Reykjavík

Fréttamynd

Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu

Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum.

Innlent
Fréttamynd

„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stór­fljót“

Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins.

Innlent
Fréttamynd

Lögnin sem fór í sundur er sex­tíu ára gömul

Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Aðrar or­sakir en mann­leg mis­tök

Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök.

Innlent
Fréttamynd

Vatn flæddi inn í hús og bíla

Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð.

Innlent
Fréttamynd

Erill vegna mikillar ölvunar

Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt og var sérstaklega mikið af ölvunartengdum málum á borði hennar. Í dagbók lögreglu segir að óvenju margar tilkynningar um ofurölvi fólk og vandræði vegna ölvunar hafi borist í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti

Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 

Innlent
Fréttamynd

Fátt um svör eftir margra ára töf á upp­byggingu í Vestur­bugt

Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka.

Innlent
Fréttamynd

Gámur eyði­lagðist á Reykja­nes­braut

Hreinsunarstarf stendur nú yfir á Reykjanesbraut eftir að gámur, sem verið var að flytja á palli vörubíls, hafnaði undir brúnni milli Smiðjuhverfisins og Staldursins í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður

Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju er ekki búið að gera eitthvað?“

Móðir stúlku sem varð fyrir bíl á rafmagnshlaupahjóli kallar eftir hjálmum á Hopp-hlaupahjól og bættu umferðaröryggi á hættulegustu gatnamótum landsins. Stúlkan mjaðmabrotnaði en hún kveðst þakklát fyrir að ekki hafi farið verr.

Innlent
Fréttamynd

Fagna því að stúdentar hafi endur­heimt úti­há­tíðina sína

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands verður sett í kvöld. Hátíðin fer fram í fyrsta skipti síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn, mörgum stúdentum til ómældrar ánægju. Forseti Stúdentaráðs iðar í skinninu að setja hátíðina, og getur ekki lagt nógu mikla áherslu á mikilvægi félagslífs stúdenta.

Menning
Fréttamynd

Reksturinn í járnum í Reykjavík

Borgarráð samþykkti í dag árshlutareikning Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta nærri 10 milljörðum betri en áætlað var. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir um 4 milljarða verri rekstrarniðurstöðu A-hluta en gert var ráð fyrir. Samþykktar voru tillögur til að draga úr rekstrarhalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum höfuð­áverka eftir hrotta­lega líkams­á­rás

Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, réðst að manninum fyrst innanhúss og svo fyrir utan húsið. Í ákæru á hendur honum kemur fram að hann hafi traðkað ítrekað á höfði fórnarlambsins sem lést af völdum höfuðáverkans.

Innlent
Fréttamynd

Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar

Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður.

Innlent
Fréttamynd

Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum

Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Segja stjórn­endur Bakka hafa fælt for­eldra frá í mörg ár

Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun.

Innlent
Fréttamynd

Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Tak­markanir mennta­stefnu Reykja­víkur­borgar

Sælir Skúli Helgason og Helgi Grímsson.Þið þekkið okkur líklegast ekki en við þekkjum til ykkar og því miður ekki af góðu. Á sínum tíma stóðuð þið að baki lokun á grunnskóla Staðahverfis undir heitinu “Spennandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi” sem okkur foreldrum fannst hreinlega ekkert spennandi og orðavalið sjálft endurspeglaði virðingarleysi í garð barna á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Segir sjálf­stæðis­menn lýsa yfir stríði við máva

Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Líf Magneudóttir gagnrýnir framgang Sjálfstæðisflokksins hvað máva í Reykjavík varðar en hún segir flokkinn hafa lýst yfir stríði við fuglinn. Hún hvetur kjörna fulltrúa til þess að fella tillögu Sjálfstæðisflokksins sem vilji drepa unga mávana.

Innlent
Fréttamynd

Neitar sök í Barðavogsmálinu

Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið.

Innlent
Fréttamynd

Strand í Staðar­hverfi?

Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir.

Skoðun