Ísrael

Fréttamynd

Mat­vöru­verslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með

Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að uppfæra ekki fríverslunarsamning við Ísrael hefur lítil sem engin áhrif á stærstu matvöruverslanir landsins. Forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi fylgjast hins vegar grannt með málinu. Talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segja leið­toga Hamas hafa lifað á­rásina af

Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar gera loft­á­rásir á Katar

Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil.

Erlent
Fréttamynd

„Er þetta allt sem Ís­land getur gert?“

Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum.

Innlent
Fréttamynd

Upp­færa ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráð­herra

Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort Ís­land verði með í Euro­vision

Stjórn Rúv hefur gert fyrirvara um þátttöku Íslands í Eurovision á næsta ári og ekki liggur fyrir hvort Ísland verði með líkt og staðan er núna. Þetta staðfestir stjórnarformaður Rúv í samtali við Vísi. Ástæðan er sú að nú stendur yfir samráðsvinna á vettvangi EBU hvað lýtur að þátttöku Ísraels í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Sex látnir í skot­á­rás Palestínu­manna í Jerúsalem

Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að tveir palestínskir byssumenn hófu skothríð á strætisvagnastoppistöð í norðanverðri Jerúsalem í morgun. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum en Hamas-samtökin hafa lýst yfir velþóknun á honum.

Erlent
Fréttamynd

Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels

Ísraelsher hefur notað gervigreind til þess að myrða óbreytta borgara á áður óþekktum skala. Þessi þróun ætti að valda okkur öllum áhyggjum. Í fyrsta lagi vegna þeirrar óheyrilegu grimmdar sem liggur að baki gervigreindarhernaði Ísraela en einnig vegna þess að Ísrael á sér langa sögu um að gera hernað sinn gegn palestínsku þjóðinni að útflutningsvöru.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæla hug­myndum um inn­limun nær alls Vesturbakkans

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum segja að Ísraelsmenn myndu fara yfir „rauða línu“ ef þeir innlimuðu Vesturbakkann. Þá myndi það gera út um möguleikann á svokallaðri „tveggja ríkja lausn“ á deilu Ísrael og Palestínumanna.

Erlent
Fréttamynd

Vél­menni hlaðin sprengi­efnum rífi niður byggingar

Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu.

Erlent
Fréttamynd

Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza

Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael.

Skoðun
Fréttamynd

Tvær sögur

Anna Frank var stúlka af gyðingaættum sem hélt dagbók meðan hún var í felum í Amsterdam, ásamt fjölskyldu sinni og fjórum vinum, þegar Holland var hernumið af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. Anna var fædd í Frankfurt am Main í Þýskalandi árið 1929 og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Amsterdam árið 1934, eftir að nasistarnir komust til valda í Þýskalandi. Sjö kynslóðir fjölskyldunnar höfðu búið í Frankfurt.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa

Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði.

Erlent
Fréttamynd

Felldu tals­mann hernaðararms Hamas

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar

Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Rektor rýfur þögnina eftir mót­mælin á Þjóð­minja­safninu

Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum.

Innlent
Fréttamynd

Í minningu körfuboltahetja

Mohammad Sha’lan, einn fremsti körfuknattleiksmaður Palestínu, lést langt fyrir aldur fram þann 19. ágúst síðastliðinn. Hann fæddist 11. nóvember 1985 í Bureij-flóttamannabúðunum á Gaza og átti langan og afar farsælan feril með mörgum af sterkustu körfuknattleiksliðum Gazastrandarinnar. Hann lék einnig fyrir þjóð sína með landsliði Palestínu á fjölmörgum alþjóðamótum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég segi bara að þögn er sama og sam­þykki“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans.

Innlent
Fréttamynd

Vörpuðu sprengjum á sjúkra­hús með 15 mínútna milli­bili

Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn.

Erlent