Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 14:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vill gjalda varhug við því sem segir í síðasta stöðugleikariti Seðlabankans, þar sem hvatt er til lagabreytinga þess efnis að seljendum vöru og þjónustu sé í sjálfsvald sett hvort þeir taki við kortum eða seðlum. vísir/sigurjón Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. „Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki. Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
„Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki.
Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira