Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Ljósmyndarinn Róbert Arnar er með stóra drauma og stefnir langt. Aðsend Ljósmyndarinn Róbert Arnar Ottason hefur varla misst af viðburði í vetur og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir það að grípa góð augnablik í skemmtanalífinu. Blaðamaður ræddi við hann um listsköpunina og stór framtíðarplön. „Áhuginn minn fyrir ljósmyndun hefur verið til staðar síðan ég var mjög ungur, var alltaf að leika mér með gömlu Canon myndavélina hennar mömmu og tók myndir í brúðkaupinu hennar þegar hún gifti sig. Mamma vissi alveg að hún var að ráða fagmann í verkefnið,“ segir Róbert og hlær. Hann er 26 ára gamall í dag og því með margra ára reynslu á bakinu. Róbert Arnar byrjaði ungur að árum að taka myndir.Aðsend Sér hlutina með öðruvísi augum „Ég hef alltaf verið með rosalega listrænt auga og hef haft þessi þörf til að skapa. Ljósmyndun er ein af nokkrum leiðum fyrir mig að koma þessari þörf út.“ Í upphafi ferilsins var Róbert mikið í 3D hönnun og vann mikið með photoshop. „Það hefur hjálpað mér gríðarlega með ljósmyndunina á þann hátt að ég sé hlutina með allt öðruvísi augum en flestir gera.“ Róbert hefur mikla ástríðu fyrir ljósmynduninni.Aðsend Róbert segist upphaflega eiginlega hafa slysast inn í bransann. „Ég var alltaf að leika mér að taka myndir og var statt og stöðugt að mynda yfir eitt árið en þá datt mitt fyrsta verkefni í hendurnar. Ég trúi því að þú verðir ekki heppinn nema þú setjir inn vinnuna líka og þarna var það nákvæmlega svoleiðis.“ View this post on Instagram A post shared by RÓBERT ARNAR X ICELAND 𓆈 (@robertarnar_) Ófyrirsjáanleg ævintýri Aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast við starfið segir Róbert: „Ég myndi klárlega segja að það sé skemmtilegast að fá að kynnast svo mikið að skemmtilegu fólki og eignast góða vini í leiðinni. Og svo ótrúlega gaman hvert þetta starf tekur mann. Ég veit aldrei hvað kemur næst, sem ég dýrka!“ Hann segist þrífast vel í margbreytileika starfsins. Ég myndi tvímælalaust segja að verkefnin þar sem maður kynnist skemmtilegu og hæfileikaríku fólki séu skemmtilegust. Og það kemur alltaf að óvart hvað fólk er hæfileikaríkt, þótt það taki ekki sjálft eftir því.“ Róbert ásamt góðum vinum og samstarfsfólki.Aðsend Lítill svefn en mikið stuð Óhefðbundin rútína starfsins getur þó verið krefjandi. „Svefninn fer alveg í ruglið, ég get verið að mynda á klúbbnum um nóttina og þurft að vakna snemma daginn eftir í annað verkefni sem getur verið erfitt. En stuttir lúrar eru klárlega algjört bjargráð í þessum bransa.“ Róbert að mynda goðsögnina Röggu Gísla.Aðsend Róbert hefur sem áður segir myndað fjöldann allan af partýjum, þar á meðal myndaveislur sem Vísir hefur fengið að birta af hinni sívinsælu Gugguvakt. „Það er alltaf sjúklega gaman, ég held að flestir hafi ótrúlega gaman af því. Fólkið er þarna bara til að hafa gaman og eiga góða stundir og þá er algjör bónus að ég sé þarna að mynda þessa skemmtun. Stundum eru myndirnar ekkert æðislegar en það eru oftast bestu myndirnar því þetta eru bara minningar.“ Vill starfa um allan heim Blaðamaður spyr þá hvort partýgestir sitji sig einhvern tíma í samband við hann daginn eftir og vilji sjá myndirnar eða að hann eyði þeim? „Já það kemur fyrir og fylgir þessu starfi myndi ég segja. Ég reyni alltaf að taka bestu myndirnar fyrir fólk en stundum hittir það ekki endilega í mark, ekkert persónulegt endilega en þá er minnsta mál í heimi að fjarlægja myndina.“ Róbert tekur líflegar og skemmtilegar myndir af skemmtanalífinu.Aðsend Róbert Arnar segir að lokum erfitt að nefna eitthvað eitt draumaverkefni en er þó með stóra drauma. „Ég held að mig langi hvað mest að gera auglýsingu sem endar í sjónvarpinu og á stórum skjáum úti í heimi. Ég veit að sá draumur mun rætast einn daginn ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera. Stefnan mín er komast erlendis með ljósmyndunina og starfa um allan heim. Og kynnast æðislegu fólki í leiðinni!“ Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
„Áhuginn minn fyrir ljósmyndun hefur verið til staðar síðan ég var mjög ungur, var alltaf að leika mér með gömlu Canon myndavélina hennar mömmu og tók myndir í brúðkaupinu hennar þegar hún gifti sig. Mamma vissi alveg að hún var að ráða fagmann í verkefnið,“ segir Róbert og hlær. Hann er 26 ára gamall í dag og því með margra ára reynslu á bakinu. Róbert Arnar byrjaði ungur að árum að taka myndir.Aðsend Sér hlutina með öðruvísi augum „Ég hef alltaf verið með rosalega listrænt auga og hef haft þessi þörf til að skapa. Ljósmyndun er ein af nokkrum leiðum fyrir mig að koma þessari þörf út.“ Í upphafi ferilsins var Róbert mikið í 3D hönnun og vann mikið með photoshop. „Það hefur hjálpað mér gríðarlega með ljósmyndunina á þann hátt að ég sé hlutina með allt öðruvísi augum en flestir gera.“ Róbert hefur mikla ástríðu fyrir ljósmynduninni.Aðsend Róbert segist upphaflega eiginlega hafa slysast inn í bransann. „Ég var alltaf að leika mér að taka myndir og var statt og stöðugt að mynda yfir eitt árið en þá datt mitt fyrsta verkefni í hendurnar. Ég trúi því að þú verðir ekki heppinn nema þú setjir inn vinnuna líka og þarna var það nákvæmlega svoleiðis.“ View this post on Instagram A post shared by RÓBERT ARNAR X ICELAND 𓆈 (@robertarnar_) Ófyrirsjáanleg ævintýri Aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast við starfið segir Róbert: „Ég myndi klárlega segja að það sé skemmtilegast að fá að kynnast svo mikið að skemmtilegu fólki og eignast góða vini í leiðinni. Og svo ótrúlega gaman hvert þetta starf tekur mann. Ég veit aldrei hvað kemur næst, sem ég dýrka!“ Hann segist þrífast vel í margbreytileika starfsins. Ég myndi tvímælalaust segja að verkefnin þar sem maður kynnist skemmtilegu og hæfileikaríku fólki séu skemmtilegust. Og það kemur alltaf að óvart hvað fólk er hæfileikaríkt, þótt það taki ekki sjálft eftir því.“ Róbert ásamt góðum vinum og samstarfsfólki.Aðsend Lítill svefn en mikið stuð Óhefðbundin rútína starfsins getur þó verið krefjandi. „Svefninn fer alveg í ruglið, ég get verið að mynda á klúbbnum um nóttina og þurft að vakna snemma daginn eftir í annað verkefni sem getur verið erfitt. En stuttir lúrar eru klárlega algjört bjargráð í þessum bransa.“ Róbert að mynda goðsögnina Röggu Gísla.Aðsend Róbert hefur sem áður segir myndað fjöldann allan af partýjum, þar á meðal myndaveislur sem Vísir hefur fengið að birta af hinni sívinsælu Gugguvakt. „Það er alltaf sjúklega gaman, ég held að flestir hafi ótrúlega gaman af því. Fólkið er þarna bara til að hafa gaman og eiga góða stundir og þá er algjör bónus að ég sé þarna að mynda þessa skemmtun. Stundum eru myndirnar ekkert æðislegar en það eru oftast bestu myndirnar því þetta eru bara minningar.“ Vill starfa um allan heim Blaðamaður spyr þá hvort partýgestir sitji sig einhvern tíma í samband við hann daginn eftir og vilji sjá myndirnar eða að hann eyði þeim? „Já það kemur fyrir og fylgir þessu starfi myndi ég segja. Ég reyni alltaf að taka bestu myndirnar fyrir fólk en stundum hittir það ekki endilega í mark, ekkert persónulegt endilega en þá er minnsta mál í heimi að fjarlægja myndina.“ Róbert tekur líflegar og skemmtilegar myndir af skemmtanalífinu.Aðsend Róbert Arnar segir að lokum erfitt að nefna eitthvað eitt draumaverkefni en er þó með stóra drauma. „Ég held að mig langi hvað mest að gera auglýsingu sem endar í sjónvarpinu og á stórum skjáum úti í heimi. Ég veit að sá draumur mun rætast einn daginn ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera. Stefnan mín er komast erlendis með ljósmyndunina og starfa um allan heim. Og kynnast æðislegu fólki í leiðinni!“
Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira