Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Íslandsbanki kominn í einkaviðræður um sölu á gagnaverinu á Korputorgi

Íslandsbanki er samkvæmt heimildum Innherja kominn í einkaviðræður um sölu á hátæknigagnaverinu Reykjavík DC á Korputorgi en bankinn tók yfir gagnaverið á síðasta ári vegna fjárhagsvandræða. Um er að ræða innlenda aðila sem njóta stuðnings frá erlendum fjárfestum og gæti salan gengið í gegn á næstu vikum. 

Innherji
Fréttamynd

Konfektkassi, vínflöskur og einn flugeldur

Starfsmönnum Bankasýslu ríkisins var boðið í hádegis- og kvöldverði með ráðgjöfum í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þá fengu þeir vínflöskur, flugeld og konfektkassa að gjöf frá aðilum sem tengdust útboðinu. Þetta kom fram í svari Jóns Gunnars Jónssonar, forstjóra Bankasýslunnar, á opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis í morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“

Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart

Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engan þarf að öfunda

Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann.

Skoðun
Fréttamynd

Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði

Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum.

Innlent
Fréttamynd

Auka­at­riðin og aðal­at­riðin

Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“

Skoðun
Fréttamynd

„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“

Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar tölur sýna sögulega mikinn útlánavöxt í mars

Nýjar tölur Seðlabanka Íslands fyrir marsmánuð sýna að hrein ný útlán íslenskra innlánsstofnana hafa aldrei verið jafnmikil í einum mánuði frá því að Seðlabankinn byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. Mikill vöxtur var í útlánum til bæði fyrirtækja og heimila.

Innherji
Fréttamynd

10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki að firra sig á­byrgð með því að leggja Banka­­sýsluna niður

Fjár­mála­ráð­herra er á­nægður með heildar­út­komu út­boðsins á Ís­lands­banka en viður­kennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með á­kvörðun um að leggja niður banka­sýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan á­byrgð á sölu­ferlinu.

Innlent
Fréttamynd

Bankasalan var lögleg

Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. 

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“

Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. 

Innlent