Léttir til yfir Vestfjörðum: Þriðji dagurinn í röð sem enginn greinist Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 12:45 Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir það miklar gleðifréttir að enginn hafi greinst með Covid-19 síðustu þrjá daga. Vísir Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Hluti heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolgunarvík sem höfðu sýkst af Covid-19 hafa nú greinst neikvæðir fyrir veirunni og er batnað. Þetta eru mikil gleðitíðindi að sögn forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enginn hefur greinst með kórónuveiruna á Vestfjörðum síðustu þrjá daga. Hátt í hundrað manns hafa greinst með Covid-19 sjúkdóminn á Vestfjörðum í heildina og hafa hertar aðgerðir verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því um miðjan apríl. Samkomubann hefur miðast við fimm manns og leik og grunnskólar verið lokaðir nema fyrir börn á forgangslistum. Nú er að birta til að sögn Gylfa Ólafssonar, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. „Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem ekkert smit greindist í kjálkanum. Það eru miklar gleðifréttir. Við teljum þó ennþá að það séu einhverjar líkur á að einhver smit greinist næstu daga þannig tíminn verður að leiða í ljós hvernig þróunin er,“ segir Gylfi. Á fimmtudag og föstudag skimaði Íslensk erfðagreining fyrir veirunni á Patreksfirði. Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum. „Þar hafa ekki verið smit þannig við teljum afar ósennilegt að það séu mörg smit sem muni finnast en það voru rúmlega fjögur hundruð sýni sem voru tekin þá,“ segir Gylfi. Ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík hefur verið afar erfitt vegna Covid-sýkinga, sjö af ellefu íbúum sýktust af Covid-19 og létust tveir. Ellefu starfsmenn sýktust og fjöldi starfsmanna voru settir í sóttkví. „Þar höfum við verið að taka sýni hjá heimilisfólki og sumir hafa verið að jafna sig og greinast þá neikvæðir í prófunum en það eru ekki allir búnir að jafna sig en fólk virðist plumma sig ansi vel. Á sama tíma er starfsfólk sem fór í sóttkví í fyrstu syrpunni að koma aftur til starfa og þeir sem smituðust eru líka að jafna sig og munu þurfa að vera heima eitthvað áfram en geta svo komið til starfa,“ segir Gylfi. Hertum aðgerðum á Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri lýkur á miðnætti. „Og þá munu þeir staðir fylgja landsreglunum um smitgát en það er ennþá um ótímabundin tíma í gildi hertar aðgerðir á Ísafirði, Hnífsdal og í Bolungarvík og það er fundur á morgun til að fjalla um áframhald þeirra aðgerða,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bolungarvík Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira