Aflétta hertum aðgerðum í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2020 15:43 Þingeyri er eitt af þeim þorpum þar sem slakað verður á hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Egill Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið í samráði við landlækni og sóttvarnalækni að slaka á hertum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins í fjórum þorpum á norðanverðum Vestfjörðum, það er í Súðavík, á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Þetta þýðir að frá 26. apríl næstkomandi munu þær almennu reglur sem eru í gildi hér á landi varðandi samkomubann og annað vegna faraldursins gilda í þessum fjórum bæjum. Hertar aðgerðir verða hins vegar enn í gildi á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal. Þetta kom fram í máli Karls Vilbergssonar, lögreglustjóra á Vestfjörðum, á stöðufundi um Covid-19 í Ísafjarðarbæ sem hófst á Facebook klukkan 15 í dag. Hinar hertu aðgerðir tóku gildi á norðanverðum Vestfjörðum þann 5. apríl. Þær fela það í sér að leik- og grunnskólar eru lokaðir, samkomubann miðast við fimm manns og ekki mega meira en þrjátíu viðskiptavinir vera inni í stórum verslunum á sama tíma. Erfið og íþyngjandi ákvörðun Með ákvörðun almannavarna falla þessar hertu aðgerðir niður í áðurnefndum fjórum þorpum og mun þá tuttugu manna samkomubann taka gildi líkt og annars staðar á landinu. Hertar aðgerðir gilda hins vegar áfram á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal til að minnsta kosti 4. maí. „Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er gríðarlega erfið og íþyngjandi ákvörðun en við vonumst til þess að við getum farið að slaka enn frekar á þessum aðgerðum þann 4. maí en hvort við förum þá inn á landslínuna er erfitt að segja á þessari stundum. Við megum vera viðbúin því að þetta dragist eitthvað lengur hér hjá okkur á Ísafirði, í Bolungarvík og Hnífsdal,“ sagði Karl á fundinum í dag. Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, sagði rökin fyrir þessari ákvörðun þau að það hafi ekki verið að greinast ný smit í þessum fjórum litlu þorpum. Þá væru fá smit nú þegar til staðar og reynt væri að létta á aðgerðum í samræmi við það. Súsanna sagði ekki mörg smit á Ísafirði en það væri stutt til Bolungarvíkur og mikið af Bolvíkingum sæki sér þjónustu til Ísafjarðar. Það hafi til að mynda komið í ljós þegar ný smit hafi greinst að fólk væri að sækja sér þjónustu til dæmis í búðir og apótek í bænum. Þá minnti Súsanna á að veiran væri mjög lúmsk. Ekki mætti slaka á heldur ætti einmitt nú að spýta í lófana og halda áfram. Þá hvatti hún íbúa til að koma í sýnatöku við minnstu einkenni því það hafi sýnt sig að sumir sem greinst hafi með veiruna hafi lítil sem engin einkenni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Bolungarvík Súðavíkurhreppur Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira