Svíþjóð

Fréttamynd

Northvolt í þrot

Sænski rafhlöðuframleiðandinn Northvolt hefur lýst yfir gjaldþroti. Starfsfólki var tilkynnt um þetta í morgun. Miklar vonir voru á sínum tíma gerðar til félagsins þegar kom að orkuskiptum, en vegna mikilla fjárhagsvandræða hefur gjaldþrot verið yfirvofandi síðustu misserin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tap­sár Måns svarar gagn­rýn­endum fullum hálsi

Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Euro­vision

Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes.

Lífið
Fréttamynd

Mette full­trúi Norður­landa á neyðarfundi í París

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, verður fulltrúi Norðurlandanna á neyðarfundi Evrópuleiðtoga í París í dag um stöðuna í Úkraínu. Það var Emmanuel Macron Frakklandsforseti sem boðaði fundinn í framhaldi af málflutningi Trump-stjórnarinnar undanfarna daga í tengslum við friðarviðræður við Rússa vegna Úkraínu, sem Evrópu er haldið utan, og eftir samtöl Trump Bandaríkjaforseta við Pútín Rússlandsforseta.

Erlent
Fréttamynd

Telja Anders­son hafa skotið fólk af handa­hófi

Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga.

Erlent
Fréttamynd

Myrti sjö konur og þrjá karla

Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum.

Erlent
Fréttamynd

Prinsessan eignaðist dóttur

Sofia prinsessa af Svíþjóð er búin að eiga. Hún eignaðist dóttur klukkan 13:10 í dag. Þetta er fjórða barn hennar og Karls Filippusar.

Lífið
Fréttamynd

Var vopnaður þremur byssum

Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins.

Erlent
Fréttamynd

Nafn­greina árásar­manninn í Örebro

Lögregla í Svíþjóð vill meina að hinn 35 ára Rickard Andersson hafi verið árásarmaðurinn sem banaði tíu námsmönnum í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær.

Erlent
Fréttamynd

Halla sendir Svía­konungi samúðarkveðju

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna „hörmulega mannvíga“ í skóla í Örebro í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er vitað um á­rásar­manninn í Örebro

Maðurinn sem skaut að minnsta kosti tíu til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í gær var 35 ára gamall og atvinnulaus. Hann er talinn hafa verið einn að verki og tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir en ekki er talið að einhverskonar hugmyndafræði hafi ráðið ferðinni.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lenskur skóla­stjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina

Svanfríður Birgisdóttir, einn af skólastjórum Campus Risbergska-skólans í Örebro í Svíþjóð, segir alla í áfalli eftir að skotárás var gerð á skólann um hádegisbil í dag. Um það bil tíu manns eru taldir látnir. Einn þeirra látnu er talinn vera árásarmaðurinn.

Erlent
Fréttamynd

Skot­á­rás í sænskum skóla

Einhverjir eru sagðir látnir eftir að skotárás var gerð í skóla í bænum Örebro í Svíþjóð um hádegisbil. Lögregla hefur staðfest að fimmtán manns að minnsya kosti hafi særst í árásinni, en sænskir fjölmiðlar segja ljóst að einhverjir séu látnir. Viðbúnaður er mjög mikill á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

Morð á kóran­brennu­manni gæti tengst er­lendu ríki

Forsætisráðherra Svíþjóðar segir að mögulegt sé að erlent ríki hafi komið nálægt morði á írökskum flóttamanni sem vakti athygli fyrir að brenna trúarrit múslima á miðvikudag. Fimm menn eru í haldi lögreglu vegna morðsins.

Erlent
Fréttamynd

Sænsk sjón­varps­goðsögn látin

Sænski sjónvarpsmaðurinn Leif „Loket“ Olsson, sem þekktastur er fyrir að hafa stýrt sjónvarpsþáttunum Bingólottó um margra ára skeið, er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Tengja hrinu sprenginga í Sví­þjóð við glæpa­samtök

Tilkynnt hefur verið um þrjátíu sprengingar í Svíþjóð frá áramótum, flestar þeirra í sunnanverðum Stokkhólmi. Sænska lögreglan segir skýr tengsl á milli sprenginganna og glæpasamtaka sem beiti ofbeldi til þess að kúga fé út úr fólki.

Erlent
Fréttamynd

Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæ­streng

Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar.

Erlent