Vinnumarkaður

Fréttamynd

„Ef kallinu er ekki svarað þegar neyðin er mest, hvenær þá?“

Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir miður að viðbótarstuðningsaðgerðir stjórnvalda við stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins nái ekki til allra stúdenta. Ganga hefði þurft enn lengra en stjórnvöld hafi boðað. Hækkun grunnframfærslu námslána sé aðal áhyggjuefnið sem barist hafi verið fyrir í mörg ár, en því hafi ekki verið brugðist við með fullnægjandi hætti.

Innlent
Fréttamynd

„Smánarblettur sem á ekki að viðgangast“

Misskipting gæða og auðlinda er einn helsti vandi sem steðjar nú að íslensku samfélagi, að mati forseta ASÍ. Verkalýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag með óheðfbundnu sniði - annað árið í röð.

Innlent
Fréttamynd

Fagfélögin og 1.maí

Verkalýðshreyfingar landsins hafa svo sannarlega verk að vinna hverju sinni. Við þurfum að vinna að því að verja það sem náðst hefur, á sama tíma og við vinnum að auknum réttindum og kjörum.

Skoðun
Fréttamynd

Verjið afkomuna

Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum fleiri störf og brúum staf­ræna bilið

Þróun og nýting stafrænnar tækni hefur tekið risavaxin og hröð skref síðustu misserin. Vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins hefur þessi þróun orðið svo ör í t.d. verslunar- og þjónustugreinum, að ekki er hægt að lýsa því öðruvísi en sem byltingu.

Skoðun
Fréttamynd

Frétti af upp­sögninni í gegnum skjá­skot frá sam­starfs­manni

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í síðustu viku Vegagerðina til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum samtals 11,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar þeirra árið 2019. Þeir sögðust báðir hafa frétt af uppsögnunum í gegnum samstarfsfólk sitt en kröfðu Vegagerðina um tíu sinnum hærri bætur en þeim var að lokum úthlutað.

Innlent
Fréttamynd

Lofts­lags­breytingar og vinnu­markaðurinn

Á næsta áratug verðum við á Íslandi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um nær helming. Ríkisstjórnin gaf út uppfærða útgáfu af aðgerðaáæltun í loftslagsmálum síðast liðið sumar með metnaðarfullum markmiðum. Margar af aðgerðunum eru þó óútfærðar og ekki vænlegar til árangurs nema ríkisvaldið taki til hendinni svo um munar.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum að vinna gegn útundanóttanum“

„Ég vinn meðal annars við að aðstoða og styðja fólk í að reyna að ná utan um þær óvelkomnu breytingar sem hafa orðið í Covid faraldrinum,“ segir Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur hjá Líf og sál og bendir á að vinnustaðir þurfi að huga vel að þeim áhrifum sem Covid er að hafa á fólk, því þeim áhrifum muni ekki ljúka með bólusetningum. 

Atvinnulíf
Fréttamynd

Opið bréf til mennta­mála­ráð­herra: Fag­þekkingin liggur hjá okkur

„Ég fagna því að fleiri vilji taka þátt í þessari vinnu og það eru allir velkomnir að borðinu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í forsíðuviðtali við eitt iðnfélaganna í mars í fyrra. Hún hafði verið spurð hvers vegna fulltrúar launamanna hefðu ekki verið hafðir með í ráðum þegar tillögur voru mótaðar um eflingu iðn- og tæknináms.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarvinna vinsæl en fólk þarf líka að hittast í „alvörunni“

„Bretar eru til að mynda mun vanari fjarvinnufyrirkomulaginu en við Íslendingar og margir þar sem hafa unnið í því fyrirkomulagi í mörg ár,“ segir Erla Sylvía Guðjónsdóttir mannauðstjóri Valitor, en Valitor er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur innleitt hjá sér fjarvinnustefnu fyrir starfsfólk, en stefnan gildir bæði fyrir starfsfólk Valitors á Íslandi og í Bretlandi. Að sögn Erlu sýndu kannanir á meðal starfsfólks strax í fyrra, að mikill áhugi væri á fjarvinnu til frambúðar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Dyrnar eru opnar upp á gátt

Það vantar fleiri iðnmenntaða á vinnumarkað hér á landi og fleiri tæknimenntaða með framhaldsnám á háskólastigi. Umræða um iðnnám og þau sem velja sér slíkt nám hefur oft verið á þá leið að þau hafi lokað dyrum að frekara framhaldsnámi að baki sér.

Skoðun
Fréttamynd

Kaup­máttur ráð­stöfunar­tekna jókst um 2,5 prósent í fyrra

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,5% í fyrra samanborið við 2019. Þrátt fyrir samdrátt í launatekjum heimila árið 2020 er áætlað að ráðstöfunartekjur þeirra hafi aukist um 7,1% samanborið við fyrra ár. Gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur á mann hafi numið tæplega 4,2 milljónum króna í fyrra og aukist um 5,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara

Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Af rétt­látum og ó­rétt­látum um­skiptum

Sumardagurinn fyrsti var hefðbundinn að þessu sinni hvað veðrið varðar, þótt hátíðarhöldin hafi vantað. Nú er um að gera að draga fram sólgleraugun og stuttbuxurnar og hefjast handa við að telja okkur sjálfum trú um að sumarið sé komið!

Skoðun
Fréttamynd

Vandlæting formanns VR

Fyrir nokkrum kynslóðum þótti það alsiða að uppnefna fólk eða gefa því viðurnefni. Úr mínum heimabæ á Skaganum þekki ég mýmörg dæmi. Tímarnir breytast þó blessunarlega og mennirnir (flestir) með. Þegar ég hugsa til þessara viðurnefna í dag finnst mér þau einstaklega kjánaleg, heimskuleg og ekki síður særandi fyrir þá sem þau þurftu að þola. Það er eitthvað smásálarlegt við þetta, ef svo má að orði komast.

Skoðun
Fréttamynd

SaltPay segir upp starfsfólki

Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna“

„Við erum við krossgötur núna. Það eru að verða algjör vatnaskil í baráttunni við veiruna þegar að okkur er að takast núna á næstu vikum að bólusetja alla viðkvæmu hópana, allar eldri kynslóðirnar og koma framlínufólkinu öllu í bólusetningu. Maí og júní eru eins konar úrslitamánuðir hjá okkur til þess að stórauka bólusetningar með auknum fjölda í hverri viku og þetta breytir auðvitað allri vígstöðu í málum. Að því leytinu til er allt að breytast,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Tugir þurfa í sóttkví vegna smitanna í gær

Tugir þurfa að fara í sóttkví í tengslum við þau tvö smit covid-19 sem greindust innanlands í gær. Víðir Reynisson minnir á mikilvægi þess að fólk fari í sýnatöku finni það fyrir minnstu einkennum og hvetur atvinnurekendur til að vera duglega til að miðla upplýsingum til erlends starfsfólks um hve auðvelt sé að komast að í sýnatöku.

Innlent