Úr Bundesligunni á Ísafjörð: „Einstakt tækifæri“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2023 08:01 Jonas Maier hefur leikið með liðum á borð við Rhein-Neckar Löwen, Lemgo og Hamburg í Bundesliga. Handball World Þýskur handboltamarkvörður sem hefur leikið í deild þeirra bestu í heimalandinu flytur búferlum til Ísafjarðar í janúar til að leika með Herði í næstefstu deild á Íslandi. Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira
Jonas Maier á fínasta feril að baki í efstu og næstefstu deild í Þýskalandi og hefur meðal annars leikið með Rhein Neckar Löwen og Lemgo í þýsku Bundesligunni. Hann er enn aðeins 29 ára gamall og hefur leikið í næstefstu deild í Þýskalandi síðustu ár. Svo hvað fær mann í hans stöðu til að flytja á hjara veraldar til að spila handbolta? „Ég held að fyrir mig sé þetta einstakt tækifæri. Ég verð að grípa tækifærið núna því ég veit ekki hvort það býðst seinna. Ég greip það og ég held það hafi verið rétt ákvörðun,“ „Það er áhugavert fyrir mig að kynnast annarri menningu og öðruvísi fólki. Landslagið á Íslandi er ægifagurt og magnað. Þetta verður ævintýri en líka erfitt verkefni. Það er ákveðin ástæða fyrir því að ég kem til Harðar. Við höfum metnaðarfull markmið og ég er spenntur fyrir því að koma í janúar.“ Maier kveðst vita hvað hann er að fara út í þar sem hann kom fyrr í vetur hingað til lands til að kynna sér aðstæður. „Ég hafði aldrei áður komið til Íslands. Fólk hjá Herði útvegaði okkur flug til Íslands og sýndi okkur Ísafjörð og fólkið þar. Strax frá upphafi var ég mjög ánægður.“ Alexander Petersson var samherji Maiers og var í samskiptum við hann í aðdraganda skiptanna til Harðar.vísir/eva björk Maier lék undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein Neckar Löwen og var þar liðsfélagi Stefáns Rafn Sigurmannssonar og Alexanders Petersson. Hann fékk skilaboð frá Alexander eftir skiptin. „Hann óskaði mér til hamingju með skiptin til Harðar og líka Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður. Ég talaði mikið við þá í aðdragandanum og spurði þá margs. Það var hluti af minni ákvörðun og þeir gerðu þetta aðeins auðveldara fyrir mig.“ segir Maier. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Hörður Ísafjarðarbær Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Sjá meira