Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Samkeppni um innlán skilar heimilum yfir tíu milljörðum í auknar vaxtatekjur

Það hefur orðið „algjör breyting“ á innlánamarkaði eftir innkomu Auðar, fjármálaþjónustu Kviku banka, fyrir meira en þremur árum og núna eru allir bankarnir að bjóða innlánavexti á óbundnum reikningum sem eru nálægt stýrivöxtum Seðlabankans, að sögn bankastjóra Kviku. Auðvelt sé að færa rök fyrir því að þessi umskipti séu að skila heimilum um 10 milljörðum króna eða meira í auknar vaxtatekjur á hverju ári.

Innherji
Fréttamynd

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hærri vaxta­munur „ó­lík­legur“ þegar dýrara er orðið að sækja sér fjármagn

Eftir að flest hafði unnið með Arion banka í fyrra, bæði vegna hækkana á mörkuðum og jákvæðra virðisbreytinga á útlánum, þá hefur staðan sumpart snúist við í ár með neikvæðum áhrifum á fjármunatekjur. Grunnrekstur bankans hefur hins vegar styrkst, að sögn greinenda, sem heldur verðmati sínu nær óbreyttu. Aukin samkeppni um innlán og krefjandi aðstæður á fjármagnsmörkuðum þýðir að frekar hækkun á vaxtamun er ólíkleg.

Innherji
Fréttamynd

Mæla með sölu í bönk­un­um vegn­a meir­i ó­viss­u á er­lend­um mörk­uð­um

IFS mælir með því að fjárfestar selji í Arion banka og Íslandsbanka og hefur lækkað verðmat sitt á bönkunum. Mikil óvissa á alþjóðavettvangi leiðir til aukinnar áhættu, að mati greinanda. Í verðmati er þess getið íslenskur efnahagur sé „sterkur “ í ljósi þess að erlendir ferðamenn hófu streyma aftur til landsins eftir Covid-19 heimsfaraldurinn og hárri einkaneyslu.

Innherji
Fréttamynd

Einn stofnenda Meniga til Landsbankans

Viggó Ásgeirsson, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Meniga, hefur verið ráðinn forstöðumaður Viðskiptaþróunar á Einstaklingssviði Landsbankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kvika skilaði nærri 18 prósenta arðsemi og boðar frekari kaup á eigin bréfum

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum, sem þýddi að fjármunatekjur voru neikvæðar um tæplega 570 milljónir króna, þá skilaði Kvika banki hagnaði fyrir skatta á þriðja fjórðungi upp á meira en 1.840 milljónir. Arðsemi á eigið fé var um 17,7 prósent, sem forstjóri bankans segir að megi þakka „sterkum kjarnarekstri samstæðunnar“, en stjórn félagsins segist á næstunni ætla að skoða hvernig nýta megi umfram eigin fé, meðal annars með kaupum á eigin bréfum.

Innherji
Fréttamynd

Fátt sem fellur með krónunni

Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að dansa í kringum gullkálfinn

Íbúar þessa lands hafa á síðustu misserum og árum tekist á við fordæmalausa tíma og aðstæður. Alheimsfaraldur skall á með harkalegum afleiðingum fyrir ríki heims þar sem fjölskyldur, heimili og fyrirtæki kljást enn við afleiðingarnar

Skoðun
Fréttamynd

Færa sig frá Landsbankanum yfir til Arion

Tveir lykilstarfsmenn á Einstaklingssviði Landsbankans, meðal annars staðgengill framkvæmdastjóra sviðsins, hafa sagt upp störfum hjá bankanum og ráðið sig yfir til Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið
Fréttamynd

Merki um að heimilin séu að snúa aftur í verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóða

Ný verðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna voru nánast jafn mikil og upp- og umframgreiðslur þeirra í september en sjóðsfélagar höfðu áður greitt upp slík lán samfellt frá því á vormánuðum ársins 2020. Er þessi viðsnúningur í samræmi við þá útlánaþróun sem hefur sést hjá bönkunum á allra síðustu mánuðum samtímis hækkandi vaxtastigi en Seðlabankastjóri hefur sagst hafa áhyggjur af því að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán.

Innherji
Fréttamynd

Endur­upp­töku­dómur lætur ekki segjast: Sak­borningar í hrun­málum fá vægari dóma

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku og vísað málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur hafði áður vísað sambærilegu máli frá réttinum þar sem dómarar töldu málinu ranglega vísað til réttarins. Endurupptökudómur lætur ekki segjast og heldur áfram að vísa málum til réttarins. Dósent við lagadeild HÍ telur þau vinnubrögð ótæk.

Innlent
Fréttamynd

Óvissa með útgreiðslur til hluthafa Íslandsbanka vegna óróa á mörkuðum

Íslandsbanki mun nota síðasta fjórðung ársins til að kanna hvaða valkosti hann hefur vegna áður boðaðra áforma um að kaup á eigin bréfum fyrir allt að 15 milljarða króna, að sögn bankastjórans, en umrót á fjármálamörkuðum veldur því að óvissa er um hvenær getur orðið af slíkum útgreiðslum til hluthafa. Seðlabankastjóri hefur áður brýnt fyrir bönkunum að þeir þurfi að gæta vel að lausafjárstöðu sinni við þessar krefjandi markaðsaðstæður.

Innherji
Fréttamynd

Afkoma Arion undir væntingum vegna samdráttar í fjármunatekjum

Arion banki hagnaðist um rúmlega 4.860 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og dróst hann saman um liðlega 41 prósent á milli ára. Á meðan afkoman af kjarnarekstri bankans, meðal annars mikil aukning í vaxtatekjum, var í samræmi við væntingar þá var samdrátturinn í fjármunatekjum talsvert umfram spár greinenda samhliða erfiðum markaðsaðstæðum.

Innherji