Fjórir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð vegna áfloga í miðbænum í nótt. Þeim var sleppt eftir að skýrsla var tekin af því, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina.
Þá var annar maður handtekinn vegna óláta og slagsmála í miðborginni. Hann var einnig fluttur á lögreglustöð en sleppt eftir skýrslutöku. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hann hafði í hótunum við annan mann, einnig í miðborginni.
Í póstnúmeri 104 var maður handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar og hótana. Í Hafnarfirði var maður einnig handtekinn fyrir líkamsárás og vistaður í fangaklefa. Fórnarlamb árásarinnar var flutt á bráðamaóttöku með sjúkrabifreið.
Í Breiðholti var svo enn ein líkamsárásin framin. Þar var einn handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Lögreglumenn vísuðu svo manni sem þótti til vandræða og hafði í hótunum við starfsfólk á slysadeild Landspítalans.