Skíðasvæði

Fréttamynd

Hlúum að vöggu skíða­í­þróttarinnar!

Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum.

Skoðun
Fréttamynd

Langar raðir en rosalega góð stemmning í Hlíðarfjalli

Fjöldi fjölskyldna af höfuðborgarsvæðinu er mættur í vetrarparadís norður yfir heiðar til að renna sér í snjónum í Hlíðarfjalli. Þriggja barna móðir í Fossvoginum er ein þeirra sem er mætt með börnin norður og er spennt fyrir opnun nýju stólalyftunnar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli

„Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Allt að verða klárt í Hlíðarfjalli

Stefnt er að því að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri á föstudaginn. Vonir standa til að jafnvel verði hægt að vígja nýja stólalyftu í fjallinu í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Skíða­fólk tekur gleði sína á ný

Aðstandendur ítalskra skíðahótela halda bjartsýnir inn í veturinn en hafa varann á. Síðustu tvö árin hafa eðli málsins samkvæmt verið hóteleigendum erfið vegna kórónuveirunnar. Bókanir streyma nú inn.

Erlent
Fréttamynd

Flóni og Villi Vill hamast í Siglfirsku Ölpunum

Rapparinn Flóni, Friðrik Róbertsson, og stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hafa notið lífsins í Siglfirsku Ölpunum um helgina, þar sem þeim er skutlað upp á fjall með þyrlu til þess eins að skíða aftur niður. 

Lífið
Fréttamynd

Drauma­að­stæður í Hlíðar­fjalli í dag

Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er bara rothögg“

Egill Rögnvaldsson sem rekur skíðasvæði Siglfirðinga í Skarðsdal segir að hertar sóttvarnaaðgerðir séu rothögg fyrir reksturinn. Skíðasvæðinu hefur verið lokað en framundan voru páskarnir þar sem von var á fjölda gesta norður á skíði.

Innlent
Fréttamynd

Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða

Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð

Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Leigja íbúð saman, út að borða saman en tveggja metra regla í pottinum

Forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar segir fólk sem komi í hópum til Akureyrar, leigi saman íbúð og fari saman út að borða finnist að það megi vera saman í heitum potti í sundlaug. Lágar smittölur í landinu verði líka til þess að fólk passi sig minna. Þá verði að hafa í huga að heitir pottar undir berum himni séu ekki illa loftræst rými.

Innlent
Fréttamynd

800 manns í Hlíðarfjalli í dag

Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði

Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn.

Innlent