Telur alvarlega krísu á stjórnarheimilinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. apríl 2022 22:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir að greinilegt að krísuástand sé í ríkisstjórn vegna sölunnar á Íslandsbanka. Þar vísar hún til orða Lilja Alreðsdóttur viðskiptaráðherra um söluna í Morgunblaðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætsiráðherra segir að málið hafi verið rætt í ráðherranefnd um efnahagsmál en ekkert hafi verið bókað. visir Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunnar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkistjórn. Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram um framkvæmd útboðs á Íslandsbanka. Gagnrýnt hefur verið að minnsta kosti tveir starfsmenn verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem sá um söluna keyptu líka í útboðinu. Það sama á við um fleiri söluaðila en stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa keypti í útboðinu en fyrirtækið hélt utan um söluna. Verðið í útboðinu hefur verið gagnrýnt og hverjir fengu að kaupa. Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag að athugun á tilteknum þáttum sölunnar hafi hafist. Þá kunni fleira að verða skoðað. Fréttaastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins í dag vegna málsins en hún vísaði til greinar í Morgunblaðinu sem birtist í dag. Þar kveðst hún hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Hún hafi komið þessum sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Lilja segir einnig í samtali við blaðið að ábyrgðinni sé ekki hægt að skella alfarið á stjórnendur Bankasýslunnar; hún hljóti að liggja hjá stjórnmálamönnum í málinu. Fréttstofa óskaði eftir upplýsingum um hvar hún hafi komið þessum sjónarmiðum á framfæri og fékk þau skriflegu svör að hún hafi komið þeim á framfæri í ráðherranefnd um efnahagsmál þar sem hún situr ásamt forsætis-og fjármálaráðherra. Engar bókanir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir i í skriflegu svari til fréttastofu um málið í dag að umræður hafi verið um fyrirkomulag á sölunni meðal ráðherra. Hins vegar hafi enginn ráðherra óska eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Að sjálfsögðu voru umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. Mín afstaða hefur verið sú að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og kostur væri, upplýsingargjöf væri góð og jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu. Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég styð eindregið að málið verði skoðað ofan í kjölinn og tel úttekt Ríkisendurskoðunar eðlilegt skref í þeirri skoðun. Þá má bæta við að aldrei hefur staðið til að selja Landsbankann og það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka. Krísuástand Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður viðreisnar segir greinilega krísuástand á stjórnarheimilinu. „Það eru stórpólitísk tíðindi ef að þessir þrír lykilráðherrar sem höfðu þessa bankasölu með höndum sáu þetta ekki sömu augum og að það hafi verið farið gegn hennar mati á því hversu skynsamleg leið þetta væri,“ segir Þorbjörg og á þar við viðskiptaráðherra. „ Ég get ekki ímyndað mér annað en að, það að viðskiptaráðherra tali um að hún telji ekki nóg að Bankasýslan sæti ábyrgð í málinu, heldur að hin pólitíska ábyrgð sé ráðherrans. Það er ekki oft sem við sjáum svona bein skot innan ríkisstjórnarinnar eins og í dag. Ég get ekki séð annað en að það sé mjög þungt andrúmsloft og alvarleg krísa á stjórnarheimilinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra þurfa að svara því skýrar hvort þetta sé rétt hjá viðskiptaráðherranum að hún hafi verið mótfallin því að fara þessa leið. Það skiptir ekki máli hvort það var bókað. Það skiptir líka máli að ef viðskiptaráðherra hafði þessa skoðun að almenningur er fyrst núna að heyra um málið,“ segir hún. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram um framkvæmd útboðs á Íslandsbanka. Gagnrýnt hefur verið að minnsta kosti tveir starfsmenn verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem sá um söluna keyptu líka í útboðinu. Það sama á við um fleiri söluaðila en stærsti eigandi Íslenskra verðbréfa keypti í útboðinu en fyrirtækið hélt utan um söluna. Verðið í útboðinu hefur verið gagnrýnt og hverjir fengu að kaupa. Fjármálaeftirlitið tilkynnti í dag að athugun á tilteknum þáttum sölunnar hafi hafist. Þá kunni fleira að verða skoðað. Fréttaastofa óskaði eftir viðtali við Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra og varaformann Framsóknarflokksins í dag vegna málsins en hún vísaði til greinar í Morgunblaðinu sem birtist í dag. Þar kveðst hún hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. Hún hafi komið þessum sjónarmiðum sínum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Lilja segir einnig í samtali við blaðið að ábyrgðinni sé ekki hægt að skella alfarið á stjórnendur Bankasýslunnar; hún hljóti að liggja hjá stjórnmálamönnum í málinu. Fréttstofa óskaði eftir upplýsingum um hvar hún hafi komið þessum sjónarmiðum á framfæri og fékk þau skriflegu svör að hún hafi komið þeim á framfæri í ráðherranefnd um efnahagsmál þar sem hún situr ásamt forsætis-og fjármálaráðherra. Engar bókanir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir i í skriflegu svari til fréttastofu um málið í dag að umræður hafi verið um fyrirkomulag á sölunni meðal ráðherra. Hins vegar hafi enginn ráðherra óska eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Að sjálfsögðu voru umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. Mín afstaða hefur verið sú að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og kostur væri, upplýsingargjöf væri góð og jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu. Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég styð eindregið að málið verði skoðað ofan í kjölinn og tel úttekt Ríkisendurskoðunar eðlilegt skref í þeirri skoðun. Þá má bæta við að aldrei hefur staðið til að selja Landsbankann og það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka. Krísuástand Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður viðreisnar segir greinilega krísuástand á stjórnarheimilinu. „Það eru stórpólitísk tíðindi ef að þessir þrír lykilráðherrar sem höfðu þessa bankasölu með höndum sáu þetta ekki sömu augum og að það hafi verið farið gegn hennar mati á því hversu skynsamleg leið þetta væri,“ segir Þorbjörg og á þar við viðskiptaráðherra. „ Ég get ekki ímyndað mér annað en að, það að viðskiptaráðherra tali um að hún telji ekki nóg að Bankasýslan sæti ábyrgð í málinu, heldur að hin pólitíska ábyrgð sé ráðherrans. Það er ekki oft sem við sjáum svona bein skot innan ríkisstjórnarinnar eins og í dag. Ég get ekki séð annað en að það sé mjög þungt andrúmsloft og alvarleg krísa á stjórnarheimilinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra þurfa að svara því skýrar hvort þetta sé rétt hjá viðskiptaráðherranum að hún hafi verið mótfallin því að fara þessa leið. Það skiptir ekki máli hvort það var bókað. Það skiptir líka máli að ef viðskiptaráðherra hafði þessa skoðun að almenningur er fyrst núna að heyra um málið,“ segir hún.
Að sjálfsögðu voru umræður um fyrirkomulag á sölu hluta í Íslandsbanka þar sem ráðherrar lýstu skoðunum sínum. Mín afstaða hefur verið sú að ferlið yrði eins gagnsætt og skýrt og kostur væri, upplýsingargjöf væri góð og jafnframt lagði ég áherslu á að þingið fengi nægilegan tíma til að skoða málið enda taldi ég að það þyrfti hann til að kynna sér þessa aðferð. Ennfremur - að lokinni sölu - lagði ég mikla áherslu á birtingu lista kaupenda sem fjármálaráðherra birti um leið og hann barst ráðuneytinu. Enginn ráðherra óskaði eftir að færa neitt til bókar. Hvorki þegar málið var rætt í ríkisstjórn né ráðherranefnd um efnahagsmál. Ég styð eindregið að málið verði skoðað ofan í kjölinn og tel úttekt Ríkisendurskoðunar eðlilegt skref í þeirri skoðun. Þá má bæta við að aldrei hefur staðið til að selja Landsbankann og það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð í fyrra sinn. Ég tel eðlilegt að geyma allar frekari hugmyndir um sölu á hlutum í Íslandsbanka.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Tengdar fréttir Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42 Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32 Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14 „Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00 Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24 „Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur hafið athugun á tilteknum þáttum sölu á Íslandsbanka Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði. Stjórnarþingmenn og stjórnarandstaðan hafa gagnrýnt framkvæmdina ásamt fleirum. Fjármálaeftirlitið hefur nú hafið rannsókn. 11. apríl 2022 15:42
Segir að Lilja hefði getað forðað stórslysi ef hún hefði bara talað skýrt Sigmar Guðmundsson alþingismaður segir í aðsendri grein á Vísi að Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefði mátt tala skýrar því þannig hefði mátt afstýra stórslysi sem Sigmar vill meina að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið. 11. apríl 2022 14:32
Viðskiptaráðherra segist hafa gagnrýnt áform í nefnd með forsætis- og fjármálaráðherrum Viðskiptaráðherra segist ekki vera undrandi á þeirri gagnrýni sem salan á Íslandsbanka hefur hlotið síðustu daga. Ábyrgðin hjóti að liggja hjá stjórnmálamönnum sem tóku ákvörðun í málinu. Varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar segir að framkvæmd útboðsins hafi verið allt önnur en Bankasýslan kynnti fyrir nefndinni. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir mikilvægt að kanna hvort salan hafi farið fram á eðlilegan máta. 11. apríl 2022 13:14
„Augljóst að þetta útboð fór ekki eins og við helst óskuðum“ Fjármálaráðherra segir ljóst að yfirfara þurfi fjölmarga þætti varðandi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ekki verði farið í að selja aftur í bankanum fyrr en öll kurl séu komin til grafar. 8. apríl 2022 20:00
Eigendur og starfsmenn umsjónaraðila útboðs meðal kaupenda Eigandi helmingshlutar í Íslenskum verðbréfum sem sá meðal annars um að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka keypti fyrir tugi milljóna króna í bankanum. Starfsmaður verðbréfamiðlunar Íslandsbanka sem var líka umsjónaraðili útboðsins keypti hlut en er ekki talinn innherji að mati stjórnenda bankans. 7. apríl 2022 12:24
„Gæti verið óheppilegt að seljendur í útboðinu hafi líka keypt“ Góðkunningjar úr bankahruninu eru aftur komnir á kreik og keyptu nokkrir þeirra fyrir hundruð milljóna í útboði Íslandsbanka á dögunum. Starfsmenn og eigendur fyrirtækja sem sáu um sölu bankans í útboðinu keyptu einnig hluti. Formaður Bankasýslunnar segir það geta verið óheppilegt. 7. apríl 2022 18:58