Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 14:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vill gjalda varhug við því sem segir í síðasta stöðugleikariti Seðlabankans, þar sem hvatt er til lagabreytinga þess efnis að seljendum vöru og þjónustu sé í sjálfsvald sett hvort þeir taki við kortum eða seðlum. vísir/sigurjón Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. „Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki. Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki.
Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira