Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2024 15:59 Laufásborg er á meðal um tuttugu sjálfstætt starfandi leikskóla sem eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna sjálfstætt starfandi leikskóla hækkar um 290 milljónir króna á ári með nýjum samningi sem hefur verið samþykktur. Samningurinn felur meðal annars í sér að sjálfstæðu leikskólarnir tengist inn í leikskólakerfi borgarinnar. Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Borgarráð samþykkti samninginn við sjálfstætt starfandi leikskóla á fundi sínum í dag en hann tekur gildi 1. janúar. Í samningnum kemur fram að sjálfstætt starfandi leikskólar skuli byggja á menntastefnu Reykjavíkurborgar og taka mið af mannréttindastefnu hennar, að því er segir í tilkynningu frá borginni. Gert er ráð fyrir að kostnaður borgarinnar vegna samningsins hækki um 290 milljónir króna árlega frá eldra líkani til að bæta stöðu sjálfstætt starfandi leikskóla vegna hækkandi rekstrarkostnaðar. Hækkuninni er meðal annars ætlað að mæta launakostnaði, fjölgun undirbúningstíma, afleysingum og hækkun hráefniskostnaðar. Nær tuttugu sjálfstætt starfandi leikskólar eru með þjónustusamning við Reykjavíkurborg samkvæmt vefsíðu hennar. Þær breytingar sem foreldrar eru helst sagðir verða varir við er að pláss í sjálfstæðum leikskólum verði nú tekin með í reikninginn í svonefndum leikskólareikni borgarinnar sem er tengdur Völu kerfinu sem heldur utan um leikskólamál. Þar er hægt að fletta upp stöðu á biðlistum eftir kennitöluröð. Þá er kveðið á um í samningnum að foreldrar reykvískra barna hafi forgang í sjálfstætt rekna skóla á tilteknu tímabili þegar börn eru innrituð í leikskóla á haustin. Gera á samninga við hvern og einn sjálfstætt starfandi leikskóla sem verða aðlagaðir að fjölda og aldri barna þar sem þeir eru reknir á mismunandi formi.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira