Garðabær

Fréttamynd

Hiti yfir tuttugu stig í Reykjavík í fyrsta sinn í sumar

Hitinn fór yfir tuttugu gráður í Reykjavík í dag og er það í fyrsta sinn sem það gerist í sumar. Líkur á tuttugu stiga hita í Reykjavík eru almennt litlar en minnka ört eftir miðjan ágúst. Í Garðabænum náði hitinn 22,3 gráðum.

Veður
Fréttamynd

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Býður fólki að veita gömlum peysum nýtt líf

Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Býr í tjaldi í hraun­gjótu

Tvítugur flóttamaður býr í hraungjótu en hann hefur misst allan rétt á þjónustu og aðstoð á Íslandi eftir endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Hann vill ekki fara aftur heim þar sem hann segist sæta ofsóknum vegna trúarbragða. 

Innlent
Fréttamynd

„Ef það eru ekki mávar þá er það seðla­banka­stjóri“

Fugla­fræðingur segir aukinn á­gang máva á höfuð­borgar­svæðinu og kvartanir vegna þeirra vera ár­legan við­burð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan á­hættu­samari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt upp­dráttar, líkt og aðra sjó­fugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma.

Innlent
Fréttamynd

Verð hús­næðis lækkaði á höfuð­borgar­svæðinu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill kyn­lífs­há­vaði raskaði svefn­friði íbúa

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var nokkuð hefðbundin ef marka má dagbók hennar. Tvær tilkynningar bárust um líkamsárás, nokkrar tilkynningar um innbrot og kvartanir undan hávaða. Ein slík barst vegna kynlífshávaða sem raskaði svefnfriði.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að vakna eld­­snemma til að baka extra af pizzu og snúðum

Síðasti sjens til að fá sér kaffi, snúð og pizzu á Álftaneskaffi er á morgun. Skúli Guðbjarnarson hefur rekið veitinga- og kaffihúsið ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Jóhannsdóttur, síðustu átta árin. Þau ætla nú að skella í lás og taka sér frí í ár til að undirbúa næstu verkefni.

Lífið
Fréttamynd

Stal bíl og ók undir á­hrifum með lögguna á hælunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarinnar í umfangsmiklum aðgerðum í Reykjavík, Garðabæ og Hafnarfirði þar sem ökumanni Land Cruiser jeppa var veitt eftirför. Um stolinn bíl var að ræða en engan sakaði þrátt fyrir að lögreglubíll hafi hafnað utan vegar við eftirförina.

Innlent
Fréttamynd

Lýtalæknir selur glæsihöll á Arnarnesi

Lýtalæknirinn Ágúst Birgisson hefur sett glæsihöll sína við Haukanes 15 í Garðabæ til sölu. Um er að ræða tæplega 280 fermetra einbýlishús byggt árið 1973 staðsett á stærðarinnar hornlóð með sjávarútsýni.

Lífið
Fréttamynd

„Hér verður ekki flugvöllur og hér verða ekki blokkir“

Bessastaðanes var formlega friðlýst í morgun eftir að forsetaembættið og bæjarstjórn Garðabæjar óskuðu eftir því. Forseti Íslands fagnar því að sjónarmið náttúruverndar og útivistar hafi ráðið för við ákvörðunartökuna. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir friðlýsinguna þýðingarmikla fyrir líffræðilegan fjölbreytileika. 

Innlent
Fréttamynd

For­setinn býður heim á sunnu­daginn

Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi milli klukkan 13 og 16 á sunnudaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti mun þar taka á móti gestum og gefst þeim færi á að skoða Bessastaði. 

Innlent