Reykjanesbær

Áhöfnum tveggja báta brugðið eftir að þeir strönduðu
Bátur og skúta sem var í eftirtogi strönduðu í Njarðvík í dag en viðbragðsaðilum tókst að koma í veg fyrir slys á fólki.

Einn stærsti skjálftinn á Reykjanesi í þrjátíu ár
Náttúruvársérfræðingur segir að engin merki séu um gosóróa í tengslum við stóran jarðskjálfta sem varð á Reykjanesi á öðrum tímanum í dag.

Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki
Landhelgisgæslan hefur mælst til þess við bandarísku flugsveitina, sem stödd er hér á landi, að afturbrennarar á herþotum séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þær eru í loftinu. Herflugmönnunum er þó heimilt að nota afturbrennara í flugtaki.

Sex greindust með veiruna í Akurskóla
Þrír nemendur í 7.-10. bekk Akurskóla í Reykjanesbæ greindust með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn.

Samherji vill breyta álveri í laxeldisstöð
Norðurál og Samherji eru sögn hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup síðarnefnda fyrirtækisins á lóð og byggingum Norðuráls við Helguvík.

Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól
Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól.

Þeim fjölgar hratt sem eru í sóttkví á Suðurnesjum
Alls eru nú 25 í einangrun á svæðinu, smitaðir af kórónuveirunni og 145 eru í sóttkví, að því er fram kemur stöðuskýrslu almannavarna síðdegis í dag.

Ekið á barn á reiðhjóli í Njarðvík
Ekið var á barn, sem var á reiðhjóli, á Njarðvíkurbraut. Drengurinn sem um ræðir fann til verkja og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala.

Allir skipverjar Valdimars smitaðir
Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni.

Gekk fram á heimatilbúna sprengju
Sprengjan var samsett úr flugeldum.

Skemmdir unnar á minnst 18 bílum í Reykjanesbæ
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum eftir að eignaspjöll voru unnin á minnst 18 bifreiðum í Reykjanesbæ í nótt.

Lagði á flótta eftir harðan árekstur í Reykjanesbæ
Þrír menn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að bifreið þeirra var ekið á kyrrstæðan bíl með þeim afleiðingum að hún valt í Reykjanesbæ í nótt. Ökumaður jepplingsins var fluttur á sjúkrahús. Grunur er um að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið ölvaður undir stýri.

Reykjanesbær býður landsmönnum frítt á Rokksafnið
Frítt verður á Rokksafn Íslands til áramóta í boði Reykjanesbæjar en bæjarráð tók ákvörðun þess efnis nýverið.

Eyðilögðu ærslabelg við 88 húsið í Reykjanesbæ
Ærslabelgur í félagsmiðstöðinni 88 húsinu í Reykjanesbæ er ónýtur eftir að skemmdir voru unnar á honum á dögunum.

Birta myndskeið af raftækjaþjófum
Lögreglan á Suðurnesjum hefur birt myndband úr öryggismyndavélum þar sem þrír óprúttnir aðilar sjást ganga upp að vallarhúsinu við Rafholtsvöll í Njarðvík og brjóta sér leið inn í húsið.

Hótaði að drepa Kamillu og fjölskyldu hennar ef hún færi
Kamilla Ívarsdóttir hefur þurft að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hann var í mars á þessu dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á hana í október síðastliðinn. Kamilla var þá 17 ára. Hún hefur nú kært hann fyrir aðra árás.

Soffía Karlsdóttir látin
Soffía Kristín Karlsdóttir, leikkona og söngkona, er látin. Soffía lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september síðastliðinn 92 ára að aldri.

Ráðherra heimsækir Suðurnesin vegna ástandsins
Félagsmálaráðherra mun heimsækja Suðurnes öðru hvoru megin við helgina til að fara yfir stöðuna í þeim landshluta vegna mikils atvinnuleysis. 17 prósent eru án atvinnu á Suðurnesjum og nær fimmti hver atvinnulaus í Reykjanesbæ.

Ætluðu til Reykjavíkur en enduðu föst í Innri-Njarðvík
Lögreglan á Suðurnesjum aðstoðaði í gærmorgun erlent par sem fest hafði bíl sinn úti fyrir Innri-Njarðvík.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar
Á undangengnum mánuðum hafa íbúar á Suðurnesjum hrokkið reglulega upp vegna jarðskjálftahrinu sem á upptök sín í námunda við Þorbjörn.

Hópuppsögn hjá Fríhöfninni
Sextíu og tveimur starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn dag.

Um fimmtungur án atvinnu í Reykjanesbæ
Samgönguráðherra horfir til uppbyggingar hafnarmannvirkja sem gæti skapað hundruð starfa.

Erfið staða á Suðurnesjum: „Við getum ekki lifað svona mikið lengur“
Íbúar í Reykjanesbæ biðja yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið.

Staðan slæm á Suðurnesjum þar sem raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð
Atvinnuleysið á Suðurnesjum er slæmt og á bara eftir að versna segir formaður verkalýðsfélags. Margir nái ekki endum saman og raðir hafi myndast eftir fjárhags- og mataraðstoð.

133 starfsmönnum Isavia sagt upp
133 starfsmönnum Isavia var sagt upp störfum í dag og tólf til viðbótar boðið að lækka starfshlutfall sitt hjá fyrirtækinu.

Starfsmaður íþróttahúss sakaður um að hafa löðrungað níu ára dreng
Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Bæjarstjóri segir málinu ekki lokið.

Undirrituðu viljayfirlýsingu um nýjan skipaþjónustuklasa
Skipasmíðastöð Njarðvíkur, Reykjanesbær og Reykjaneshöfn undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um uppbygginu hafnar- og upptökumannvirkja í Njarðvík.

Heilsugæsla í höftum
Mörg okkar sem búum hér á Suðurnesjum, höfum aldrei upplifað það að hafa heimilislækni, einhvern sem sinnir okkur, þekkir sjúkdómssögu okkar og getur leiðbeint okkur um ýmis þau atriði er varða heilsu og líðan.

Játaði að hafa stolið fimm dýrum úrum
Maður hefur játað að hafa stolið fimm dýrum úrum eftir að hafa brotist inn í íbúðarhúsnæði í Njarðvík í gær.

Kviknaði í skipi í Njarðvíkurhöfn
Eldur kom upp í Langanesi GK525 í Njarðvíkurhöfn í dag. Að sögn Brunavarna Suðurnesja varð vegfarandi var við reyk og hringdi í Neyðarlínuna. Skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp.