Ísafjarðarbær Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. Innlent 3.12.2022 10:43 Fimm slösuðust í árekstri á Hnífsdalsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn. Innlent 2.12.2022 21:29 Nýr skólameistari ráðinn hjá Menntaskólanum á Ísafirði Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina. Viðskipti innlent 2.12.2022 18:45 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. Innlent 1.12.2022 22:20 Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. Viðskipti innlent 30.11.2022 20:13 Læknir fékk þriggja mánaða dóm fyrir brot gegn dætrum sínum Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var á dögunum dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn þremur dætrum sínum. Hann var hins vegar sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að meintu grófu ofbeldi gegn eiginkonu sinni Innlent 28.11.2022 20:06 Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. Innlent 28.11.2022 10:31 Byggja sjóböð í Önundarfirði Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum. Viðskipti innlent 28.11.2022 09:02 Íslenska í Ísafjarðarbæ Háskólasetur Vestfjarða hvað er nú það? Eitthvert súkkulaði? Ekki er ólíklegt að landslýður hafi ekki hugmynd um tilvist téðrar menntastofnunar. Það ber ekki að undrast. Háskólasetur Vestfjarða berar ekki bossann á Instagramm og Vestfirðir eru ekki heldur beinlínis í alfaraleið í hugum margra. Skoðun 25.11.2022 13:02 Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. Innlent 23.11.2022 21:21 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. Innlent 21.11.2022 09:16 Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn. Innlent 17.11.2022 20:12 Dúndurdiskó Bragi Valdimar hlaut verðlaun Jónasar Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Menning 16.11.2022 14:23 Snarræði áhafnar þyrlunnar bjargaði mannslífi Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans. Innlent 14.11.2022 07:00 Gul viðvörun gefin út á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum vegna norðaustan hvassviðris eða storms og snjókomu sem sé í vændum. Veður 9.11.2022 12:45 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. Innlent 8.11.2022 22:01 Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Innlent 6.11.2022 07:00 Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Innlent 5.11.2022 15:04 Fjölskylda Kristins ætlar að kæra ákvörðun lögreglu að fella niður rannsókn Fjölskylda Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi í Óshlíð árið 1973, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn. Innlent 4.11.2022 11:40 Lóðaskortur á Ísafirði Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. Innlent 30.10.2022 09:04 Arna Lára vann ritaraslaginn Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun. Innlent 29.10.2022 10:12 Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu á Ísafirði Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 25. október frá klukkan 17 til 19 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Innlent 25.10.2022 16:15 Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækist eftir ritaraembættinu Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. Innlent 19.10.2022 14:16 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Innlent 15.10.2022 07:01 Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri. Handbolti 13.10.2022 15:31 Koma Ísafirði á kort kvikmyndagerðamanna Piff hátíðin (Pigeon International Film Festival) hefst í Ísafjarðarbíói í dag og stendur fram á sunnudagkvöld. Opnunarhátíðin hefst kl. 17 og strax á eftir verður sýnd bútanska myndin Lunana: Yak in the classroom sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í febrúar. Lífið 13.10.2022 12:30 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. Innlent 9.10.2022 14:20 Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum. Innlent 9.10.2022 08:03 Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. Innlent 7.10.2022 20:20 Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Innlent 3.10.2022 20:31 « ‹ 6 7 8 9 10 11 12 13 14 … 31 ›
Um þrjátíu heilbrigðisstarfsmenn kallaðir á vakt vegna slyssins Um þrjátíu starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða voru kallaðir til vegna slyssins sem varð á Hnífsdalsvegi í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Töluverð hálka var á veginum í gær og þrjú flutt með flugi til Reykjavíkur. Yfirlögregluþjónn segir þau alvarlega slösuð. Innlent 3.12.2022 10:43
Fimm slösuðust í árekstri á Hnífsdalsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Hnífsdalsvegi fyrr í kvöld. Fimm eru slasaðir og komu inn á sjúkrahús á Ísafirði. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð. Tvær flugvélar fluttu þrjá af þeim slösuðu suður. Enginn er sagður látinn. Innlent 2.12.2022 21:29
Nýr skólameistari ráðinn hjá Menntaskólanum á Ísafirði Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina. Viðskipti innlent 2.12.2022 18:45
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. Innlent 1.12.2022 22:20
Skapa 500 störf og 12 milljarða úr smáræði af fiskroði Uppgangur líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði hefur verið ævintýralegur. Fyrirtækið framleiðir einstaklega græðandi umbúðir úr þorskroði sem oft á tíðum kemur í veg fyrir að aflima þurfi fólk. Verðmæti afurðanna er meira en alls sjávarfangs á Vestfjörðum að frátöldu fiskeldi. Viðskipti innlent 30.11.2022 20:13
Læknir fékk þriggja mánaða dóm fyrir brot gegn dætrum sínum Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var á dögunum dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn þremur dætrum sínum. Hann var hins vegar sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að meintu grófu ofbeldi gegn eiginkonu sinni Innlent 28.11.2022 20:06
Fræðafólki býðst að dvelja á æskuheimili Ólafs Ragnars Erlendum og íslenskum vísindamönnum, sérfræðingum og fræðafólki verður boðið að dvelja í tvær til sex vikur í Grímshúsi á Ísafirði. Grímur Kristgeirsson, faðir Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta, reisti húsið árið 1930. Innlent 28.11.2022 10:31
Byggja sjóböð í Önundarfirði Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum. Viðskipti innlent 28.11.2022 09:02
Íslenska í Ísafjarðarbæ Háskólasetur Vestfjarða hvað er nú það? Eitthvert súkkulaði? Ekki er ólíklegt að landslýður hafi ekki hugmynd um tilvist téðrar menntastofnunar. Það ber ekki að undrast. Háskólasetur Vestfjarða berar ekki bossann á Instagramm og Vestfirðir eru ekki heldur beinlínis í alfaraleið í hugum margra. Skoðun 25.11.2022 13:02
Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. Innlent 23.11.2022 21:21
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. Innlent 21.11.2022 09:16
Öll þjónusta við útlendinga í eina stofnun Félags- og vinnumarkaðsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp um að sameina Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur þannig að öll þjónusta við við innflytjendur, flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd verði á hjá einni stofnun. Hún á að taka til starfa á næsta ári og fá nýtt nafn. Innlent 17.11.2022 20:12
Dúndurdiskó Bragi Valdimar hlaut verðlaun Jónasar Bragi Valdimar Skúlason hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu eða riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu hennar, framgangi eða miðlun til nýrrar kynslóðar. Menning 16.11.2022 14:23
Snarræði áhafnar þyrlunnar bjargaði mannslífi Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans. Innlent 14.11.2022 07:00
Gul viðvörun gefin út á Vestfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Vestfjörðum vegna norðaustan hvassviðris eða storms og snjókomu sem sé í vændum. Veður 9.11.2022 12:45
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. Innlent 8.11.2022 22:01
Ókyrrð meðal eldri borgara á Ísafirði Félag eldri borgara á Ísafirði (FEBÍ) harmar að ekki hafi verið haft samráð við félagið áður en áform um væntanlega stækkun hjúkrunarheimilis bæjarins var kynnt. Líkur eru á að púttvöllur félagsins þurfi að víkja fyrir nýrri viðbyggingu. Innlent 6.11.2022 07:00
Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Innlent 5.11.2022 15:04
Fjölskylda Kristins ætlar að kæra ákvörðun lögreglu að fella niður rannsókn Fjölskylda Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í bílslysi í Óshlíð árið 1973, hefur ákveðið að kæra niðurstöðu lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn. Innlent 4.11.2022 11:40
Lóðaskortur á Ísafirði Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa. Innlent 30.10.2022 09:04
Arna Lára vann ritaraslaginn Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun. Innlent 29.10.2022 10:12
Bein útsending: Auðlindin okkar til umræðu á Ísafirði Streymt verður frá opnum fundi Auðlindarinnar okkar sem verður haldinn í dag, 25. október frá klukkan 17 til 19 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Innlent 25.10.2022 16:15
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sækist eftir ritaraembættinu Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, ætlar að blanda sér í baráttuna um embætti ritara á landsfundi Samfylkingarinnar 28. og 29. október næstkomandi. Alexandra Ýr van Erven, hefur þegar greint frá því að hún hyggist bjóða sig fram til endurkjörs. Innlent 19.10.2022 14:16
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. Innlent 15.10.2022 07:01
Harðverjar styrkja málefni sem stendur þeim nærri Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, mun láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju. Málefnið stendur leikmönnum liðsins nærri. Handbolti 13.10.2022 15:31
Koma Ísafirði á kort kvikmyndagerðamanna Piff hátíðin (Pigeon International Film Festival) hefst í Ísafjarðarbíói í dag og stendur fram á sunnudagkvöld. Opnunarhátíðin hefst kl. 17 og strax á eftir verður sýnd bútanska myndin Lunana: Yak in the classroom sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin nú í febrúar. Lífið 13.10.2022 12:30
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. Innlent 9.10.2022 14:20
Útfararbíll nýttur sem sendibíll á Ísafirði Útfararbíll á Ísafirði er óvenjulega mikið á ferðinni og vekur alltaf athygli þar sem hann kemur en hann er þó ekki að flytja lík á milli staða. Nei, bílinn er notaður, sem sendibíll fyrir tælenskan veitingastað í bænum. Innlent 9.10.2022 08:03
Golfkúluhundurinn Kjói á Ísafirði Hundurinn Kjói á Ísafirði er magnaður þegar kemur að golfi og golfíþróttinni því hann týnir upp í kjaftinn sinn allar golfkúlur, sem eru fyrir utan golfvöllinn í bænum. Hann tekur engar kúlur inn á vellinum, bara kúlurnar fyrir utan og skilar þeim til eiganda síns, sem er með mörg hundruð kúlur, sem Kjói hefur komið með heim. Innlent 7.10.2022 20:20
Íslandsmeistarinn í brauðtertugerð er Ísfirðingur Hún er ekki lengi að hrista brauðtertur fram úr erminni, hvort sem þær eru með rækjum, túnfiski, skinku, laxi eða einhverju allt öðru. Hér erum við að tala um Íslandsmeistarann í brauðtertugerð, sem býr á Ísafirði en skrapp örstutt til Reykjavíkur til að ná í titilinn. Innlent 3.10.2022 20:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent