Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Ljósmyndarinn Róbert Arnar er með stóra drauma og stefnir langt. Aðsend Ljósmyndarinn Róbert Arnar Ottason hefur varla misst af viðburði í vetur og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir það að grípa góð augnablik í skemmtanalífinu. Blaðamaður ræddi við hann um listsköpunina og stór framtíðarplön. „Áhuginn minn fyrir ljósmyndun hefur verið til staðar síðan ég var mjög ungur, var alltaf að leika mér með gömlu Canon myndavélina hennar mömmu og tók myndir í brúðkaupinu hennar þegar hún gifti sig. Mamma vissi alveg að hún var að ráða fagmann í verkefnið,“ segir Róbert og hlær. Hann er 26 ára gamall í dag og því með margra ára reynslu á bakinu. Róbert Arnar byrjaði ungur að árum að taka myndir.Aðsend Sér hlutina með öðruvísi augum „Ég hef alltaf verið með rosalega listrænt auga og hef haft þessi þörf til að skapa. Ljósmyndun er ein af nokkrum leiðum fyrir mig að koma þessari þörf út.“ Í upphafi ferilsins var Róbert mikið í 3D hönnun og vann mikið með photoshop. „Það hefur hjálpað mér gríðarlega með ljósmyndunina á þann hátt að ég sé hlutina með allt öðruvísi augum en flestir gera.“ Róbert hefur mikla ástríðu fyrir ljósmynduninni.Aðsend Róbert segist upphaflega eiginlega hafa slysast inn í bransann. „Ég var alltaf að leika mér að taka myndir og var statt og stöðugt að mynda yfir eitt árið en þá datt mitt fyrsta verkefni í hendurnar. Ég trúi því að þú verðir ekki heppinn nema þú setjir inn vinnuna líka og þarna var það nákvæmlega svoleiðis.“ View this post on Instagram A post shared by RÓBERT ARNAR X ICELAND 𓆈 (@robertarnar_) Ófyrirsjáanleg ævintýri Aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast við starfið segir Róbert: „Ég myndi klárlega segja að það sé skemmtilegast að fá að kynnast svo mikið að skemmtilegu fólki og eignast góða vini í leiðinni. Og svo ótrúlega gaman hvert þetta starf tekur mann. Ég veit aldrei hvað kemur næst, sem ég dýrka!“ Hann segist þrífast vel í margbreytileika starfsins. Ég myndi tvímælalaust segja að verkefnin þar sem maður kynnist skemmtilegu og hæfileikaríku fólki séu skemmtilegust. Og það kemur alltaf að óvart hvað fólk er hæfileikaríkt, þótt það taki ekki sjálft eftir því.“ Róbert ásamt góðum vinum og samstarfsfólki.Aðsend Lítill svefn en mikið stuð Óhefðbundin rútína starfsins getur þó verið krefjandi. „Svefninn fer alveg í ruglið, ég get verið að mynda á klúbbnum um nóttina og þurft að vakna snemma daginn eftir í annað verkefni sem getur verið erfitt. En stuttir lúrar eru klárlega algjört bjargráð í þessum bransa.“ Róbert að mynda goðsögnina Röggu Gísla.Aðsend Róbert hefur sem áður segir myndað fjöldann allan af partýjum, þar á meðal myndaveislur sem Vísir hefur fengið að birta af hinni sívinsælu Gugguvakt. „Það er alltaf sjúklega gaman, ég held að flestir hafi ótrúlega gaman af því. Fólkið er þarna bara til að hafa gaman og eiga góða stundir og þá er algjör bónus að ég sé þarna að mynda þessa skemmtun. Stundum eru myndirnar ekkert æðislegar en það eru oftast bestu myndirnar því þetta eru bara minningar.“ Vill starfa um allan heim Blaðamaður spyr þá hvort partýgestir sitji sig einhvern tíma í samband við hann daginn eftir og vilji sjá myndirnar eða að hann eyði þeim? „Já það kemur fyrir og fylgir þessu starfi myndi ég segja. Ég reyni alltaf að taka bestu myndirnar fyrir fólk en stundum hittir það ekki endilega í mark, ekkert persónulegt endilega en þá er minnsta mál í heimi að fjarlægja myndina.“ Róbert tekur líflegar og skemmtilegar myndir af skemmtanalífinu.Aðsend Róbert Arnar segir að lokum erfitt að nefna eitthvað eitt draumaverkefni en er þó með stóra drauma. „Ég held að mig langi hvað mest að gera auglýsingu sem endar í sjónvarpinu og á stórum skjáum úti í heimi. Ég veit að sá draumur mun rætast einn daginn ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera. Stefnan mín er komast erlendis með ljósmyndunina og starfa um allan heim. Og kynnast æðislegu fólki í leiðinni!“ Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
„Áhuginn minn fyrir ljósmyndun hefur verið til staðar síðan ég var mjög ungur, var alltaf að leika mér með gömlu Canon myndavélina hennar mömmu og tók myndir í brúðkaupinu hennar þegar hún gifti sig. Mamma vissi alveg að hún var að ráða fagmann í verkefnið,“ segir Róbert og hlær. Hann er 26 ára gamall í dag og því með margra ára reynslu á bakinu. Róbert Arnar byrjaði ungur að árum að taka myndir.Aðsend Sér hlutina með öðruvísi augum „Ég hef alltaf verið með rosalega listrænt auga og hef haft þessi þörf til að skapa. Ljósmyndun er ein af nokkrum leiðum fyrir mig að koma þessari þörf út.“ Í upphafi ferilsins var Róbert mikið í 3D hönnun og vann mikið með photoshop. „Það hefur hjálpað mér gríðarlega með ljósmyndunina á þann hátt að ég sé hlutina með allt öðruvísi augum en flestir gera.“ Róbert hefur mikla ástríðu fyrir ljósmynduninni.Aðsend Róbert segist upphaflega eiginlega hafa slysast inn í bransann. „Ég var alltaf að leika mér að taka myndir og var statt og stöðugt að mynda yfir eitt árið en þá datt mitt fyrsta verkefni í hendurnar. Ég trúi því að þú verðir ekki heppinn nema þú setjir inn vinnuna líka og þarna var það nákvæmlega svoleiðis.“ View this post on Instagram A post shared by RÓBERT ARNAR X ICELAND 𓆈 (@robertarnar_) Ófyrirsjáanleg ævintýri Aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast við starfið segir Róbert: „Ég myndi klárlega segja að það sé skemmtilegast að fá að kynnast svo mikið að skemmtilegu fólki og eignast góða vini í leiðinni. Og svo ótrúlega gaman hvert þetta starf tekur mann. Ég veit aldrei hvað kemur næst, sem ég dýrka!“ Hann segist þrífast vel í margbreytileika starfsins. Ég myndi tvímælalaust segja að verkefnin þar sem maður kynnist skemmtilegu og hæfileikaríku fólki séu skemmtilegust. Og það kemur alltaf að óvart hvað fólk er hæfileikaríkt, þótt það taki ekki sjálft eftir því.“ Róbert ásamt góðum vinum og samstarfsfólki.Aðsend Lítill svefn en mikið stuð Óhefðbundin rútína starfsins getur þó verið krefjandi. „Svefninn fer alveg í ruglið, ég get verið að mynda á klúbbnum um nóttina og þurft að vakna snemma daginn eftir í annað verkefni sem getur verið erfitt. En stuttir lúrar eru klárlega algjört bjargráð í þessum bransa.“ Róbert að mynda goðsögnina Röggu Gísla.Aðsend Róbert hefur sem áður segir myndað fjöldann allan af partýjum, þar á meðal myndaveislur sem Vísir hefur fengið að birta af hinni sívinsælu Gugguvakt. „Það er alltaf sjúklega gaman, ég held að flestir hafi ótrúlega gaman af því. Fólkið er þarna bara til að hafa gaman og eiga góða stundir og þá er algjör bónus að ég sé þarna að mynda þessa skemmtun. Stundum eru myndirnar ekkert æðislegar en það eru oftast bestu myndirnar því þetta eru bara minningar.“ Vill starfa um allan heim Blaðamaður spyr þá hvort partýgestir sitji sig einhvern tíma í samband við hann daginn eftir og vilji sjá myndirnar eða að hann eyði þeim? „Já það kemur fyrir og fylgir þessu starfi myndi ég segja. Ég reyni alltaf að taka bestu myndirnar fyrir fólk en stundum hittir það ekki endilega í mark, ekkert persónulegt endilega en þá er minnsta mál í heimi að fjarlægja myndina.“ Róbert tekur líflegar og skemmtilegar myndir af skemmtanalífinu.Aðsend Róbert Arnar segir að lokum erfitt að nefna eitthvað eitt draumaverkefni en er þó með stóra drauma. „Ég held að mig langi hvað mest að gera auglýsingu sem endar í sjónvarpinu og á stórum skjáum úti í heimi. Ég veit að sá draumur mun rætast einn daginn ef ég held áfram að gera það sem ég er að gera. Stefnan mín er komast erlendis með ljósmyndunina og starfa um allan heim. Og kynnast æðislegu fólki í leiðinni!“
Ljósmyndun Samkvæmislífið Næturlíf Reykjavík Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira