Fjallabyggð

Fréttamynd

Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum

Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu

Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði.

Innlent
Fréttamynd

Kaffi og grobb­sögur það besta við Himna­ríki

Það er allur gangur á því hve­nær og auð­vitað hvort menn komast til himna­ríkis, ef þeir á annað borð trúa á slíkt fyrir­bæri. En á Siglu­firði er að finna Himna­ríki, sem er ó­neitan­lega raun­veru­legt og það er opið hverjum þeim sem vill kíkja við í kaffi, laga bílinn sinn eða hrein­lega spjalla um þjóð­málin.

Lífið
Fréttamynd

Freyja komin til Reykjavíkur

Varðskipið Freyja, nýjasta fley Landhelgisgæslunar, kom til Reykjavíkur í fyrsta sinn síðdegis eftir siglingu frá heimahöfn sinni á Siglufirði. Þar hafði komu hennar til landsins verið fagnað með viðhöfn á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

„Að flagna er fararheill“ sagði forsetinn um Freyju

Koma varðskipsins Freyju í flota Landhelgisgæslunnar gjörbreytir björgunar- og öryggismálum Gæslunnar, að mati forstjóra hennar. Skipið muni gegna mikilvægu hlutverki í öryggi á norðurslóðum. Forseti Íslands og margmenni tóku á móti Freyju þegar hún sigldi í heimahöfn sína í fyrsta skipti á Siglufirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýja varðskipið lagt af stað til Siglufjarðar

Freyja, nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, lagði af stað til Íslands frá Rotterdam í Hollandi í dag. Skipið er væntanlegt til Sigulufjarðar á laugardag en það á að leysa varðskipið Tý af hólmi.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa heim­siglinguna frá Rotter­dam

Landhelgisgæslan fékk formlega afhent nýja varðskipið Freyju á fimmtudaginn. Áhöfn skipsins vinnur nú að því að undirbúa heimsiglinguna frá Rotterdam, þar sem skipið var í slipp.

Innlent
Fréttamynd

Rignir inn í öll herbergi á efstu hæð: „Þú keppir ekki við kára“

„Ég tek þessu bara af æðru­leysi og reyni að sjá spaugi­legu hliðarnar á þessu,“ segir Brynja Baldurs­dóttir lista­kona á Siglu­firði, sem missti í kvöld efsta lagið af þakinu á húsinu sínu, sem hún var ný­búin að láta skipta um, í stormi sem gengur yfir fjörðinn. Nú rignir beint inn á efstu hæðina hennar.

Innlent
Fréttamynd

Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði

Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Gera Freyju út frá Siglufirði

Landhelgisgæsla Íslands hefur gert samning um kaup á varðskipinu Freyju af Offshore Support GmbH. Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár verið notað til að þjónusta olíuiðnaðinni. Það verður gert út frá Siglufirði.

Innlent