Seðlabankinn segir þjóðaröryggi kalla á íslenska greiðslumiðlun Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2023 19:30 Ásgeir Jónsson segir nauðsynlegt að til verði innlend greiðslumiðlun. Það væri þjóðaröryggismál að Ísland væri ekki algerlega háð erlendri greiðslumiðlun fyrir innlendar greiðslur. Stöð 2/Ívar Seðlabankinn segir það varða þjóðaröryggi að koma upp innlendri greiðslumiðlun fyrir kortagreiðslur sem allra fyrst. Bregðist bankarnir ekki við því þurfi að óska eftir lagasetningu um málið. Seðlabankastjóri segir að tryggja verði öryggi og hagkvæmni í þessum viðskiptum. Íslendingar greiða að lang mestu leyti fyrir alla vöru og þjónustu með greiðslukortum. Um nokkurt skeið hafa stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækin alfarið verið í eigu erlendra aðila og fara greiðslur því fram í gegnum netþjóna þeirra. Seðlabankinn hefur hvatt til þess í allnokkur misseri að komið verði upp íslenskri greiðslumiðlun og unnið að undirbúningi þess. Úr skýrslu Seðlabankans um greiðslumiðlun frá 15. febrúar síðast liðnumGrafík/Hjalti Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í gær mátti greina að þolinmæði bankans í þessum efnum væri á þrotum. Gunnar Jakobsson staðgengill formanns nefndarinnar sagði að niðurstaða yrði að fást í málið á næstu vikum eða óska ella eftir lagasetningu um málið. „Ef það yrðu sett lög myndi það fela í sér að íslenska fjármálakerfið, bankarnir, hefðu í rauninni lagaskyldu til að koma upp óháðri innlendri smágreiðslulausn eins og það heitir. Koma þá með lausnir sem duga,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn hafi verið að reyna aðendurskipuleggja fjármálainnviði landsins, meðal annars með Reiknistofu bankanna, sem í dag væri kölluð RB. Þessari vinnu þyrfti að koma áfram. Seðlabankastjóri segir að ef fjármálastofnanir nái ekki saman um stofnun innlendrar greiðslumiðlunar, verði kallað eftir því að þær verði skikkaðar til þess með lögum.Stöð 2/Ívar „Það skiptir okkur líka máli að greiðsluþjónusta á Íslandi sé örugg og hagkvæm. Við kannski þurfum að ná aukinni skilvirkni þarna,“ segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn gaf út skýrslu um málið í síðasta mánuði en þar segir meðal annars: „Núverandi högun rafrænnar greiðslumiðlunar á Íslandi er talin ógna þjóðaröryggi. Traust og örugg greiðslumiðlun er ein undirstaða virkni hagkerfisins og efnahagslegrar velsældar. - Rúmlega 90% innlendrar smágreiðslumiðlunar fara fram með greiðslukortum (debet- og kreditkortum sem nýta erlenda innviði.“ „Við hefðum kannski viljað sjá ákveðin skref stigin að hálfu bankanna til þess að koma þessu upp.“ Málið snúist líka um aukna hagkvæmni fyrir íslenska kortanotendur og aukið öryggi,“ segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. „Við viljum alla vega gera okkar ráðstafanir. Til að tryggi það að við höfum fulla stjórn á okkar greiðslumiðlun. Ég held aðreynslan frá 2008 undirstriki það. Það er mjög erfitt fyrir okkur að vera háð útlöndum hvað varðar greiðslumiðlun þegar það eru viðskipti á milli innlendra aðila,“ segir Ásgeir Jónsson. Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Samherji og Seðlabankinn Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Greiðslumiðlun „óhagkvæmari og ótryggari“ en á hinum Norðurlöndunum Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar. 19. febrúar 2023 12:38 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. 28. júlí 2022 11:55 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Íslendingar greiða að lang mestu leyti fyrir alla vöru og þjónustu með greiðslukortum. Um nokkurt skeið hafa stærstu greiðslumiðlunarfyrirtækin alfarið verið í eigu erlendra aðila og fara greiðslur því fram í gegnum netþjóna þeirra. Seðlabankinn hefur hvatt til þess í allnokkur misseri að komið verði upp íslenskri greiðslumiðlun og unnið að undirbúningi þess. Úr skýrslu Seðlabankans um greiðslumiðlun frá 15. febrúar síðast liðnumGrafík/Hjalti Á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í gær mátti greina að þolinmæði bankans í þessum efnum væri á þrotum. Gunnar Jakobsson staðgengill formanns nefndarinnar sagði að niðurstaða yrði að fást í málið á næstu vikum eða óska ella eftir lagasetningu um málið. „Ef það yrðu sett lög myndi það fela í sér að íslenska fjármálakerfið, bankarnir, hefðu í rauninni lagaskyldu til að koma upp óháðri innlendri smágreiðslulausn eins og það heitir. Koma þá með lausnir sem duga,“ segir Ásgeir. Seðlabankinn hafi verið að reyna aðendurskipuleggja fjármálainnviði landsins, meðal annars með Reiknistofu bankanna, sem í dag væri kölluð RB. Þessari vinnu þyrfti að koma áfram. Seðlabankastjóri segir að ef fjármálastofnanir nái ekki saman um stofnun innlendrar greiðslumiðlunar, verði kallað eftir því að þær verði skikkaðar til þess með lögum.Stöð 2/Ívar „Það skiptir okkur líka máli að greiðsluþjónusta á Íslandi sé örugg og hagkvæm. Við kannski þurfum að ná aukinni skilvirkni þarna,“ segir seðlabankastjóri. Seðlabankinn gaf út skýrslu um málið í síðasta mánuði en þar segir meðal annars: „Núverandi högun rafrænnar greiðslumiðlunar á Íslandi er talin ógna þjóðaröryggi. Traust og örugg greiðslumiðlun er ein undirstaða virkni hagkerfisins og efnahagslegrar velsældar. - Rúmlega 90% innlendrar smágreiðslumiðlunar fara fram með greiðslukortum (debet- og kreditkortum sem nýta erlenda innviði.“ „Við hefðum kannski viljað sjá ákveðin skref stigin að hálfu bankanna til þess að koma þessu upp.“ Málið snúist líka um aukna hagkvæmni fyrir íslenska kortanotendur og aukið öryggi,“ segir seðlabankastjóri sem jafnframt er formaður fjármálastöðugleikanefndar. „Við viljum alla vega gera okkar ráðstafanir. Til að tryggi það að við höfum fulla stjórn á okkar greiðslumiðlun. Ég held aðreynslan frá 2008 undirstriki það. Það er mjög erfitt fyrir okkur að vera háð útlöndum hvað varðar greiðslumiðlun þegar það eru viðskipti á milli innlendra aðila,“ segir Ásgeir Jónsson.
Íslenskir bankar Greiðslumiðlun Samherji og Seðlabankinn Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Greiðslumiðlun „óhagkvæmari og ótryggari“ en á hinum Norðurlöndunum Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar. 19. febrúar 2023 12:38 Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01 Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. 28. júlí 2022 11:55 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Greiðslumiðlun „óhagkvæmari og ótryggari“ en á hinum Norðurlöndunum Smágreiðslumiðlun á Íslandi einkennist af meiri greiðslukortanotkun en þekkist á hinum Norðurlöndunum þar sem jafnframt treyst er á erlenda innviði alþjóðlegra kortasamsteypa. Í því felst áhætta, til dæmis ef netsamband við útlönd rofnar eða eigendur sömu kerfa loka á viðskipti við Ísland, að sögn Seðlabankans. Til að uppfylla kröfur um þjóðaröryggi telur bankinn vænlegast að innleiða hugbúnaðarlausn sem byggist á greiðslum milli bankareikninga sem væri grunninnviður greiðslumiðlunar. 19. febrúar 2023 12:38
Hafði betur í stríði við PayPal: „Þetta er ískyggileg ritskoðun sem við verðum að tækla“ Breski blaðamaðurinn Toby Young, aðstoðarritstjóri The Spectator, var gestur á málþingi á Þjóðminjasafninu um helgina, þar sem tjáningarfrelsi var í brennidepli. Hann segir Vesturlönd kominn í mikinn vanda í þessum málaflokki og segir réttast að samfélagsmiðlafyrirtæki eftirláti notendum að ráða hverju þeir fylgjast með á miðlunum. 12. janúar 2023 09:01
Hagnaður Valitor tuttugufaldast milli ára Valitor hagnaðist um 627 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins að því er kemur fram í árshlutauppgjöri Arion banka. Það er tuttugufalt meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. 28. júlí 2022 11:55