Vinnumarkaður

Fréttamynd

Taldi Skattinn aftur hafa gengið fram hjá sér vegna kyn­ferðis

Skatturinn braut ekki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna þegar kona var ráðin í starf sérfræðings á Eftirlis-og rannsóknasviði hjá stofnuninni. Þetta er niðurstaða kærunefndar jafnréttismála. Um er að ræða í annað sinn á þremur árum sem maðurinn kærir ráðningu embættisins til nefndarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Mjúk lending í karla­ríkinu á Kefla­víkur­flug­velli

Í áratugi var það þannig að karlar réðu lögum og lofum hér við viðhald flugvéla hjá Icelandair. Það er nú svosem þannig enn þá í dag en nú eru þeir að minnsta kosti ekki aleinir um hituna. Konur eru í auknum mæli að sækja inn á svið flugvirkjunar og nú er svo komið að aldrei hafa fleiri kvenkyns flugvirkjar verið starfandi hjá félaginu.

Lífið
Fréttamynd

Bætur aftur­virkar og ó­þarfi að sækja um strax

Í ljósi aðstæðna munu umsóknir um atvinnuleysisbætur gilda frá því að almannavarnir ákváðu að rýma Grindavík. Það er því ekki nauðsynlegt að sækja strax um atvinnuleysisbætur meðan óvissa er til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir millistjórnendur fá ekki krónu eftir upp­sögn

Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af því að hafa staðið ólöglega að uppsögnum fjögurra fyrrverandi millistjórnenda spítalans í tengslum við skipulagsbreytingar. Starfsmennirnir kröfðust tuttugu til þrjátíu milljóna króna hver í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenska ríkið sýknað og kröfu Björns vísað frá dómi

Landsréttur hefur sýknað íslenska ríkið og snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn Kjara-og mannauðssýslu ríkisins. Kröfu Björns um miskabætur vegna uppsagnar hans árið 2021 hefur því verið vísað frá.

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu milljónir í bætur eftir upp­sögn í skugga ein­eltis­máls

Konu, sem var um skamman tíma starfsmannastjóri Kópavogsbæjar, voru dæmdar tuttugu milljónir króna í skaða- og miskabætur í Landsrétti í dag. Henni var sagt upp störfum þegar staða hennar var lögð niður vegna skipulagsbreytinga árið 2020 en hafði sama ár verið sökuð um einelti í garð undirmanns.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Voru boðnar 100 þúsund krónur í bætur

Kristján Logason telur sig illa sviðinn eftir samskipti við hið opinbera. Hann sótti um starf sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn auglýsti laust til umsóknar en fékk ekki. Úrskurðarnefnd jafnréttismála hvað upp þann dóm að ólöglega hafi verið staðið að ráðningunni og þar við situr.

Innlent
Fréttamynd

Segja brotið á réttindum rúmenskra starfsmanna

Rafiðnaðarsamband Íslands segir að brotið hafi verið á réttindum rúmenskra starfsmanna hjá verktakafyrirtæki á Suðurlandi með því að afhenda þeim ekki launaseðla. Rúmensku starfsmennirnir hafi þannig ekki vitað hvað þeir höfðu í laun fyrir eða eftir skatta.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra vill skera niður laun kvenna sem halda hjólum sam­fé­lagsins gangandi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í Silfrinu í gærkvöld að ofbeldi gegn konum líktist farsótt sem taka þurfi á líkt og öðrum farsóttum. Þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar eru rétt og þessa farsótt verður að uppræta á íslenskum vinnumarkaði. Það kallar á endurmat á virði kvennastétta og viðhorfsbreytingu stjórnvalda sem með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi halda stórum kvennastéttum í helgreipum lágra launa.

Skoðun
Fréttamynd

Nokkrir vinnu­staðir sem ekki leyfa þátt­töku í kvenna­frí­deginum

Á morgun leggja konur og kvár niður störf sín og mun það hafa víðtæk áhrif á samfélagið. Ýmis starfsemi verður í lágmarki, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu og skólastarfi þar sem konur eru í afgerandi meirihluta. Formaður BSRB segir undirbúning ganga vel en enn séu atvinnurekendur á svokölluðum tossalista, sem ekki munu heimila þátttöku starfsmanna í dagskránni.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnu­rek­endur verði að upp­lýsa konur af er­lendum upp­runa

Kvennaverkfallið fer fram á morgun og hafa allar konur og kvár verið hvött til þess að leggja niður bæði launuð og ólaunuð störf og mæta á baráttufundi. Fjölmargir vinnustaðir hafa tilkynnt að þeir styðji sína starfsmenn og hafa undirbúið skerta starfsemi á morgun, svo sem flugfélögin, heilsugæslan og sundlaugar.

Innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmda­­stjóri SA ætlar ekki að taka þátt í verk­fallinu

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ætlar ekki að taka þátt í allsherjarverkfalli kvenna og kvára á þriðjudag. Hún leggur áherslu á að mikið hafi áunnist síðustu fimmtíu ár. Það skjóti skökku við að konur og kvár séu hvattar til að ganga úr störfum án þess að láta yfirmenn vita.

Innlent
Fréttamynd

Engin skylda að greiða laun í kvenna­verk­falli

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins segja eðlilegt að atvinnurekendur spyrji sig af hverju það er sjálfstætt markmið skipuleggjenda kvennaverkfalls á þriðjudag að valda atvinnulífinu sem mestu tjóni. Þá hvíli engin skylda á atvinnurekendum að greiða laun í fjarvistum vegna verkfallsins.

Innlent