Skjálftahrina við Kleifarvatn gæti haft áhrif á vatnsstöðu Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 14:21 Kleifarvatn er sérstakt náttúrufyrirbæri en ekkert beint frárennsli er í vatninu heldur fer það sína leið um hraunið. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og nú er horft til þess hvort skjálftahrina geti orðið til að opna greiðari leið út. vísir/arnar Jarðskjálfti sem mældist 3,3 var undir Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir þau hjá Veðurstofunni fylgjast grannt með gangi mála. Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi. „Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað. Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis. Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Skjálftinn átti upptök sín á sjö kílómetra dýpi og er staðsettur norðvestanmegin undir vatninu. En töluverð jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu að undanförnu, alls um 70 frá miðnætti. Lovísa Mjöll segir það í sjálfu sér ekkert nýtt. Þarna eru flekaskil og þegar við bætist að kvikusöfnun sem hefur greinst á svæðinu, landris, þá sé viðbúið að jörð skjálfi. „Já, þarna hefur verið virkni undanfarna daga en í rauninni nokkuð sem við megum búat við,“ segir Lovísa Mjöll en „GPS-inn“ og myndavélar sýna að ris er að eiga sér stað. Kleifarvatn, þetta stærsta stöðuvatn Reykjaness, er sérstakt hvað það varðar að ekkert frárennsli er frá vatninu. Það leitar út um gljúpan botninn og í hraunið sem þarna er. Vatnsstaðan hefur verið breytileg og til að mynda var vatnsstaðan afar lág 2001, svo mjög að mælitæki Vatnamælinga voru komin á þurrt. Lovísa Mjöll segir ekkert liggja fyrir um vatnsstöðuna núna og hafði því ekki svör á reiðum höndum við því hvort skjálftarnir gætu leitt til aukins fráflæðis. Áhyggjur af slíku komu fram í máli Óskar Sævarssonar, landvarðar í Reykjanesfólkvangi, en Kristján Már Unnarsson ræddi við hann 2020 í tilefni þess að stórar bergfyllur hrundu úr Krísuvíkurbjargi og nýjar sprungur opnuðust við stóran skjálfta sem þá reið yfir.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Hafnarfjörður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira