Þurfti að yfirgefa heimili sitt með tvö börn vegna aurskriða í heimabænum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2023 20:01 Þórhildur Mjølid dvelur nú á hóteli um 17 kílómetra frá heimili sínu, en bærinn sem hún býr í var rýmdur vegna aurskriða og vatnsveðurs. Þórhildur/AP Íslensk kona sem hefur þurft að yfirgefa heimili sitt í Noregi vegna flóða dvelur nú á hóteli ásamt fjölda annarra sem eru í sömu stöðu, og bíður þess að geta komist heim með börnin sín tvö. Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri. Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Óveðrið Hans hefur valdið miklum flóðum í suðurhluta Noregs og Svíþjóðar í dag. Meðal annars í Ulnes í Noregi þar sem íslensk kona þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærmorgun. „Það er búið að vera mjög mikið af aurskriðum þar sem ég bý, og það fór aurskriða yfir innkeyrslurnar hjá bæjunum þar sem ég bý. Þannig að við vorum rýmd og erum núna á hóteli í Fagernes,“ segir Þórhildur Mjølid Nágrannar Þórhildar yfirgáfu svæðið degi síðar en hún sjálf, en hún fékk myndband sent úr hverfinu í dag, sem sjá má í fréttainnslaginu hér að neðan. Rauða húsið uppi á hæðinni er heimili Þórhildar, þar sem hún býr með sambýlismanni sínum og tveimur börnum. Á morgun fá þau að fara heim til sín að ná í eigur sínar. „En það er ekki vitað hvenær ég fæ að fara heim aftur. Það gætu alveg orðið nokkrir dagar í viðbót.“ Heppin miðað við marga Á hótelinu er fjöldi fólks í sömu stöðu og Þórhildur. „Fólk er farið að verða pínu óþolinmótt, en annars er bara góð stemning. Þetta er í raun lúxus miðað við önnur sveitarfélög sem eru búin að lenda í aurskriðum og flóðum. Flest þeirra eru bara með íþróttahús.“ Í Fagernes, þar sem hótelið er staðsett, er líka talin hætta á flóðum, líkt og sjá má út um glugga á hótelinu. Þar hefur norski herinn sett niður sandpoka við hótelið, þar sem möguleiki er á að yfirborð stöðuvatnsins við hótelið hækki enn meira. Fari svo að vatn flæði inn í kjallara hótelsins þarf að rýma það og koma fólkinu sem þar dvelur á annan stað. Enn annars staðar í Noregi brast stífla Braskereidfoss-orkuversins í Glommu, vatnsmestu á Noregs. Áður en stíflan brast höfðu yfirvöld íhugað að sprengja hluta stíflunnar til að koma í veg fyrir hamfaraflóð. Um 20 heimili suður af stíflunni hafa þegar verið rýmd, en til greina kemur að rýma fleiri.
Noregur Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira