Reykjavík Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kannabis í ruslageymslu Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. Innlent 23.9.2023 07:35 „Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. Innlent 22.9.2023 20:01 Sérsveitin aftur með aðgerðir í Flúðaseli: Þrír handteknir Þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í aðgerðum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra rétt eftir hádegi. Rúmar tvær vikur eru síðan handtaka átti sér stað í sama húsi. Innlent 22.9.2023 15:56 Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. Innlent 22.9.2023 08:56 Landsbankinn skellir í lás í Austurstræti í hinsta sinn Tæplega hundrað ára sögu Landsbankans í Austurstræti lýkur í dag. Klukkan 16 verður skellt í lás í hinsta sinn. Viðskipti innlent 22.9.2023 08:50 Gekk blóðugur frá rafhlaupahjóli og fannst hvergi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið. Innlent 22.9.2023 07:09 Koma alla leið til Íslands til að hittast í fyrsta sinn Tuttugu ár eru liðin síðan íslenski tölvuleikurinn Eve Online var gefinn út. Þessum áfanga er fagnað í Eve Fanfest hátíðinni sem fer fram í sextánda sinn þessa helgi. Í ár er uppselt á hátíðina, rúmlega tvö þúsund manns, og koma flestir að utan. Lífið 21.9.2023 21:00 Fyrrverandi ráðherra selur glæsihús í Þingholtunum Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Sigurmar Kristján Albertsson, lögmaður og eiginmaður hennar, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 215 milljónir. Lífið 21.9.2023 16:31 Krónan á Granda opnuð á ný í dag Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. Neytendur 21.9.2023 12:36 „Þetta var eins og sprenging“ Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Innlent 21.9.2023 06:01 Hundrað milljóna króna útsýnisíbúð í Fellunum Við Asparfell 6 í Breiðholti er stórglæsileg 220 fermetra útsýnisíbúð til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 97,7 milljónir. Lífið 20.9.2023 16:51 Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Skoðun 20.9.2023 14:01 Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. Innlent 20.9.2023 13:39 Jeremy Corbyn kemur Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag. Innlent 20.9.2023 11:14 Keyrt á hjólreiðamann á Hringbraut Sendibíl var ekið á hjólreiðamann á Hringbraut í Reykjavík við gatnamót við Njarðargötu nú á tíunda tímanum í morgun. Innlent 20.9.2023 09:51 „Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. Lífið 19.9.2023 20:50 Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Innlent 19.9.2023 20:00 Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Innlent 19.9.2023 20:00 Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna Síðustu sjö árin hefur mikil og metnaðarfull umbótavinna verið unnin af hálfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem og fagaðila innan skólasamfélagsins í borginni með dyggum pólitískum stuðningi meirihlutans í Reykjavík. Skoðun 19.9.2023 15:31 Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að. Skoðun 19.9.2023 15:00 „Megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist þakklát flokkum í borgarstjórn fyrir að sameinast gegn bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hún segir hafa sprungið fram með offorsi hérlendis síðustu daga með hætti sem hún hafi ekki átt von á. Innlent 19.9.2023 14:04 Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Skoðun 19.9.2023 14:00 Mikill meirihluti landsmanna studdi ekki aðgerðirnar Sjö af hverjum tíu landsmönnum studdu ekki aðgerðir tveggja mótmælenda sem hlekkjuðu sig við mastur tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn fyrr í september. Yngra fólk var frekar fylgjandi mótmælum en það eldra. Innlent 19.9.2023 13:34 Stórkostlegar breytingar á 200 fermetra íbúð í New York Loft-stíl Glæsileg endurgerð 220 fermetra hæð við Hverfisgötu í Reykjavík er til sölu. Aukin lofthæð, stórt alrými í svokölluðum New York Loft stíl einkennir þessa stórbrotnu eign. Lífið 19.9.2023 13:24 Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. Lífið 19.9.2023 10:01 Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. Innlent 19.9.2023 08:30 Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. Innlent 19.9.2023 06:37 „Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Innlent 18.9.2023 22:11 Minni háttar slys olli mikilli umferð Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð. Innlent 18.9.2023 17:59 Landsbankahúsið Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Skoðun 18.9.2023 09:30 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 334 ›
Henti jógúrti í hús og aðrir reyktu kannabis í ruslageymslu Gærkvöldið og nóttin voru nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í miðbænum.Meðal annarra verkefna voru útköll vegna manns sem henti jógúrti í hús og annarra sem reyktu kannabis í ruslageymslu. Innlent 23.9.2023 07:35
„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. Innlent 22.9.2023 20:01
Sérsveitin aftur með aðgerðir í Flúðaseli: Þrír handteknir Þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í aðgerðum lögreglu og sérsveitar ríkislögreglustjóra rétt eftir hádegi. Rúmar tvær vikur eru síðan handtaka átti sér stað í sama húsi. Innlent 22.9.2023 15:56
Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. Innlent 22.9.2023 08:56
Landsbankinn skellir í lás í Austurstræti í hinsta sinn Tæplega hundrað ára sögu Landsbankans í Austurstræti lýkur í dag. Klukkan 16 verður skellt í lás í hinsta sinn. Viðskipti innlent 22.9.2023 08:50
Gekk blóðugur frá rafhlaupahjóli og fannst hvergi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um blóðugan mann ganga frá rafhlaupahjóli í gærkvöldi eða í nótt. Þegar lögregluþjóna bar að garði var maðurinn hvergi sjáanlegur en sjá mátti rafhlaupahjólið á hlið og blóðpoll í kringum hjólið. Innlent 22.9.2023 07:09
Koma alla leið til Íslands til að hittast í fyrsta sinn Tuttugu ár eru liðin síðan íslenski tölvuleikurinn Eve Online var gefinn út. Þessum áfanga er fagnað í Eve Fanfest hátíðinni sem fer fram í sextánda sinn þessa helgi. Í ár er uppselt á hátíðina, rúmlega tvö þúsund manns, og koma flestir að utan. Lífið 21.9.2023 21:00
Fyrrverandi ráðherra selur glæsihús í Þingholtunum Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, og Sigurmar Kristján Albertsson, lögmaður og eiginmaður hennar, hafa sett fallegt einbýlishús sitt í Þingholtunum í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 215 milljónir. Lífið 21.9.2023 16:31
Krónan á Granda opnuð á ný í dag Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. Neytendur 21.9.2023 12:36
„Þetta var eins og sprenging“ Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Innlent 21.9.2023 06:01
Hundrað milljóna króna útsýnisíbúð í Fellunum Við Asparfell 6 í Breiðholti er stórglæsileg 220 fermetra útsýnisíbúð til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 97,7 milljónir. Lífið 20.9.2023 16:51
Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Skoðun 20.9.2023 14:01
Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. Innlent 20.9.2023 13:39
Jeremy Corbyn kemur Jeremy Corbyn, fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins, verður með erindi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík næstkomandi laugardag. Innlent 20.9.2023 11:14
Keyrt á hjólreiðamann á Hringbraut Sendibíl var ekið á hjólreiðamann á Hringbraut í Reykjavík við gatnamót við Njarðargötu nú á tíunda tímanum í morgun. Innlent 20.9.2023 09:51
„Reykjavík er auðvitað frábær kvikmyndahátíðaborg“ Undirbúningur fyrir kvikmyndahátíðina RIFF er í fullum gangi en hún verður haldin dagana 28. september til 8. október í Háskólabíó og víðar. Stjórnandi hátíðarinnar segir markmið hátíðarinnar að bæta kvikmyndamenningu og kynna kvikmyndaborgina Reykjavík. Lífið 19.9.2023 20:50
Landtengingar séu milljarðafjárfesting sem skili sér á allan hátt Fyrsta skemmtiferðaskipið var landtengt í Reykjavík í dag. Innviðaráðherra segir um milljarðafjárfestingu að ræða sem muni skila sér á allan hátt. Það sé rangt að orkuskiptin séu framtíðin, þau séu nútíðin. Innlent 19.9.2023 20:00
Ein vinsælasta veggmynd miðborgarinnar horfin Verslunarstjóri við Skólavörðustíg harmar mjög að málað hafi verið yfir eina vinsælustu veggmynd miðborgarinnar, að því er virðist í óleyfi. Vinsældir myndarinnar voru slíkar að oft myndaðist löng biðröð ferðamanna fyrir framan hana. Innlent 19.9.2023 20:00
Reykjavíkurborg hefur fjárfest í starfsumhverfi leikskóla fyrir 4 milljarða króna Síðustu sjö árin hefur mikil og metnaðarfull umbótavinna verið unnin af hálfu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem og fagaðila innan skólasamfélagsins í borginni með dyggum pólitískum stuðningi meirihlutans í Reykjavík. Skoðun 19.9.2023 15:31
Mikil uppbygging leikskóla í Reykjavík Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að. Skoðun 19.9.2023 15:00
„Megum alls ekki leyfa þessari vitleysu að dreifast til Íslands“ Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segist þakklát flokkum í borgarstjórn fyrir að sameinast gegn bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks sem hún segir hafa sprungið fram með offorsi hérlendis síðustu daga með hætti sem hún hafi ekki átt von á. Innlent 19.9.2023 14:04
Rafmagnað samband skemmtiferðaskipa Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu. Skoðun 19.9.2023 14:00
Mikill meirihluti landsmanna studdi ekki aðgerðirnar Sjö af hverjum tíu landsmönnum studdu ekki aðgerðir tveggja mótmælenda sem hlekkjuðu sig við mastur tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn fyrr í september. Yngra fólk var frekar fylgjandi mótmælum en það eldra. Innlent 19.9.2023 13:34
Stórkostlegar breytingar á 200 fermetra íbúð í New York Loft-stíl Glæsileg endurgerð 220 fermetra hæð við Hverfisgötu í Reykjavík er til sölu. Aukin lofthæð, stórt alrými í svokölluðum New York Loft stíl einkennir þessa stórbrotnu eign. Lífið 19.9.2023 13:24
Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. Lífið 19.9.2023 10:01
Hefur sent lögreglustjóra formlega kvörtun Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B, hefur sent Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna framgöngu lögregluþjóns sem handtók hann á skemmtistaðnum á laugardag. Innlent 19.9.2023 08:30
Skemmtistaðnum B lokað og eigandinn leiddur út í járnum Skemmtistaðnum B við Bankastræti 5 í Reykjavík var lokað á laugardagskvöld vegna þess að of margir gestir voru á staðnum og einhverjir gestir reyndust undir lögaldri. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi staðarins, var handtekinn og leiddur út af staðnum í járnum. Innlent 19.9.2023 06:37
„Fráleitur“ eltingaleikur bílstjórans Sláandi dæmi um hraðakstur á breyttum rafhlaupahjólum hafa ratað inn á borð lögreglu síðustu misseri. Í einu tilviki ók foreldri á áttatíu kílómetra hraða með barn í fanginu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þó fráleitt og stórhættulegt að bílstjórar brjóti lög til að ná slíkum brotum á myndband, eins og gerðist fyrir helgi. Innlent 18.9.2023 22:11
Minni háttar slys olli mikilli umferð Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð. Innlent 18.9.2023 17:59
Landsbankahúsið Nú er Landsbankinn fluttur úr gamla húsinu sínu við Austurstræti. Það hafa ekki verið miklar opinberar umræður um framtíð þessa glæsilega húss, sem er staðsett bókstaflega í hjarta miðbæjarins. Mér hefur þótt auðsætt að neðsta hæð hússins (afgreiðslusalurinn) væri kjörin og vel til þess fallin að hýsa myndlist. Skoðun 18.9.2023 09:30