Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Samúel Karl Ólason, Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 15:37 Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Vísir/Vilhelm Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknaði eldurinn í einu herbergi í húsinu. Fólk var í húsinu þegar eldurinn kviknaði og var að minnsta kosti einn fluttur á sjúkrahús en ekki liggur fyrir hvort sá var alvarlega slasaður. Reykkafarar fóru inn í húsið til að ganga úr skugga um að allir væru komnir út. Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þriggja manna; Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóri HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmaður hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem starfað hefur sem stjórnandi hjá ELJU. Félögin heita Akrotiri ehf. og Agros: Akrotirie ehf. Þá á félagið ÞR eignir ehf, sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða, stórt rými í byggingunni. Ekki fyrsti bruninn á Funahöfða Síðast kom eldur upp á Funahöfða í apríl á þessu ári. Þá var þó um að ræða annað hús en það sem kviknaði í í dag. Í júlí 2018 kviknaði einnig eldur í götunni, þá í Funahöfða 17a. Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Lögregla handtók síðar íbúa í húsinu, grunaðan um íkveikju. Leita af sér allan grun Fréttastofa ræddi við Jörgen Valdimarsson, varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vettvangi. „Hér varð eldur í einu herbergi. Það var mikill eldur þegar við komum hérna, en við erum búnir að ná að slökkva þetta og erum að reyklosa og leita af okkur grun um að það séu einhverjir fleiri þarna inni,“ segir Jörgen. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans, en Jörgen kvaðst ekki hafa upplýsingar um ástand hans. Talið er að viðkomandi hafi verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Jörgen Valdimarsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Jörgen segir íbúðir hafa verið í húsinu, en ekki séu taldar líkur á að fleiri hafi verið í húsinu. „En við viljum bara vera alveg 110 prósent vissir,“ segir Jörgen. Eldsupptök séu ekki ljós. „Nú er bara að reyklosa þetta og taka saman.“ Allt tiltækt lið hafi verið sent á vettvang, enda hafi eldurinn verið mikill. „Það logaði út um glugga þegar við komum.“ Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Fréttin hefur verið uppfærð.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira