Noregur

Fréttamynd

Norski olíusjóðurinn með meira en 30 milljarða undir á Íslandi

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, jók talsvert við verðbréfaeign sína á Íslandi á síðasta ári. Eignir sjóðsins, sem eru einkum skuldabréf á ríkissjóð og íslensk félög, námu samtals 246 milljónum Bandaríkjadala í árslok 2021, jafnvirði um 32 milljarða króna, og hefur verðbréfaeign olíusjóðsins ekki verið meiri hér á landi í liðlega fimmtán ár.

Innherji
Fréttamynd

Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti

Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade.

Erlent
Fréttamynd

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

Lífið
Fréttamynd

Leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun

Í vikunni var haldinn í Ósló alþjóðlegur leiðtogafundur um stöðu fólks með fötlun. Talið er að 15 prósent jarðarbúa, einn milljarður manna, sé með fötlun. Af þeim búa 80 prósent í lág- og millitekjuríkjum. 

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Breivik fluttur í annað fangelsi

Norski fjöldamorðinginn og hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik verður fluttur úr Þelamerkurfangelsinu og í Hringaríkisfangelsið innan skamms.

Erlent
Fréttamynd

Sau­tján ára Úsbek­i felldi Carl­sen af stallinum

Nodirbek Abdusattorov, sautján ára Úsbeki, varð í gær heimsmeistari í atskák í pólsku höfuðborginni Varsjá og batt þar með enda á sigurgöngu Norðmannsins Magnus Carlsen sem var fyrir mótið handhafi þriggja stærstu heimsmeistaratitlanna í skákíþróttinni.

Sport