Störfin fyrir flóttamenn allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2022 23:05 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stöð 2 Um tvö hundruð störf eru nú í boði fyrir flóttafólk hér á landi eftir að Vinnumálastofnun auglýsti eftir störfum fyrir hópinn. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir miklu máli skipta fyrir aðlögun fólksins hér á landi að geta fengið vinnu. Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20