Arion hækkar vextina Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 09:40 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Vísir/Einar Árnason Arion banki hefur hækkað inn- og útlánsvexti bankans í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands í síðustu viku. Seðlabankinn tilkynnti um tólftu stýrivaxtahækkun sína í röð á miðvikudaginn í síðustu viku, en hækkunin fól í sér að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fóru úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. Í tilkynningu frá Arion banka segir að breytilegir vextir þegar veittra lána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu nema yfirdráttarlán og innlán sem taki breytingum samdægurs. Öll ný útlán munu bera nýju vextina. „Breytingarnar eru eftirfarandi: Óverðtryggð íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,34% Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir eru áfram 9,20% Kjörvextir Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 1,00 prósentustig. Yfirdráttur og greiðsludreifing kreditkorta Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 1,00 prósentustig Bílalán Kjörvextir bílalána hækka um 1,00 prósentustig. Innlán Breytilegir óverðtryggðir vextir veltureikninga hækka um allt að 0,50 prósentustig og sparnaðarreikninga um allt að 1,00 prósentustig. Vextir sparnaðarreikningsins Vöxtur – fastir vextir hækka um 1,05 prósentustig. Verðtryggðir vextir íbúðalána haldast óbreyttir. Vextir verðtryggða sparnaðarreikningsins Framtíðarreikningur 0-18 ára hækka um 0,35 prósentustig og verða 1,00%. Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar,“ segir í tilkynningu frá Arion banka. Arion banki Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. 23. mars 2023 17:49 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um tólftu stýrivaxtahækkun sína í röð á miðvikudaginn í síðustu viku, en hækkunin fól í sér að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fóru úr 6,5 prósent í 7,5 prósent. Í tilkynningu frá Arion banka segir að breytilegir vextir þegar veittra lána hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu nema yfirdráttarlán og innlán sem taki breytingum samdægurs. Öll ný útlán munu bera nýju vextina. „Breytingarnar eru eftirfarandi: Óverðtryggð íbúðalán Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 1,00 prósentustig og verða 9,34% Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir eru áfram 9,20% Kjörvextir Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 1,00 prósentustig. Yfirdráttur og greiðsludreifing kreditkorta Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 1,00 prósentustig Bílalán Kjörvextir bílalána hækka um 1,00 prósentustig. Innlán Breytilegir óverðtryggðir vextir veltureikninga hækka um allt að 0,50 prósentustig og sparnaðarreikninga um allt að 1,00 prósentustig. Vextir sparnaðarreikningsins Vöxtur – fastir vextir hækka um 1,05 prósentustig. Verðtryggðir vextir íbúðalána haldast óbreyttir. Vextir verðtryggða sparnaðarreikningsins Framtíðarreikningur 0-18 ára hækka um 0,35 prósentustig og verða 1,00%. Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.
Arion banki Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. 23. mars 2023 17:49 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31 Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Arion banki fyrstur til að hækka vexti Arion banki er fyrsti bankinn til að hækka vexti í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans um að hækka stýrivexti um heilt prósentustig. Hækkunin nær einungis til einnar tegundar lána en breytingar á öðrum vöxtum verða tilkynntar á næstu dögum. 23. mars 2023 17:49
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti og nú um heila prósentu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um eina prósentu. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 6,5 prósentum í 7,5. 22. mars 2023 08:31