Það sem vantar í umræðuna Drífa Snædal skrifar 18. mars 2022 14:31 Hvað finnst fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vera eðlilegur launamunur? Ef ég væri í hlutverki fréttaspyrils myndi ég spyrja þessarar spurningar. Á hverju ári fáum við fréttir af ofurlaunum og handritið er í raun ritað fyrirfram. Við í verkalýðshreyfingunni bendum á ranglætið og setjum í samhengi við almenn laun í landinu og kjarasamninga og á móti ómar svo árvissi söngurinn um ábyrgð, „að hlutfallslega hækkunin sé ekki svo mikil“ og fleiri kreistar réttlætingar í svipuðum dúr. „Hlutfallslega“ er þarna lykilorð. 10% hækkun á 400 þúsund króna laun eru 40 þúsund krónur en 5% hækkun á fjórar milljónir eru 200 þúsund krónur. Minni hlutfallsleg hækkun á ofurlaun getur munað góðri utanlandsferð. Það sem eftir stendur í umræðunni er; hver á launamunurinn að vera? Fyrir hvernig ábyrgð og störf á að greiða meira og hversu mikið? Þegar umræða síðustu áratuga er rakin kemur í ljós að þolinmæði okkar fyrir misskiptingu hefur aukist stórkostlega. Um miðja síðustu öld var til umræðu að enginn fengi meira en tvöföld laun þess lægst launaða. Síðan þróaðist umræðan yfir í að þreföld laun væru eðlilegur munur og síðan fjórföld. Nú erum við svo komin á stað þar sem engar skynsamlegar reglur virðast gilda um launamun. Sjálf hef ég alltaf verið hrifin af þeirri hugmynd að þau sem eru með hæstar tekjur hafi beinan hag af því að hækka lægstu laun. Að skilyrða hæstu laun við þau lægstu. Ágætis byrjun væri að ríkið setti það inn í eigendastefnu sína hvert ásættanlegt launahlutfall væri innan þeirrar starfsemi sem við eigum öll. Í eigendastefnunni núna stendur: „Laun séu hófleg, samkeppnishæf, en ekki leiðandi og taki mið af opinberu eignarhaldi“. Ég legg til viðbótina: „Laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en ferföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum“. Þetta yrði stefnumótandi og myndi losa okkur út úr andlausri árvissri umræðu um ofurlaun. Almenni markaðurinn ætti svo auðvitað að tileinka sér þetta sömuleiðis. Í raun er ekki eftir neinu að bíða þar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað finnst fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vera eðlilegur launamunur? Ef ég væri í hlutverki fréttaspyrils myndi ég spyrja þessarar spurningar. Á hverju ári fáum við fréttir af ofurlaunum og handritið er í raun ritað fyrirfram. Við í verkalýðshreyfingunni bendum á ranglætið og setjum í samhengi við almenn laun í landinu og kjarasamninga og á móti ómar svo árvissi söngurinn um ábyrgð, „að hlutfallslega hækkunin sé ekki svo mikil“ og fleiri kreistar réttlætingar í svipuðum dúr. „Hlutfallslega“ er þarna lykilorð. 10% hækkun á 400 þúsund króna laun eru 40 þúsund krónur en 5% hækkun á fjórar milljónir eru 200 þúsund krónur. Minni hlutfallsleg hækkun á ofurlaun getur munað góðri utanlandsferð. Það sem eftir stendur í umræðunni er; hver á launamunurinn að vera? Fyrir hvernig ábyrgð og störf á að greiða meira og hversu mikið? Þegar umræða síðustu áratuga er rakin kemur í ljós að þolinmæði okkar fyrir misskiptingu hefur aukist stórkostlega. Um miðja síðustu öld var til umræðu að enginn fengi meira en tvöföld laun þess lægst launaða. Síðan þróaðist umræðan yfir í að þreföld laun væru eðlilegur munur og síðan fjórföld. Nú erum við svo komin á stað þar sem engar skynsamlegar reglur virðast gilda um launamun. Sjálf hef ég alltaf verið hrifin af þeirri hugmynd að þau sem eru með hæstar tekjur hafi beinan hag af því að hækka lægstu laun. Að skilyrða hæstu laun við þau lægstu. Ágætis byrjun væri að ríkið setti það inn í eigendastefnu sína hvert ásættanlegt launahlutfall væri innan þeirrar starfsemi sem við eigum öll. Í eigendastefnunni núna stendur: „Laun séu hófleg, samkeppnishæf, en ekki leiðandi og taki mið af opinberu eignarhaldi“. Ég legg til viðbótina: „Laun og hlunnindi æðstu stjórnenda skuli aldrei vera hærri en ferföld lágmarkslaun verkafólks samkvæmt almennum kjarasamningum“. Þetta yrði stefnumótandi og myndi losa okkur út úr andlausri árvissri umræðu um ofurlaun. Almenni markaðurinn ætti svo auðvitað að tileinka sér þetta sömuleiðis. Í raun er ekki eftir neinu að bíða þar. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar