Snjóbyssurnar koma sér vel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 07:00 Snjóframleiðsluvél, eða snjóbyssa, á skíðasvæði Dalvíkur. Eins og sjá má er ekkert sérstaklega mikill snjór á skíðasvæðinu sem stendur. Hörkufrost er hins vegar í vændum og því ætti að vera hægt að láta snjóbyssurnar ganga næstu daga. Visir/Tryggvi Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“ Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“
Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira