Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:02 Ásdís Eir Símonardóttir er sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi en einnig driffjöður átaksverkefnisins Vertonet, sem nú telur um 1300 meðlimi. Í janúar mun Vertonet galopna fyrir verkfærakistunni Playbook Vertonet sem án efa mun nýtast mörgum vel. Vísir/Vilhelm „Já ég var ráðin driffjöður átaksverkefnisins sem mér finnst frábær titill og ég vona að fleiri muni taka upp,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir og hlær, en Ásdís sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi. Og driffjöður átaksverkefnis Vertonet! „Á hugarflugsfundi veltum við alls konar titlum fyrir okkur. Verkefnastjóri eða talskona voru til dæmis möguleikar sem voru nefndir. En mér fannst það ekki ná að grípa það að hlutverkið mitt er að drífa átaksverkefnið áfram og stuðla að því að Playbook Vertonet verði til og gagnist þá sem flestum,“ segir Ásdís og vísar þar til verkfærakistunnar Playbook Vertonets sem við fáum að heyra meira um í dag. Vertonet eru samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi. Markmið samtakanna er að skapa vettvang fyrir konur og kvár til að tengjast, fræðast, styðja hvert annað og síðast en ekki síst að auka fjölbreytileika í greininni. Um 1300 meðlimir eru í Vertonet. Átaksverkefni Vertonet hefur nú þegar staðið yfir síðan í júní 2022 þegar rúmlega 20 fyrirtæki, menntastofnanir og hagsmunasamtök í upplýsingatækni tóku höndum saman um að auka nýliðun kvenna og kvára í upplýsingatækni. „Samtök Iðnaðarins hafa talað fyrir því að til að mæta þörfum atvinnulífsins er vöntun á 9.000 sérfræðingum í hugverkaiðnaði á Íslandi á næstu fimm árum. Við sjáum fyrir okkur að ef við náum að fá fleiri konur og kvár í upplýsingatæknigeirann, séum við að vinna að því að leysa úr því að hluta. Það hefst ekkert endilega allt með því að ráða aðeins erlenda sérfræðinga.“ Í tilefni átaksverkefnis Vertonet, rýnir Atvinnulífið í málið í dag og á morgun. Vandanum viðhaldið Ásdís segir ákveðinn vanda hafa steðjað að í íslensku atvinnulífi um nokkurt skeið. „Mörg fyrirtæki vinna að því að fá fleiri konur til starfa hjá sér í upplýsingatækninni. En þar sem það eru alltof fáar konur í geiranum, enda fyrirtæki með að lokka til sín konur úr öðrum fyrirtækjum til að starfa hjá sér. Sem auðvitað leysir engan vanda, heldur viðheldur honum,“ segir Ásdís og bætir við: Annað vandamál er síðan að konur eru líklegri en karlar til að hætta í geiranum. Þannig að til viðbótar við að það vanti fleiri konur, þá helst fyrirtækjum ekki eins vel á konum í upplýsingatæknistörfum.“ Alls kyns rannsóknir styðji við það að fjölbreyttari hópar eru líklegri til að ná betri árangri og jafnvel mun meira forskoti en einsleitari hópar. „Og maður finnur alveg fyrir því að mörg fyrirtæki vilja virkilega ná meiri fjölbreytni og ráða fleiri konur til sín. Þess vegna verðum við að vinna að málunum í víðu samhengi, bæði í samfélaginu, skólakerfinu og á vinnustöðum, þannig að stelpur fái aukinn áhuga á að koma inn í þau fjölbreyttu og spennandi störf sem eru í upplýsingatækni.“ Með fjölbreytni sé þó mikilvægt að horfa ekki aðeins á áskoranir með kynjatvíhyggjugleraugunum einum saman. „Í upphafi var Vertonet samtök kvenna í upplýsingatækni. En það styður vel við það markmið að auka á fjölbreytnina innan geirans að vera samtök bæði kvenna og kvára .“ Ásdís segir Vertonet hljóta mikinn stuðning, bæði þeirra fyrirtækja og háskóla sem standa að átaksverkefninu, en öðrum forsvarsmönnum líka. Sem dæmi má nefna opnaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, viðburð á vegum Vertonet þann 13. nóvember síðastliðinn, þar sem lagður var grunnur að Playbook Vertonet, leiðarvísi um fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu. „Áslaug Arna og Ásmundur Daði hafa líka stutt vel við átaksverkefnið og talað fyrir því,“ nefnir hún sem dæmi. Ásdís segir þann vanda á íslenskum vinnumarkaði að þar sem það eru svo fáar konur í upplýsingatæknigeiranum séu fyrirtæki að lokka konur frá öðrum vinnustöðum til sín. Sem leysir engan vanda heldur viðheldur honum. Playbook Vertonet er leið til að fá fleiri stelpur til að fá áhuga á greininni.Vísir/Vilhelm Playbook Vertonet En snúum okkur þá að verkfærakistunni; Playbook Vertonet. Lýsingin á Playbook Vertonet hljómar svona: Leiðarvísirinn Playbook Vertonet verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildandi vinnustaðamenningu. Við trúum því að inngildandi vinnustaðamenning auki líkur á að stelpur, konur og kvár líti á upplýsingatækni sem fýsilegan kost fyrir sig, og endist lengur í geiranum. Ásdís segir Playbook Vertonet fyrst og fremst verða hagnýtt verkfæri. „Oft reynist stjórnendum erfitt að vinna markvisst að því að ólíkir hópar þrífist á vinnustaðnum og verkfærakistan mun luma á allskonar góðum ráðum til þess. Að sama skapi mun starfsfólk í geiranum deila reynslusögum um sína upplifun í starfi – góða og ekki jafn góða – og veita þannig innblástur til umbóta á allskonar frá ráðningu til starfsloka,“ segir Ásdís. Með notkuninni er leiðarvísinum ætlað að bæta vinnustaðamenningu og auka inngildingu, til dæmis þannig að fyrirtækjum haldist betur á konum og kvárum í starfi innan upplýsingatækninnar. Ætlunin er að gefa út Playbook Vertonet í janúar næstkomandi, en í heild sinni hljómar innihaldslýsingin svona: Playbook Vertonet verður hagnýtt verkfæri fyrir fólk sem vill stuðla að jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu á sínum vinnustað - stútfullt af góðum ráðum og reynslusögum. Playbook Vertonet er kaflaskipt eftir ferðalagi starfsfólks eða “employee journey”, frá ráðningu að starfslokum. Hver kafli er eins uppbyggður og mun innihalda góð ráð, tékklista, mælikvarða, reynslusögur og hlekki í rannsóknir, fleiri verkfæri og ítarefni. Ásdís segir lykilinn að góðri vinnustaðamenningu að hún sé inngildandi fyrir ólíka hópa. Þótt fyrsta skref Vertonet hafi verið að rýna í málin með kynjagleraugunum muni þróunin á Playbook Vertonet halda áfram eins og samtal. Þar sem fleiri gleraugu verða sett upp síðar. Vísir/Vilhelm Ásdís segir vinnuna ganga vel. „Við erum að setja kjöt á beinin núna.“ Ásdís er mjög ánægð með átaksverkefnið og segir mikla og dýrmæta vinnu nú þegar hafa verið unna. ,,Í fyrsta fasa verkefnisins var byrjað á því að kortleggja stöðuna og móta aðgerðaáætlun. Í þessum fasa vorum við til dæmis að tengja saman fólk, skóla og fyrirtæki innan geirans og fá aðila til að stilla saman sína strengi. Því öll sem að verkefninu standa trúum því að átaksverkefnið muni greiða fyrir auknum fjölbreytileika í geiranum og að afurð eins og Playbook styðji við inngildinguna þannig að markmiðið takist til langstíma.“ Ýmislegt hafi lærst í þessari vinnu. ,,Við styðjumst til dæmis við rannsóknir og reynslu fyrirtækja sem hafa náð árangri og nýtum til að safna saman alls kyns mælikvarða sem fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk geta nýtt sér. Í hverjum kafla er því texti með góðum ráðum og tillögum að mælikvörðum til að fylgast með eða setja sér markmið miðað við hvað verið er að vinna að hverju sinni.“ Það er ljóst að driffjöðurinn Ásdís trúir því að Playbook Vertonet geti svo sannarlega gert mikið gagn. ,,Frá og með janúar 2025 verður Playbook Vertonet galopið fyrir öll þau sem vilja nýta sér verkfærakistuna. En það er ekki þar með sagt að samtalinu sé lokið. Því hugmyndin er einmitt að halda áfram að þróa verkfærakistuna og þá miðað við aðrar og fleiri áherslur,“ segir Ásdís og bætir við: „Við byrjuðum til dæmis með því að setja kynjagleraugun á nefið, í takt við áherslur átaksverkefnisins, en í framhaldinu er ætlunin að rýna og bæta með öðrum og fleiri gleraugum og svo framvegis. Enda er lykillinn að góðri vinnustaðamenningu að hún sé inngildandi fyrir ólíka hópa. Verkfærakistan sem við erum að smíða núna er því bara byrjunin á samtali sem mun halda áfram.“ Jafnréttismál Tækni Vinnumarkaður Sjálfbærni Starfsframi Tengdar fréttir „Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00 „Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“ „Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet. 22. maí 2024 07:00 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Og driffjöður átaksverkefnis Vertonet! „Á hugarflugsfundi veltum við alls konar titlum fyrir okkur. Verkefnastjóri eða talskona voru til dæmis möguleikar sem voru nefndir. En mér fannst það ekki ná að grípa það að hlutverkið mitt er að drífa átaksverkefnið áfram og stuðla að því að Playbook Vertonet verði til og gagnist þá sem flestum,“ segir Ásdís og vísar þar til verkfærakistunnar Playbook Vertonets sem við fáum að heyra meira um í dag. Vertonet eru samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi. Markmið samtakanna er að skapa vettvang fyrir konur og kvár til að tengjast, fræðast, styðja hvert annað og síðast en ekki síst að auka fjölbreytileika í greininni. Um 1300 meðlimir eru í Vertonet. Átaksverkefni Vertonet hefur nú þegar staðið yfir síðan í júní 2022 þegar rúmlega 20 fyrirtæki, menntastofnanir og hagsmunasamtök í upplýsingatækni tóku höndum saman um að auka nýliðun kvenna og kvára í upplýsingatækni. „Samtök Iðnaðarins hafa talað fyrir því að til að mæta þörfum atvinnulífsins er vöntun á 9.000 sérfræðingum í hugverkaiðnaði á Íslandi á næstu fimm árum. Við sjáum fyrir okkur að ef við náum að fá fleiri konur og kvár í upplýsingatæknigeirann, séum við að vinna að því að leysa úr því að hluta. Það hefst ekkert endilega allt með því að ráða aðeins erlenda sérfræðinga.“ Í tilefni átaksverkefnis Vertonet, rýnir Atvinnulífið í málið í dag og á morgun. Vandanum viðhaldið Ásdís segir ákveðinn vanda hafa steðjað að í íslensku atvinnulífi um nokkurt skeið. „Mörg fyrirtæki vinna að því að fá fleiri konur til starfa hjá sér í upplýsingatækninni. En þar sem það eru alltof fáar konur í geiranum, enda fyrirtæki með að lokka til sín konur úr öðrum fyrirtækjum til að starfa hjá sér. Sem auðvitað leysir engan vanda, heldur viðheldur honum,“ segir Ásdís og bætir við: Annað vandamál er síðan að konur eru líklegri en karlar til að hætta í geiranum. Þannig að til viðbótar við að það vanti fleiri konur, þá helst fyrirtækjum ekki eins vel á konum í upplýsingatæknistörfum.“ Alls kyns rannsóknir styðji við það að fjölbreyttari hópar eru líklegri til að ná betri árangri og jafnvel mun meira forskoti en einsleitari hópar. „Og maður finnur alveg fyrir því að mörg fyrirtæki vilja virkilega ná meiri fjölbreytni og ráða fleiri konur til sín. Þess vegna verðum við að vinna að málunum í víðu samhengi, bæði í samfélaginu, skólakerfinu og á vinnustöðum, þannig að stelpur fái aukinn áhuga á að koma inn í þau fjölbreyttu og spennandi störf sem eru í upplýsingatækni.“ Með fjölbreytni sé þó mikilvægt að horfa ekki aðeins á áskoranir með kynjatvíhyggjugleraugunum einum saman. „Í upphafi var Vertonet samtök kvenna í upplýsingatækni. En það styður vel við það markmið að auka á fjölbreytnina innan geirans að vera samtök bæði kvenna og kvára .“ Ásdís segir Vertonet hljóta mikinn stuðning, bæði þeirra fyrirtækja og háskóla sem standa að átaksverkefninu, en öðrum forsvarsmönnum líka. Sem dæmi má nefna opnaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, viðburð á vegum Vertonet þann 13. nóvember síðastliðinn, þar sem lagður var grunnur að Playbook Vertonet, leiðarvísi um fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu. „Áslaug Arna og Ásmundur Daði hafa líka stutt vel við átaksverkefnið og talað fyrir því,“ nefnir hún sem dæmi. Ásdís segir þann vanda á íslenskum vinnumarkaði að þar sem það eru svo fáar konur í upplýsingatæknigeiranum séu fyrirtæki að lokka konur frá öðrum vinnustöðum til sín. Sem leysir engan vanda heldur viðheldur honum. Playbook Vertonet er leið til að fá fleiri stelpur til að fá áhuga á greininni.Vísir/Vilhelm Playbook Vertonet En snúum okkur þá að verkfærakistunni; Playbook Vertonet. Lýsingin á Playbook Vertonet hljómar svona: Leiðarvísirinn Playbook Vertonet verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildandi vinnustaðamenningu. Við trúum því að inngildandi vinnustaðamenning auki líkur á að stelpur, konur og kvár líti á upplýsingatækni sem fýsilegan kost fyrir sig, og endist lengur í geiranum. Ásdís segir Playbook Vertonet fyrst og fremst verða hagnýtt verkfæri. „Oft reynist stjórnendum erfitt að vinna markvisst að því að ólíkir hópar þrífist á vinnustaðnum og verkfærakistan mun luma á allskonar góðum ráðum til þess. Að sama skapi mun starfsfólk í geiranum deila reynslusögum um sína upplifun í starfi – góða og ekki jafn góða – og veita þannig innblástur til umbóta á allskonar frá ráðningu til starfsloka,“ segir Ásdís. Með notkuninni er leiðarvísinum ætlað að bæta vinnustaðamenningu og auka inngildingu, til dæmis þannig að fyrirtækjum haldist betur á konum og kvárum í starfi innan upplýsingatækninnar. Ætlunin er að gefa út Playbook Vertonet í janúar næstkomandi, en í heild sinni hljómar innihaldslýsingin svona: Playbook Vertonet verður hagnýtt verkfæri fyrir fólk sem vill stuðla að jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu á sínum vinnustað - stútfullt af góðum ráðum og reynslusögum. Playbook Vertonet er kaflaskipt eftir ferðalagi starfsfólks eða “employee journey”, frá ráðningu að starfslokum. Hver kafli er eins uppbyggður og mun innihalda góð ráð, tékklista, mælikvarða, reynslusögur og hlekki í rannsóknir, fleiri verkfæri og ítarefni. Ásdís segir lykilinn að góðri vinnustaðamenningu að hún sé inngildandi fyrir ólíka hópa. Þótt fyrsta skref Vertonet hafi verið að rýna í málin með kynjagleraugunum muni þróunin á Playbook Vertonet halda áfram eins og samtal. Þar sem fleiri gleraugu verða sett upp síðar. Vísir/Vilhelm Ásdís segir vinnuna ganga vel. „Við erum að setja kjöt á beinin núna.“ Ásdís er mjög ánægð með átaksverkefnið og segir mikla og dýrmæta vinnu nú þegar hafa verið unna. ,,Í fyrsta fasa verkefnisins var byrjað á því að kortleggja stöðuna og móta aðgerðaáætlun. Í þessum fasa vorum við til dæmis að tengja saman fólk, skóla og fyrirtæki innan geirans og fá aðila til að stilla saman sína strengi. Því öll sem að verkefninu standa trúum því að átaksverkefnið muni greiða fyrir auknum fjölbreytileika í geiranum og að afurð eins og Playbook styðji við inngildinguna þannig að markmiðið takist til langstíma.“ Ýmislegt hafi lærst í þessari vinnu. ,,Við styðjumst til dæmis við rannsóknir og reynslu fyrirtækja sem hafa náð árangri og nýtum til að safna saman alls kyns mælikvarða sem fyrirtæki, stjórnendur og starfsfólk geta nýtt sér. Í hverjum kafla er því texti með góðum ráðum og tillögum að mælikvörðum til að fylgast með eða setja sér markmið miðað við hvað verið er að vinna að hverju sinni.“ Það er ljóst að driffjöðurinn Ásdís trúir því að Playbook Vertonet geti svo sannarlega gert mikið gagn. ,,Frá og með janúar 2025 verður Playbook Vertonet galopið fyrir öll þau sem vilja nýta sér verkfærakistuna. En það er ekki þar með sagt að samtalinu sé lokið. Því hugmyndin er einmitt að halda áfram að þróa verkfærakistuna og þá miðað við aðrar og fleiri áherslur,“ segir Ásdís og bætir við: „Við byrjuðum til dæmis með því að setja kynjagleraugun á nefið, í takt við áherslur átaksverkefnisins, en í framhaldinu er ætlunin að rýna og bæta með öðrum og fleiri gleraugum og svo framvegis. Enda er lykillinn að góðri vinnustaðamenningu að hún sé inngildandi fyrir ólíka hópa. Verkfærakistan sem við erum að smíða núna er því bara byrjunin á samtali sem mun halda áfram.“
Jafnréttismál Tækni Vinnumarkaður Sjálfbærni Starfsframi Tengdar fréttir „Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00 „Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“ „Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet. 22. maí 2024 07:00 „Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Oft sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn“ „Þetta er ekkert svo flókið og snýst ekkert um það að fólk þurfi að passa sig á því hvort það eigi að segja hún, hann eða hán. Þetta snýst meira um þá sem rangkynja meðvitað, sem oft eru sömu aðilar og verða öskureiðir ef þú rangkynjar köttinn þeirra eða hundinn,“ útskýrir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. 24. maí 2024 07:00
„Ég var pæja sem vildi ekki vera með ljótan gulan hatt á hausnum“ „Það er fyrirséð að um allan heim mun vanta fleira fólk í tæknigeirann í framtíðinni. Það er skortur á fólki nú þegar og fyrirséð að sá skortur er. Þannig að óháð öllu öðru, þá er það líka einfaldlega staðreynd að samfélögum vantar að fá fleiri konur til að velja tækni,“ segir Lena Dögg Dagbjartsdóttir, verkefnastjóri Vertonet. 22. maí 2024 07:00
„Fengum ítrekað að heyra að það væru bara engar konur“ „Í atvinnulífinu er síaukin eftirspurn eftir fólki með þekkingu á netkerfum, hýsingu og þessum rekstrarhluta tæknarinnar. Það hefur verið fjölgun á konum sem sækja nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði en nám í kerfisstjórn hefur setið svolítið eftir. Þess vegna vildum við athuga hvort einhverjar konur þarna úti hefðu kannski áhuga á þessu,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Advania um það hvers vegna Advania, Íslandsbanki, NTV og Prómennt tóku höndum saman um að styrkja eina konu til náms í kerfisstjórnun. 10. febrúar 2021 07:00
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. 20. apríl 2023 07:02