„Þetta er ekki bara vinna heldur líka það að vera innan um fólk“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2022 09:01 Maður á áttræðisaldri sem fékk vinnu á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur segir það ljótt af vinnuveitendum að segja fólki upp sökum aldurs. Hann segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og hlakkar til að takast á við ný verkefni. Forsaga málsins er sú að Jóni Arnari veitingamanni blöskraði fréttir af því að fólk yfir sextugt ætti erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Ákvað hann því að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. Yfir hundrað manns úr þessum aldurshópi sóttu um og eftir fjölmörg atvinnuviðtöl réð hann tíu manns. „Dóttir mín sem var á leiðinni til Akureyrar hringdi í pabba sinn og sagði að það væri verið að opna stað þar sem verið er að auglýsa eftir eldra fólki. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig sagði hún og mér fannst þetta svo flott, að það væri verið að bjóða eldra fólki að vinna,“ sagði Ólafur Sveinsson, 75 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. Ólafur hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan en hann hefur áratuga reynslu af þjónustustörfum. Það hefur Ingólfur Kristinn einnig. „Ég sá þessa skemmtilegu auglýsingu í blaðinu og hafði bara mikinn áhuga. Og ég tala nú ekki um þegar ég kom hérna og sá lookið á staðnum, allt hér til fyrirmyndar,“ sagði Ingólfur Kristinn Einarsson, 58 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. „Maður er búinn að heyra svo margar sögur um það að fólk sem komið er yfir 67 ára eða 70 ára og hefur áhuga á því að vinna meira, þá er það yfirleitt sett til baka í þjóðfélaginu og það er það sem mér finnst svo óskaplega ljótt,“ sagði Ólafur. Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria segir að flestir þeirra sem sóttu um hafi ítrekað sótt um allls konar vinnu eftir að þeim var sagt upp vegna aldurs en alltaf fengið höfnun. „Nokkrir voru búnir að sækja um og sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp! Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott,“ sagði Jón Arnar. Nauðsynlegt að geta hitt fólk Ólafur segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og því sé nauðsynlegt að fólk sem komið er á aldur fái að vinna langi það til þess. „Þetta er ekki bara vinna, þetta er líka það að vera innan um fólk. Þú sérð það bara hér að vera innan um fólk í stað þess að vera heima hjá sér og horfa kannski á sjónvarpið. En það er fullt af fólki sem á ekki þennan möguleika að vera innan um annað fólk. Mér finnst þetta vera hluti af því að geta farið út og hitt fólk,“ sagði Ólafur. Aðrir veitingastaðir farnir að ráða eldra fólk Jón Arnar segir að framtakið hafi vakið gríðarlega athygli. „Meðal annars veitingamenn byrjaðir að hringja í mig og segja: Hey getum við fengið affallið hjá þér, sem er bara geggjað og svarið var já það er ekkert mál, Endilega. Þannig að það er greinilega orðin mikil vakning og það er líka tilgangurinn. Að við myndum vakna og fara að gera eitthvað í þessu.“ „Mér finnst það bara meiriháttar, maður er búinn að lesa um svo marga sem hafa verið að leita að vinnu og ekki fengið neitt í lengri tíma þannig mér finnst þetta bara mjög virðingarvert,“ sagði Ingólfur. „Svo er ein skemmtileg saga um konu sem missti manninn sinn fyrir ári síðan. Hún var búin að eiga erfiðan tíma og sá auglýsinguna og hugsaði: Nú fer ég af stað og hún kom, sótti um og vinnur tvö til þrjú kvöld í viku og hún sagðist ekki geta beðið eftir því að fá að koma. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri svona sögur. Þetta er ótrúlegt, þetta er magnað,“ sagði Jón Arnar. Hlakkar til að takast á við verkefnið Ólafur segir að það hafi verið nokkuð ráðandi að í veitingageiranum sé ungt fólk helst ráðið í þjónustustörf. Hann segir fólk á sínum aldri ekki síðri starfskraftur og hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. „Það verður gaman að geta farið út að vinna. Tilhlökkun? Já það verður bara mjög skemmtilegt.“ Vinnumarkaður Veitingastaðir Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Jóni Arnari veitingamanni blöskraði fréttir af því að fólk yfir sextugt ætti erfitt með að fá vinnu sökum aldurs. Ákvað hann því að óska sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri. Yfir hundrað manns úr þessum aldurshópi sóttu um og eftir fjölmörg atvinnuviðtöl réð hann tíu manns. „Dóttir mín sem var á leiðinni til Akureyrar hringdi í pabba sinn og sagði að það væri verið að opna stað þar sem verið er að auglýsa eftir eldra fólki. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig sagði hún og mér fannst þetta svo flott, að það væri verið að bjóða eldra fólki að vinna,“ sagði Ólafur Sveinsson, 75 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. Ólafur hætti að vinna fyrir fjórum árum síðan en hann hefur áratuga reynslu af þjónustustörfum. Það hefur Ingólfur Kristinn einnig. „Ég sá þessa skemmtilegu auglýsingu í blaðinu og hafði bara mikinn áhuga. Og ég tala nú ekki um þegar ég kom hérna og sá lookið á staðnum, allt hér til fyrirmyndar,“ sagði Ingólfur Kristinn Einarsson, 58 ára starfsmaður á Grazie Trattoria. „Maður er búinn að heyra svo margar sögur um það að fólk sem komið er yfir 67 ára eða 70 ára og hefur áhuga á því að vinna meira, þá er það yfirleitt sett til baka í þjóðfélaginu og það er það sem mér finnst svo óskaplega ljótt,“ sagði Ólafur. Jón Arnar Guðbrandsson, veitingamaður og eigandi Grazie Trattoria segir að flestir þeirra sem sóttu um hafi ítrekað sótt um allls konar vinnu eftir að þeim var sagt upp vegna aldurs en alltaf fengið höfnun. „Nokkrir voru búnir að sækja um og sækja um og ein var búin að gefast upp og hafði ekki sótt um í tvö eða tvö og hálft ár. Hún sagði bara: Ég var búin að gefast upp, mig langaði að vinna meira en það gekk ekki upp! Og maður fann það alveg að það var pínu stress yfir því að það væri kannski bara of gamalt eða ekki nógu gott,“ sagði Jón Arnar. Nauðsynlegt að geta hitt fólk Ólafur segir mikinn félagsskap fólginn í vinnu og því sé nauðsynlegt að fólk sem komið er á aldur fái að vinna langi það til þess. „Þetta er ekki bara vinna, þetta er líka það að vera innan um fólk. Þú sérð það bara hér að vera innan um fólk í stað þess að vera heima hjá sér og horfa kannski á sjónvarpið. En það er fullt af fólki sem á ekki þennan möguleika að vera innan um annað fólk. Mér finnst þetta vera hluti af því að geta farið út og hitt fólk,“ sagði Ólafur. Aðrir veitingastaðir farnir að ráða eldra fólk Jón Arnar segir að framtakið hafi vakið gríðarlega athygli. „Meðal annars veitingamenn byrjaðir að hringja í mig og segja: Hey getum við fengið affallið hjá þér, sem er bara geggjað og svarið var já það er ekkert mál, Endilega. Þannig að það er greinilega orðin mikil vakning og það er líka tilgangurinn. Að við myndum vakna og fara að gera eitthvað í þessu.“ „Mér finnst það bara meiriháttar, maður er búinn að lesa um svo marga sem hafa verið að leita að vinnu og ekki fengið neitt í lengri tíma þannig mér finnst þetta bara mjög virðingarvert,“ sagði Ingólfur. „Svo er ein skemmtileg saga um konu sem missti manninn sinn fyrir ári síðan. Hún var búin að eiga erfiðan tíma og sá auglýsinguna og hugsaði: Nú fer ég af stað og hún kom, sótti um og vinnur tvö til þrjú kvöld í viku og hún sagðist ekki geta beðið eftir því að fá að koma. Ég fæ gæsahúð þegar ég heyri svona sögur. Þetta er ótrúlegt, þetta er magnað,“ sagði Jón Arnar. Hlakkar til að takast á við verkefnið Ólafur segir að það hafi verið nokkuð ráðandi að í veitingageiranum sé ungt fólk helst ráðið í þjónustustörf. Hann segir fólk á sínum aldri ekki síðri starfskraftur og hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. „Það verður gaman að geta farið út að vinna. Tilhlökkun? Já það verður bara mjög skemmtilegt.“
Vinnumarkaður Veitingastaðir Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir „Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
„Þetta er það ótrúlegasta sem ég hef lent í“ Veitingamaður sem ákvað að auglýsa sérstaklega eftir starfsfólki sextíu ára og eldri segir viðbrögð við auglýsingunni það ótrúlegasta sem hann hafi lent í. Hann segir ótal kosti við þennan hóp starfsfólks og telur mikla aldursfordóma ríkja í samfélaginu. 20. mars 2022 20:00