Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:59 Laufásborg er á meðal um tuttugu sjálfstætt starfandi leikskóla sem eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira