Dýralæknar mátu að aflífa þyrfti Kasper eftir að hann beit mann „mjög illa“ í hendina Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 15:18 Að sögn lögreglu mátu dýralæknar og dýraeftirlitsmaður það svo að aflífa þyrfti hundinn Kasper eftir að hann beit 87 ára gamlan mann alvarlega í hendina. Samsett/Vísir Lögregla segir að hundur fjölskyldu á Siglufirði hafi bitið gamlan mann „mjög illa“ í hendina að ástæðulausu, hann hafi verið ógn við nágranna sína „í langan tíma“ og að dýraeftirlitsmaður og dýralæknar hafi metið það svo að aflífa þyrfti hundinn. Hundurinn Kasper, sem er blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei, beit mann á bensínstöðinni Olís á Siglufirði á fimmtudag. Kvöldið eftir kom lögreglan heim til fjölskyldu hundsins og tók hann. Díana Mirela, eigandi hundsins, segir að lögreglan hafi þá ekki gefið fjölskyldunni nein svör um hvað yrði um hundinn. Klukkutíma síðar hafi fjölskyldan fengið símtal frá lögreglunni þar sem þeim var tjáð að hundurinn hefði verið fluttur til Akureyrar og að það ætti að aflífa hann. Því hafi fjölskyldan ekki fengið að kveðja hundinn. Jafnframt telur Díana að lögreglan hafi sleppt því að setja hundinn í geðmat til að meta hvort þyrfti að aflífa hann eða ekki. Þá segir hún að fjölskyldan hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hundurinn var tekinn af lífi. Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“ Blaðamaður hafði samband við Eyþór Þórbergsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, með tölvupósti til að fá skýringar á máli hundsins og aðgerðum lögreglu. Í svari Eyþórs til blaðamanns sagði hann að hundurinn hafi bitið 87 ára gamlan mann „mjög illa í hendina án þess að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt nálgast hundinn.“ Jafnframt stóð í svari Eyþórs að hundurinn hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“. Þá segir í póstinum að „Dýraeftirlitsmaðurinn á Siglufirði og dýralæknir og héraðsdýralæknir á svæðinu“ hafi metið hundinn hættulegan og hafi metið það svo að það þyrfti að aflífa hann. Þess vegna hafi hundurinn verið svæfður. Í samráði við dýralækna mat dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar það svo að aflífa þyrfti Kasper.Vísir/Egill Eyþór benti blaðamanni svo á að hafa samband við dýraeftirlitsmann Fjallabyggðar og héraðsdýralækni fyrir frekari upplýsingar um málið. Blaðamaður spurði Eyþór einnig út í lýsingar fjölskyldunnar á skorti á samskiptum lögreglunnar við fjölskylduna, fyrir og eftir aflífun hundsins. Hann sagðist þá vita að fjölskyldunni hafi verið gefið tækifæri til að kveðja hundinn en þau hafi ekki viljað það. Þegar þessi orð voru borin undir Díönu sagði hún það ekki rétt, fjölskyldunni hefði ekki gefist kostur á að kveðja hundinn. Þá fannst henni undarlegt að heyra að dýralæknar hefðu framkvæmt mat á hundinum á jafn stuttum tíma og það tók. Ákvörðun tekin í samráði við dýralækna og lögreglu Þegar blaðamaður spurði héraðsdýralækni í umdæmi Norðurlands eystra út í málið sagði fulltrúi embættisins hins vegar „Enginn frá umdæmi héraðsdýralæknis kom að þessu máli“. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, staðfesti að héraðsdýralæknir hefði ekki komið nálægt málinu heldur heyrði málaflokkurinn undir sveitarfélag Fjallabyggðar. Síðasti dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar var, að sögn Ármanns, kominn á aldur og hættur og ekki væri enn búið að setja hlutverk eftirlitsmanns inn í starfslýsingu nýs starfsmanns. Þar af leiðandi heyrði málaflokkurinn undir deild Ármanns sem tók ákvörðunin í samráði við tvo dýralækna og lögregluna. Ármann segir enn fremur „í allri ákvarðanatöku í þessu máli var farið í einu og öllu eftir samþykkt um hundahald í Fjallabyggð.“ Í tíundu og elleftu grein þeirrar samþykktar standi skýrt hvernig eigi að taka á málum sem þessum. „Öll ákvarðanataka sem tekin var, miðast við samþykktina,“ sagði hann enn fremur en vildi þess utan ekki tjá sig frekar um málið. Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Í tíundu grein samþykktar Fjallabyggðar um hundahald sem ber heitið Árásarhundar og aðrir hættulegir hundar segir: „Hunda sem hætta er talin stafa af og hunda sem ráðast á menn eða skepnur, skal tilkynna til lögreglu þegar í stað, fjarlægja þegar í stað og færa í vörslu hundaeftirlitsmanns. Séu hundar teknir í vörslu taka lögreglustjóri og hundaeftirlitsmaður ákvörðun um það hvernig með þá skuli farið.“ Þá segir einnig „Heimilt er að afturkalla leyfi og fyrirskipa aflífun hættulegs hunds, að höfðu samráði við dýralækni“ en að sögn Ármanns var haft samráð við tvo dýralækna þegar ákvörðunin var tekin. Í elleftu grein samþykktarinnar, Handsömun og geymsla hunda, stendur „Eigandi hunds, sem aflífa þarf samkvæmt framansögðu, skal bera kostnað af handsömun, geymslu og fóðrun hans fram að aflífun, sem og kostnað af aflífun hjá dýralækni.“ Dýr Gæludýr Fjallabyggð Hundar Tengdar fréttir Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Hundurinn Kasper, sem er blanda af Boxer, Border Collie og Shar-Pei, beit mann á bensínstöðinni Olís á Siglufirði á fimmtudag. Kvöldið eftir kom lögreglan heim til fjölskyldu hundsins og tók hann. Díana Mirela, eigandi hundsins, segir að lögreglan hafi þá ekki gefið fjölskyldunni nein svör um hvað yrði um hundinn. Klukkutíma síðar hafi fjölskyldan fengið símtal frá lögreglunni þar sem þeim var tjáð að hundurinn hefði verið fluttur til Akureyrar og að það ætti að aflífa hann. Því hafi fjölskyldan ekki fengið að kveðja hundinn. Jafnframt telur Díana að lögreglan hafi sleppt því að setja hundinn í geðmat til að meta hvort þyrfti að aflífa hann eða ekki. Þá segir hún að fjölskyldan hafi ekkert heyrt frá lögreglunni eftir að hundurinn var tekinn af lífi. Kasper hafði verið með fjölskyldunni í níu ár. Hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“ Blaðamaður hafði samband við Eyþór Þórbergsson, aðstoðarsaksóknara og staðgengil lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, með tölvupósti til að fá skýringar á máli hundsins og aðgerðum lögreglu. Í svari Eyþórs til blaðamanns sagði hann að hundurinn hafi bitið 87 ára gamlan mann „mjög illa í hendina án þess að gamli maðurinn hefði á nokkurn hátt nálgast hundinn.“ Jafnframt stóð í svari Eyþórs að hundurinn hafi verið „ógn við nágrannana í langan tíma“. Þá segir í póstinum að „Dýraeftirlitsmaðurinn á Siglufirði og dýralæknir og héraðsdýralæknir á svæðinu“ hafi metið hundinn hættulegan og hafi metið það svo að það þyrfti að aflífa hann. Þess vegna hafi hundurinn verið svæfður. Í samráði við dýralækna mat dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar það svo að aflífa þyrfti Kasper.Vísir/Egill Eyþór benti blaðamanni svo á að hafa samband við dýraeftirlitsmann Fjallabyggðar og héraðsdýralækni fyrir frekari upplýsingar um málið. Blaðamaður spurði Eyþór einnig út í lýsingar fjölskyldunnar á skorti á samskiptum lögreglunnar við fjölskylduna, fyrir og eftir aflífun hundsins. Hann sagðist þá vita að fjölskyldunni hafi verið gefið tækifæri til að kveðja hundinn en þau hafi ekki viljað það. Þegar þessi orð voru borin undir Díönu sagði hún það ekki rétt, fjölskyldunni hefði ekki gefist kostur á að kveðja hundinn. Þá fannst henni undarlegt að heyra að dýralæknar hefðu framkvæmt mat á hundinum á jafn stuttum tíma og það tók. Ákvörðun tekin í samráði við dýralækna og lögreglu Þegar blaðamaður spurði héraðsdýralækni í umdæmi Norðurlands eystra út í málið sagði fulltrúi embættisins hins vegar „Enginn frá umdæmi héraðsdýralæknis kom að þessu máli“. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, staðfesti að héraðsdýralæknir hefði ekki komið nálægt málinu heldur heyrði málaflokkurinn undir sveitarfélag Fjallabyggðar. Síðasti dýraeftirlitsmaður Fjallabyggðar var, að sögn Ármanns, kominn á aldur og hættur og ekki væri enn búið að setja hlutverk eftirlitsmanns inn í starfslýsingu nýs starfsmanns. Þar af leiðandi heyrði málaflokkurinn undir deild Ármanns sem tók ákvörðunin í samráði við tvo dýralækna og lögregluna. Ármann segir enn fremur „í allri ákvarðanatöku í þessu máli var farið í einu og öllu eftir samþykkt um hundahald í Fjallabyggð.“ Í tíundu og elleftu grein þeirrar samþykktar standi skýrt hvernig eigi að taka á málum sem þessum. „Öll ákvarðanataka sem tekin var, miðast við samþykktina,“ sagði hann enn fremur en vildi þess utan ekki tjá sig frekar um málið. Samþykkt um hundahald í Fjallabyggð Í tíundu grein samþykktar Fjallabyggðar um hundahald sem ber heitið Árásarhundar og aðrir hættulegir hundar segir: „Hunda sem hætta er talin stafa af og hunda sem ráðast á menn eða skepnur, skal tilkynna til lögreglu þegar í stað, fjarlægja þegar í stað og færa í vörslu hundaeftirlitsmanns. Séu hundar teknir í vörslu taka lögreglustjóri og hundaeftirlitsmaður ákvörðun um það hvernig með þá skuli farið.“ Þá segir einnig „Heimilt er að afturkalla leyfi og fyrirskipa aflífun hættulegs hunds, að höfðu samráði við dýralækni“ en að sögn Ármanns var haft samráð við tvo dýralækna þegar ákvörðunin var tekin. Í elleftu grein samþykktarinnar, Handsömun og geymsla hunda, stendur „Eigandi hunds, sem aflífa þarf samkvæmt framansögðu, skal bera kostnað af handsömun, geymslu og fóðrun hans fram að aflífun, sem og kostnað af aflífun hjá dýralækni.“
Dýr Gæludýr Fjallabyggð Hundar Tengdar fréttir Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14 „Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Í sárum eftir að hundurinn var aflífaður án nokkurs fyrirvara Hundur fjölskyldu á Siglufirði var aflífaður á föstudaginn, einum og hálfum tíma eftir að hann var tekinn af þeim. Hundurinn var ekki settur í geðmat líkt og Heilbrigðiseftirlitið fer fram á. Fjölskyldan segist ekki hafa fengið að vita að það ætti að aflífa hann fyrr aðgerðin var þegar hafin í öðru bæjarfélagi. 22. ágúst 2022 17:14
„Allt við þetta mál er fyrir neðan allar hellur“ Fyrrverandi formaður Dýraverndarsambands Íslands segir fyrir neðan allar hellur að hundur á Siglufirði hafi verið aflífaður innan við tveimur tímum eftir að hann var tekinn frá fjölskyldu sinni. Reglur sveitarfélaga um hvernig haga eigi gæludýramálum séu ekki samræmdar, sem sé miður. 23. ágúst 2022 13:29