Hafnarfjörður

Fréttamynd

Hafnar­fjarðar­bær hyggst gefa ný­burum krútt­­körfur

Nýbakaðir foreldrar í Hafnarfirði mega með haustinu vænta þess að fá svokallaða krúttkörfu frá bænum sem inniheldur allar helstu nauðsynjar fyrir barnið á borð við samfellur, smekki og bleyjur. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði segir þetta vera leið til þess að taka á móti nýjum íbúum með táknrænni hætti en hefur verið gert hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir laumu­far­þegar fluttir í sótt­varna­hús

Fjórir laumufarþegar voru um borð í skipi sem kom til hafnar í Straumsvík þann 8. júlí síðastliðinn. Mennirnir dvelja nú í sóttvarnarhúsi en talið er að þeir hafi komið um borð í skipið í Senegal um mánaðamótin maí/júní.

Innlent
Fréttamynd

Tækniskólinn í Hafnar­fjörð

Fram­­tíðar­­lausn á hús­­næðis­vanda Tækni­­­skólans hefur verið fundin og hafa allir sem koma að málinu sam­mælst um hana. Hún er í formi nýs hús­­næðis við Suður­höfnina í Hafnar­­firði.

Innlent
Fréttamynd

Segja lög­reglu hafa beitt raf­byssu og eytt mynd­böndum sjónar­votta

Tveir palestínskir flótta­menn voru hand­teknir í mót­töku Út­lendinga­stofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólu­setningar­vott­orð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónar­vottur sakar lög­reglu um að hafa tekið af sér símann og eytt mynd­bandi sem var tekið upp.

Innlent
Fréttamynd

Kynntu fyrirhugaðar stofnvegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu

Betri samgöngur ohf. og Vegagerðin halda í dag fund þar sem farið verður yfir þær stofnvegaframkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu næstu árum. Um er að ræða kynningarfund um stofnvegaframkvæmdir Samgöngusáttmálans og verður streymt frá fundinum í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er með gott fréttanef“

Nítján ára fréttafíkill og vinkona hans hafa stofnað nýjan fréttamiðil á samfélagsmiðlinum Instagram, Fréttir með Finnboga, og ætla að flytja fréttir úr Hafnarfirði í allt sumar. Fréttamaðurinn hefur þó mestan áhuga á hamfarafréttum og segist vera með mjög gott fréttanef.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun starfa, fram­kvæmdir og menning í Hafnar­firði

Í lok maí samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar áframhaldandi aðgerðir vegna Covid19 sem eru til þess fallnar að styðja enn frekar við íbúa og atvinnulíf í bæjarfélaginu. Aðgerðirnar eru aukin fjárframlög til fjölgunar starfa, til innviðauppbyggingar og til sérstakra menningarviðburða sumarið 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Hálfur álfur í Hellisgerði á sjómannadaginn

Landsmenn bíða margir spenntir eftir hátíðahöldum sumarsins eftir langan og óvenjulegan vetur. Það eru þó ekki eingöngu mennskir Íslendingar sem hlakka til að sletta úr klaufunum, sjálfir álfarnir í Hellisgerði í Hafnarfirði virðast hafa fengið nóg af slökun og bjóða því til mikillar gleði í garðinum á sunnudaginn.

Lífið
Fréttamynd

Skammbyssa reyndist Stjörnustríðs geislabyssa

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um einstakling með skammbyssu í Hafnarfirði. Þegar betur var að gáð kom hins vegar í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af Star Wars geislabyssu.

Innlent
Fréttamynd

Fram­­kvæmd Suður­ne­sja­línu 2 í upp­­­námi

Fyrir­huguð fram­kvæmd Lands­nets á Suður­ne­sja­línu 2 er komin í upp­nám að sögn upp­lýsinga­full­trúa Lands­nets, Steinunnar Þor­steins­dóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á ó­vart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svo­nefnda Suð­vestur­línu.

Innlent
Fréttamynd

Bókuðu á víxl um stjórnar­skrár­verk í bæjar­stjórn Hafnar­fjarðar

Fulltrúar meiri- og minnihlutans í borgarstjórn Hafnarfjarðarbæjar skiptust á bókunum í gær um umdeilt listaverk sem tengist kröfu um nýja stjórnarskrá sem var fjarlægt af vegg menningarhússins Hafnarborgar á dögunum. Minnihlutinn vildi biðja listamenn afsökunar en bæjarstjóri telur að skerpa þurfi verklagsreglur.

Innlent