Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. apríl 2022 19:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákveðið hafi verið að víkja Bankasýslunni frá vegna gagnrýni sem fram hefur komið um sölu Íslandsbanka. Jón Gunnar Jónsson forstjóri stofnunarinnar segir að allt hafi verið gert í samræmi við lög. Stofnunin sé hins vegar að kanna lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum. Vísir Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram vegna sölunnar á Íslandsbanka. Meðal annars hefur verið gagnrýnt að söluaðilar keyptu í útboðinu, aðilar sem keyptu um fjórðung hlutafjárs séu þegar búnir að selja að hluta og einhverjir fjárfestar hafi fengið lán fyrir kaupunum. Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið kanna nú söluna. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú ákveðið að víkja Bankasýslunni frá vegna málsins og koma á nýju fyrirkomulagi á sölu á hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Málið verði lagt fyrir á Alþingi eins fljótt og auðið er. „Við höfum verið að ræða þetta forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og teljum rétt að endurskoða þetta fyrirkomulag. Þetta ferli á að vera hafið yfir vafa og þegar koma svona gagnrýnisraddir er mikilvægt að hlusta á þær og vanda sig,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Telur rétt að bíða eftir að niðurstöðum úttekta Katrín telur ekki að fjármálaráðherra eigi að víkja en Bankasýslan heyrir undir hann. Aðspurð hvort það væri skynsamlegt tímabundið þar til úttektum Ríkisendurskoðanda og Fjármálaeftirlitsins lýkur svarar Katrín: „Nei við skulum bíða eftir niðurstöðum kannanna sem liggja fyrir.“ Aðspurð um hvernig henni hafi orðið við að sjá að faðir fjármálaráðherra keypti í útboðinu svarar Katrín: „ Ég sá ekki þennan lista sem keypti í útboðinu, það sama á við um fjármálaráðherra. Ég fór hins vegar fram á að listinn yrði birtur. Bankasýslan var hins vegar á móti því sem er athyglisvert í ljósi þess að allt ferlið átti að vera gagnsætt,“ segir Katrín. Viðskiptaráðherra lýsti því yfir fyrir páska að hún hefði í ráðherranefnd komið mótbárum um sölu bankans á framfæri. Katrín segir að málið hafi verið rætt í ráðherranefnd og ríkisstjórn og en engin hafi bókað mótbárur við sölu. „Það er hin hefðbundna venja við ákvörðunartöku á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Katrín. Bankasýslan segir allt hafa verið gert rétt hjá sér Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sendu frá sér tilkynningu um miðjan dag þar sem kemur fram að útboðið hafi verið í fullu samræmi við yfirlýst áform engin formleg gagnrýni hafi komið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Bankasýsla ríkisins skoðar enn fremur nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram vegna sölunnar á Íslandsbanka. Meðal annars hefur verið gagnrýnt að söluaðilar keyptu í útboðinu, aðilar sem keyptu um fjórðung hlutafjárs séu þegar búnir að selja að hluta og einhverjir fjárfestar hafi fengið lán fyrir kaupunum. Ríkisendurskoðun og Fjármálaeftirlitið kanna nú söluna. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú ákveðið að víkja Bankasýslunni frá vegna málsins og koma á nýju fyrirkomulagi á sölu á hlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Málið verði lagt fyrir á Alþingi eins fljótt og auðið er. „Við höfum verið að ræða þetta forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar og teljum rétt að endurskoða þetta fyrirkomulag. Þetta ferli á að vera hafið yfir vafa og þegar koma svona gagnrýnisraddir er mikilvægt að hlusta á þær og vanda sig,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Telur rétt að bíða eftir að niðurstöðum úttekta Katrín telur ekki að fjármálaráðherra eigi að víkja en Bankasýslan heyrir undir hann. Aðspurð hvort það væri skynsamlegt tímabundið þar til úttektum Ríkisendurskoðanda og Fjármálaeftirlitsins lýkur svarar Katrín: „Nei við skulum bíða eftir niðurstöðum kannanna sem liggja fyrir.“ Aðspurð um hvernig henni hafi orðið við að sjá að faðir fjármálaráðherra keypti í útboðinu svarar Katrín: „ Ég sá ekki þennan lista sem keypti í útboðinu, það sama á við um fjármálaráðherra. Ég fór hins vegar fram á að listinn yrði birtur. Bankasýslan var hins vegar á móti því sem er athyglisvert í ljósi þess að allt ferlið átti að vera gagnsætt,“ segir Katrín. Viðskiptaráðherra lýsti því yfir fyrir páska að hún hefði í ráðherranefnd komið mótbárum um sölu bankans á framfæri. Katrín segir að málið hafi verið rætt í ráðherranefnd og ríkisstjórn og en engin hafi bókað mótbárur við sölu. „Það er hin hefðbundna venja við ákvörðunartöku á vettvangi ríkisstjórnarinnar,“ segir Katrín. Bankasýslan segir allt hafa verið gert rétt hjá sér Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar sendu frá sér tilkynningu um miðjan dag þar sem kemur fram að útboðið hafi verið í fullu samræmi við yfirlýst áform engin formleg gagnrýni hafi komið frá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Bankasýsla ríkisins skoðar enn fremur nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna.
Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 „Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05 Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19. apríl 2022 14:09
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. 19. apríl 2022 12:05
Ríkisstjórnin utan þjónustusvæðis Það hefur ríkt þögn á stjórnarheimilinu eftir að Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra setti fram pólitíska stríðsyfirlýsingu gagnvart Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra með orðum um að fjármálaráðherrans sé að axla ábyrgð á því hvernig sala á fjórðungseignarhluta ríkisins í Íslandsbanka fór fram. 19. apríl 2022 08:01