Kópavogur

Fréttamynd

Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitinga­stöðum í Smára­lind

Bæta á tveimur bíósölum við Smárabíó og uppfæra skemmtisvæði bíósins. Á sama tíma er unnið að endurnýjun og fjölgun veitingastaða í austurenda Smáralindar. Gert er ráð fyrir því að þrettán nýir veitingastaðir bætist við þar. Nýir bíósalir opna í haust. Í Smárabíó eru fyrir fimm bíósalir sem rúma um þúsund manns samanlagt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ævintýrapar selur fal­lega fyrstu eign

Kærustuparið Elizabeth Tinna Arnardóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Jóhann Kaldal Jóhannsson, starfsmaður hjá Arion banka, hafa sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Er um að ræða huggulega rúmlega 67 fermetra íbúð með rúmgóðum yfirbyggðum svölum og ásett verð er tæpar 67 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Ráðist í skipu­lags­breytingar og þremur sagt upp

Ráðist hefur verið í breytingar á stjórnkerfi og skipuriti Kópavogsbæjar sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa, auka skilvirkni og skýra hlutverk og ábyrgð stjórnsýslunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ hefur þremur verið sagt upp í tengslum við breytingarnar sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar Kópavogs í gær. Auglýst verður eftir þremur nýjum skrifstofustjórum á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Landshornalýðurinn á Hálsunum

Á dögum fyrri heimsstyrjaldarinnar var alvarlega kreppa í Reykjavík, fólk streymdi til höfuðborgarinnar en húsnæðisekla var mikil í höfuðborginni. Vegna þessa var ásókn í ræktunarland í Kópavogi mjög vaxandi. Kópavogur tilheyrði þá „Seltjarnarneshreppi hinum forna“ og íbúar þar greiddu útsvar sitt til hreppsins sem var landfræðilega tvískiptur, með Reykjavík á milli. Í stríðslok 1945 voru íbúar í „Upphreppnum“ sem Kópavogur kallaðist orðnir rúmlega 500.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til bæjar­stjóra Kópa­vogs

Ég hef starfað í Kópavogi frá því ég útskrifaðist úr Kennararháskólanum árið 2006 fyrst sem leikskólakennari svo sem deildastjóri, aðstoðarskólastjóri og nú síðast sem skólstjóri. Ég hef oftast verið stolt af því að vinna fyrir Kópavogsbæ margt hefur verið gert vel.

Skoðun
Fréttamynd

Að byggja upp öfluga og flotta leik­skóla til fram­tíðar

„Við erum með mikinn metnað er snýr að því að byggja upp öfluga og flotta leikskóla og höfum þess vegna farið í kerfisbreytingar á leikskólaumhverfinu til þess eins að bæta starfsumhverfið,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs þegar ljóst er að yfirvofandi eru verkföll í 22 leikskólum bæjarins.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég á­kvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“

Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn.

Innlent
Fréttamynd

Kópa­vogur sýknaður af milljarðakröfum

Landsréttur hefur snúið dómi héraðsdóms, sem dæmdi Kópavog til að greiða Magnúsi Pétri Hjaltested 1,4 milljarða króna, við. Magnús Pétur krafðist alls 5,6 milljarða króna í málinu, sem faðir hans heitinn höfðaði upphaflega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinir Kópa­vogs þáðu styrki án réttrar skráningar

Vinir Kópavogs hafa þegið styrki upp á 2,3 milljónir króna síðustu þrjú ár án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Oddviti flokksins segir enga leiðsögn hafa fylgt greiðslum Kópavogsbæjar um skráningu flokksins en Vinir Kópavogs hafi þegar gert ráðstafanir til að skrá starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Mayoral til Ís­lands

Spænska barnafatakeðjan Mayoral opnar tvær nýjar verslanir á Íslandi í vor í gegnum umboðssamning. Annars vegar er um að ræða verslun í Smáralind, sem áðu hýst verslun Vodafone, og hins vegar netverslun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fara fram á að Kópa­vogs­bær fresti lokuninni á Dal­vegi

Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Líkamsræktarfrömuður selur í Kópa­vogi

Líkamsræktarfrömuðurinn Birkir Vagn Ómarsson hefur sett slotið á sölu í Galtalind í Kópavogi. Birkir Vagn hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina MGT og boðið þar upp á æfingar sem hafa slegið í gegn.

Lífið
Fréttamynd

Eldur kom upp í matarvagni

Eldur kom upp í matarvagni í Kópavogi. Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu og eru slökkviliðsmenn á leiðinni á vettvang.

Innlent