Ekki óhætt að fara að gígnum fyrr en nokkrum mánuðum eftir goslok Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. október 2021 19:01 Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. vísir/sigurjón Of snemmt er að lýsa yfir goslokum í Geldingadölum að mati jarðeðlisfræðings. Kvika hefur ekki komið upp úr gígnum í um fjórar vikur sem er lengsta hlé á virkninni síðan gosið hófst. „Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum." Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Vísbendingar eru um að eldgosinu sé lokið.“ Þetta stóð í færslu eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands í dag og þar var einnig vísað í nýja grein á Vísindavefnum þar sem talað er um gosið sem „var“. Jarðeðlisfræðingur hjá háskólanum telur of snemmt gefa út slíkar yfirlýsingar enda hafi ekkert breyst á svæðinu á síðustu dögum. Heimspekilegar pælingar En hvenær er það þá orðið tímabært? Hvenær verður goshlé að goslokum? „Þetta er nánast heimspekileg umræða um það hvenær gos hefst og hvenær gosi lýkur," segir Páll Einarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðeðlisfræði. „Og hvenær erum við að tala um eitt gos og hvenær erum við að tala um fleiri gos? Ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarmiði þá má segja að þessu gosi hafi lokið 40 sinnum en það hefur byrjað 39 sinnum." Aðsóknin dregst hratt saman Aðsókn að gosstöðvunum hefur verið mikil og stöðug allt þar til virknin stöðvaðist, 18. september. Þangað fóru aðeins 793 á dag að meðaltali í þessum mánuði en þeir hafa aldrei verið færri frá því að gosið hófst. Einhverjir hafa þó viljað skoða nýja hruanið og sumir hafa gengið svo langt að klifra alveg upp á gígbarminn í góðri trú um að gosinu sé lokið. „Við erum að sjá alls konar hegðun við gosið. Hvort sem það er við gíginn eða hraunið. Við erum að sjá samskonar hegðun um allan heim, þetta er ekkert nýtt. Þannig að við segjum auðvitað bara nei við þessu þar til búið er að tryggja það að staðurinn sé eins öruggur og hægt er," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. Jónas Guðmundsson (vinstri), verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg, og Guðbrandur Örn Aarnarson (hægri), verkefnastjóri aðgerðamála. Vísir/sigurjón Þar er kollegi hans, Guðbrandur Örn Arnarson, honum sammála: „Ég er oft spurður að því hvort það sé í lagi að fara þarna og ég segi bara að ég myndi allavega ekki gera það," segir hann. „Svo er ekkert svakalega holt að fara að labba mikið á hrauninu. Því að hraunið er enn þá að afgasa sig." Aldrei of varlega farið En hvenær verður mönnum óhætt að rölta upp að gígnum? „Það er aldrei of varlega farið með svona hraun," segir Páll. „Og engin ástæða til að hvetja til að menn fari út á þetta fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum."
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Náttúruhamfarir Reykjanesbær Almannavarnir Grindavík Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira