í breikkun Reykjanesbrautar Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns, upp á nærri fjóra milljarða króna. Tilboðið reyndist meira en einum milljarði króna undir kostnaðaráætlun. Viðskipti innlent 5.4.2023 20:50
Vegagerðin leggst alfarið gegn frumvarpi um lækkun hámarkshraða Vegagerðin setur sig alfarið upp á móti þeim breytingum sem finna má í frumvarpi þingmanna Pírata og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um lækkun hámarkshraða. Innlent 31.3.2023 10:32
Afmarka göngugötuhluta Laugavegs betur Gatnamót Laugavegs og Frakkastígs, þar sem fyrrnefnd gatan verður að göngugötu, verða betrumbætt á næstu dögum og afmörkun göngugötusvæðisins gerð skýrari. Innlent 27.3.2023 10:24
Vill að LED-skjár verði fjarlægður af strætó Samgöngustofa mælist til þess að LED-skilti sem hengt var aftan á strætisvagn í tilraunaskyni verði tekið niður. Fyrirtæki sem selur auglýsingar í strætisvagna óskaði eftir að fá að prófa tæknina. Innlent 25.3.2023 08:01
Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Innlent 24.3.2023 13:56
Staddur í hvíldarrými og ekki í belti þegar banaslysið átti sér stað Karlmaður sem lést er vörubifreið valt á hliðina á Suðurlandsvegi í fyrra var staddur í hvíldarrými bifreiðarinnar og var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa þarf Ríkisútvarpið að yfirfara verklag sitt við gerð veðurkorta eftir slysið. Innlent 22.3.2023 13:04
Býður út Arnarnesveg um Vatnsendahæð Vegagerðin hefur boðið út gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð ásamt tengingu við Breiðholtsbraut. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í sumar en verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2026. Tilboð verða opnuð 18. apríl. Viðskipti 16.3.2023 02:24
Tvöföldun Reykjanesbrautar bætir umferðaröryggi Tvöföldun Reykjanesbrautar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hefur verið boðin út. Það er mikið gleðiefni. Hér er um að ræða 5,6 kílómetra kafla, en þar undir eru einnig bygging brúarmannvirkja og undirganga fyrir akandi, gangandi og hjólandi. Skoðun 13.3.2023 17:30
„Við viljum ekki hægja á umferðinni“ Bæjarstjóri Seltjarnarness gagnrýnir harðlega ákvörðun meirihlutans í Reykjavík um að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót. Ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir Seltirninga á leið til höfuðborgarinnar. Innlent 12.3.2023 19:07
Ofsaaksturinn á Glerárgötu ekki tekinn fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni manns sem sakfelldur var fyrir að aka á gangandi vegfaranda og hjólreiðamann þegar hann ók á ofsahraða norður Glerárgötu á Akureyri í ágúst 2019. Innlent 9.3.2023 07:58
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. Innlent 6.3.2023 22:22
Kærð fyrir að virða ekki gangbrautarrétt í Vesturbænum Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Síðdegis í gær var lögregla þó kölluð út þar sem kona var kærð fyrir að hafa ekki virt gangbrautarrétt gangandi vegfaranda í vesturbæ Reykjavíkur. Innlent 3.3.2023 06:09
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. Innlent 28.2.2023 21:41
Fluttu á annað hundrað manns af heiðinni Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu á Hellisheiði og í Þrengslum fram á kvöld. Verið var að hjálpa fólki sem hafði fest bíla sína og lent í óhappi en flestar sveitir eru komnar í hús. Innlent 19.2.2023 21:44
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19.2.2023 18:21