Reyna að lokka íslenska lækna heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 16:51 Alma Möller heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn. Vísir/Vilhelm Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim. Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira
Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Sjá meira