Fjármálafyrirtæki Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni. Innlent 20.2.2021 14:34 Stefnt á skráningu Síldarvinnslunnar í Kauphöllina Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tilkynntu fyrir fáeinum dögum þá ákvörðun sína að hefja skráningu félagsins í Kauphöll. Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Viðskipti innlent 20.2.2021 09:59 Íslandsbanki verður viðskiptavaki hlutabréfa Arion banka Arion banki hefur undirritað nýjan samning við Íslandsbanka um að Íslandsbanki gegni hlutverki viðskiptavaka á hlutabréfum útgefnum af Arion banka sem skráð eru í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Viðskipti innlent 18.2.2021 19:10 Reynir Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Valitor Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor en á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Viðskipti innlent 17.2.2021 17:27 Landsbankinn hagnaðist um 10,5 milljarða Landsbankinn hf. hagnaðist um 10,5 milljarða króna í fyrra og arðsemi eiginfjár var 4,3 prósent. Árið 2019 var hagnaður bankans 18,2 milljarðar og arðsemi eiginfjár 7,5 prósent. Viðskipti innlent 11.2.2021 18:41 Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. Viðskipti innlent 11.2.2021 07:53 Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. Viðskipti innlent 10.2.2021 23:29 Kurr á sveitarstjórnarfundi eftir að fulltrúar Arion banka kynntu skerðingaráform Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum Arion banka um að loka útibúi sínu í bænum og hefur falið sveitarstjóra að endurskoða framtíð bankaviðskipta sveitarfélagsins. Viðskipti innlent 10.2.2021 22:24 Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Viðskipti innlent 10.2.2021 19:33 Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. Viðskipti innlent 10.2.2021 18:23 Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. Innlent 2.2.2021 12:11 Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. Viðskipti innlent 2.2.2021 08:06 Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. Viðskipti innlent 29.1.2021 17:25 Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. Skoðun 27.1.2021 14:00 Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. Innlent 27.1.2021 08:01 Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 06:00 Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. Viðskipti innlent 24.1.2021 23:00 Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Viðskipti innlent 23.1.2021 20:18 Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. Viðskipti innlent 22.1.2021 20:42 Sorgarsaga Brynjar Níelsson fjallar um söluna á Íslandsbanka og lítur í þeim efnum til sögu Íbúðalánasjóðs sem að mati höfundar er víti til varnaðar. Skoðun 22.1.2021 11:06 Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. Viðskipti innlent 21.1.2021 18:32 Fá AGS til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri Norður- og Eystrasaltslöndin átta hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá sjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri á svæðinu. Viðskipti innlent 21.1.2021 14:24 63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. Innlent 19.1.2021 10:56 Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum. Viðskipti innlent 18.1.2021 15:47 Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra. Viðskipti innlent 18.1.2021 14:39 Steingrímur gerir engar athugasemdir við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó ríkið selji hlut í Íslandsbanka. Innlent 15.1.2021 10:35 Sparisjóður gerir sátt vegna ófullnægjandi aðgerða gegn fjármögnun hryðjuverka Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna hafa gert með sér samkomulag um sátt vegna brota sparisjóðsins á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskipti innlent 14.1.2021 16:53 Sýn sækir liðsauka til Icelandair, Arion banka og Bláa lónsins Sýn hefur ráðið þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason til starfa á rekstar-, fjármála- og mannauðssviði félagsins. Viðskipti innlent 14.1.2021 13:16 Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. Innlent 14.1.2021 11:48 Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst. Viðskipti innlent 13.1.2021 16:05 « ‹ 37 38 39 40 41 42 43 44 45 … 57 ›
Mest traust til Landhelgisgæslunnar en minnst til borgarstjórnar Landhelgisgæslan er sú stofnun sem flestir landsmenn bera mest traust til samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup eða 86 prósent. Fæstir segjast aftur á móti bera mest traust til borgarstjórnar Reykjavíkur eða 22 prósent. Í langflestum tilvikum hefur traust landsmanna til ýmissa stofnanna aukist milli ára samkvæmt könnuninni. Innlent 20.2.2021 14:34
Stefnt á skráningu Síldarvinnslunnar í Kauphöllina Forsvarsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað tilkynntu fyrir fáeinum dögum þá ákvörðun sína að hefja skráningu félagsins í Kauphöll. Gangi allur undirbúningur eftir er stefnt að skráningu á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram á vef Fiskifrétta. Viðskipti innlent 20.2.2021 09:59
Íslandsbanki verður viðskiptavaki hlutabréfa Arion banka Arion banki hefur undirritað nýjan samning við Íslandsbanka um að Íslandsbanki gegni hlutverki viðskiptavaka á hlutabréfum útgefnum af Arion banka sem skráð eru í viðskiptakerfi Nasdaq Iceland. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Viðskipti innlent 18.2.2021 19:10
Reynir Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri hjá Valitor Reynir Bjarni Egilsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Útgáfulausna hjá Valitor en á sama tíma sameinuðust deildirnar Útgáfulausnir og Útgáfuvinnsla undir nafni þeirrar fyrrgreindu. Viðskipti innlent 17.2.2021 17:27
Landsbankinn hagnaðist um 10,5 milljarða Landsbankinn hf. hagnaðist um 10,5 milljarða króna í fyrra og arðsemi eiginfjár var 4,3 prósent. Árið 2019 var hagnaður bankans 18,2 milljarðar og arðsemi eiginfjár 7,5 prósent. Viðskipti innlent 11.2.2021 18:41
Nýju húsi ætlað að hafa sterka skírskotun í yfirbragð gamla hraðfrystihússins Fimm byggingar munu rísa á lóðinni við Kirkjusand 2 í Reykjavík þar sem nú er að finna gamla Íslandsbankahúsið sem senn verður rifið. Arkitektastofan Kurtogpí varð hlutskörpust í samkeppni um nýja byggð á reitnum. Viðskipti innlent 11.2.2021 07:53
Íslandsbanki tvöfaldaði hagnað sinn á síðasta ársfjórðungi Íslandsbanki hagnaðist um 3,5 milljarða króna eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Er um að ræða tvöföldun frá sama tímabili árið 2019 þegar hagnaður nam 1,7 milljarði króna. Viðskipti innlent 10.2.2021 23:29
Kurr á sveitarstjórnarfundi eftir að fulltrúar Arion banka kynntu skerðingaráform Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum áformum Arion banka um að loka útibúi sínu í bænum og hefur falið sveitarstjóra að endurskoða framtíð bankaviðskipta sveitarfélagsins. Viðskipti innlent 10.2.2021 22:24
Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Viðskipti innlent 10.2.2021 19:33
Arion banki fer úr einum milljarði í tólf og hálfan Arion banki hagnaðist um 12,5 milljarða króna á síðasta ári. Þá var afkoma bankans af áframhaldandi starfsemi 16,7 milljarðar króna á árinu. Arðsemi eiginfjár var 6,5 prósent. Viðskipti innlent 10.2.2021 18:23
Bjarni vonar að almenningur sýni hlutum í Íslandsbanka mikinn áhuga Fjármálaráðherra vonar að almenningur sýni hlutabréfakaupum í Íslandsbanka svipaðan áhuga og í hlutfjárútboði Icelandair í haust. Tryggt verði að ríkið fái viðunandi verð fyrir hlutinn og stærð hlutarins fari eftir áhuga markaðarins. Innlent 2.2.2021 12:11
Telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur æskilegt að hægt verði að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir nokkra tugi þúsunda. Viðskipti innlent 2.2.2021 08:06
Hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins þann 17. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðherra sendi Bankasýslunni í dag og greint er frá í tilkynningu á vef stjórnarráðsins nú síðdegis. Viðskipti innlent 29.1.2021 17:25
Á ríkið að eiga banka eða selja banka ? Ríkið á að fullu tvo af þremur viðskiptabönkunum, Íslandsbanka og Landsbanka. Ríkið ætlaði í raun aldrei að eiga þessa banka heldur komu þeir í hendur ríkisins í kjölfar bankahrunsins og uppgjör þess. Þar af leiðandi var það aldrei stefna ríkisins að vera ráðandi aðili á fjármálamarkaði. Skoðun 27.1.2021 14:00
Taldi hugmyndina fráleita en hitti svo Jón Ásgeir Einar Kárason rithöfundur hefur sent frá sér mikla bók, Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þar er farið yfir einstakan feril athafnamannsins sem lenti í fordæmalausum málaferlum í tengslum við viðskipti sín og rekstur. Innlent 27.1.2021 08:01
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. Viðskipti innlent 27.1.2021 06:00
Vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta í vandræðum með peningana sína“ Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur óumdeilt að stefna að dreifðu eignarhaldi á fjármálafyrirtækjum til framtíðar. Umsvif ríkisins á fjármálamarkaði séu of mikil og ástandið eins og það er núna sé óheilbrigt. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar segir ekkert ákall vera frá almenningi um söluferli og vill ekki hlýða kalli „nokkurra fjárfesta“ í peningavandræðum. Viðskipti innlent 24.1.2021 23:00
Kristrún hættir hjá Kviku Kristrún Mjöll Frostadóttir mun láta af störfum sem aðalhagfræðingur hjá Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marinó Erni Tryggvasyni bankastjóra til starfsmanna þar sem Kristrúnu er óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Viðskipti innlent 23.1.2021 20:18
Kvika nú eini eigandi Netgíró Kvika banki hefur gengið frá kaupum á áttatíu prósenta hlut í fyrirtækinu Netgíró og er nú eini eigandi félagsins. Fyrir átti bankinn tuttugu prósent, en viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð síðasta sumar. Viðskipti innlent 22.1.2021 20:42
Sorgarsaga Brynjar Níelsson fjallar um söluna á Íslandsbanka og lítur í þeim efnum til sögu Íbúðalánasjóðs sem að mati höfundar er víti til varnaðar. Skoðun 22.1.2021 11:06
Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. Viðskipti innlent 21.1.2021 18:32
Fá AGS til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri Norður- og Eystrasaltslöndin átta hafa leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að fá sjóðinn til að greina hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka yfir landamæri á svæðinu. Viðskipti innlent 21.1.2021 14:24
63 prósent treysta Bjarna illa fyrir einkavæðingu Íslandsbanka Tæp 63 prósent þjóðarinnar treysta Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, mjög illa eða frekar illa til að leiða einkavæðingu Íslandsbanka. 23,5 prósent segjast treysta honum mjög eða frekar vel. Innlent 19.1.2021 10:56
Stefnir í sex milljarða afkomu Arion banka Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2020 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 6 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 12 prósent. Afkoman er umtalsvert umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila og hærri en á undangengum ársfjórðungum. Viðskipti innlent 18.1.2021 15:47
Bein útsending: Salan á Íslandsbanka í brennidepli á Alþingi Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar klukkan 15 í dag. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra. Viðskipti innlent 18.1.2021 14:39
Steingrímur gerir engar athugasemdir við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna, segist ekki hafa nokkrar áhyggjur af því þó ríkið selji hlut í Íslandsbanka. Innlent 15.1.2021 10:35
Sparisjóður gerir sátt vegna ófullnægjandi aðgerða gegn fjármögnun hryðjuverka Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna hafa gert með sér samkomulag um sátt vegna brota sparisjóðsins á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Viðskipti innlent 14.1.2021 16:53
Sýn sækir liðsauka til Icelandair, Arion banka og Bláa lónsins Sýn hefur ráðið þau Hákon Davíð Halldórsson, Björgvin Gauta Bæringsson, Ernu Björk Sigurgeirsdóttur, Guðlaugu Jökulsdóttur og Hörð Bjarkason til starfa á rekstar-, fjármála- og mannauðssviði félagsins. Viðskipti innlent 14.1.2021 13:16
Fyrirhuguð sala á Íslandsbanka ætlar að reynast umdeild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á einum fjórða hlutar Íslandsbanka fyrir lok mánaðar. Hann stefnir ótrauður á að útboð verði í sumar. Innlent 14.1.2021 11:48
Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst. Viðskipti innlent 13.1.2021 16:05
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent