Bolungarvík

Fréttamynd

Aðgerðir hertar á norðanverðum Vestfjörðum

Leikskólum og grunnskólum á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík verður lokað frá og með morgundeginum, 6. apríl, vegna aðstæðna á norðanverðum Vestfjörðum í ljósi COVID-19 sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Grunur um að fjórði íbúinn á Bergi sé smitaður

Á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru 3 veikir af Covid -19 og einn í viðbót er með einkenni og kominn í einangrun. Sjö aðrir íbúar eru í sóttkví. Stór hluti starfsmanna er í sóttkví og í þeim hópi er einnig farið að bera á einkennum sjúkdómsins.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir mögulega hertar víðar samhliða smitrakningu

Allt skólahald hefur verið fellt niður í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði og mega ekki fleiri en fimm koma saman á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir mögulegt að aðgerðir verði hertar víðar á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Fimmtán smit til viðbótar greind á Vestfjörðum

Frá því að hertar sóttvarnaraðgerðir voru kynntar í hluta norðanverðra Vestfjarða hafa 15 smit til viðbótar greinst. Alls eru þá 24 smitaðir og eru þeir allir staðsettir í Bolungarvík eða í Ísafjarðarbæ.

Innlent
Fréttamynd

Mál Eyþórs Inga alvarlegt og alls ekki einsdæmi

Réttindagæslumaður fatlaðs drengs telur að stjórnvöld eigi að biðja hann afsökunar á að hafa vísað honum með nokkurra daga fyrirvara úr skammtímavistun og lögmaður hans segir framhaldsskólalög hafa verið brotin þegar honum var meinuð innganga í skóla. Byggðasamlag Vestfjarða harmar meðferðina á drengnum.

Innlent
Fréttamynd

Blóðug handaför, horfin lyf og niðurbrotin fjölskylda eftir innbrot í bæjarferð á sjúkrahús

Ung fjölskylda í Bolungavík óskar nú eftir því að þeir sem búi í grennd við tjaldsvæðið á Víðistaðatúni í Hafnarfirði kanni myndavélar eða láti lögreglu vita hafi þeir orðið varir við grunsamlegar mannaferðir við tjaldsvæðið síðdegis í gær. Bíræfnir bófar stálu öllu steini léttara úr hjólhýsi fjölskyldunnar á meðan hún var í heimsókn hjá læknum á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Ungur drengur brenndist í Aðalvík á Hornströndum

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Nú síðast í Aðalvík eftir að tilkynning barst um að ungur drengur hafi brennst. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir í Öræfum ferðamann sem hafði slasast og lent í sjálfheldu við Svínafellsjökul í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bæjarhátíðir haldnar um land allt

Nú fer í hönd ein stærsta ferðahelgi ársins en nóg er um að vera víða um land og eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Heilar sjö bæjarhátíðir fara fram helgina 6-.7. júlí í ár.

Lífið
Fréttamynd

Grísirnir mættir í Bolungarvík

Bolvíkingar tóku í gærkvöldi á móti nýjustu íbúum sveitarfélagsins. Um er að ræða nafnlausu grísina tvo sem til stendur að beita á kerfil í bæjarlandinu.

Innlent