Segja Seðlabankann vilja neyða neytendur í fang bankanna Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2023 14:54 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, vill gjalda varhug við því sem segir í síðasta stöðugleikariti Seðlabankans, þar sem hvatt er til lagabreytinga þess efnis að seljendum vöru og þjónustu sé í sjálfsvald sett hvort þeir taki við kortum eða seðlum. vísir/sigurjón Neytendasamtökin hafa skrúfað saman ályktun þar sem fordæmt er að seljendur geti hafnað því að taka við reiðufé þegar vara er keypt. „Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki. Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira
„Í nýjasta Stöðuleikariti Seðlabankans bendir Seðlabankinn á að íslensk lög banni seljendum ekki að hafna viðtöku reiðufjár. Þessi framsetning Seðlabankans ýtir undir að söluaðilar hafni viðtöku reiðufjár, þannig að neytendur geti eingöngu greitt með greiðslukortum. Slík reiðufjárhöft skylda neytendur beinlínis til viðskipta við banka,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn vill laga lög um hvernig greiðslu skal háttað Þar segir jafnframt að reiðufjárhöft komi sérlega hart niður á jaðarsettum hópum, sem hafa ekki alltaf aðgang að greiðslukortum. Standi vilji til að koma á reiðufjárhöftum verður hið opinbera að tryggja aðgengi allra að rafrænni greiðslumiðlun. Aðalfundur Neytendasamtakanna áréttar að allar ákvarðanir um reiðufjárhöft eru í eðli sínu pólitískar, og krefst þess að umræða og ákvörðun um reiðufjárhöft sé tekin á vettvangi stjórnmálanna.“ Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir þessa ályktun ekki úr lausu lofti gripna. Vilji Seðlabankans sýni sig í síðasta stöðugleikariti: „… að ekkert banni seljanda vöru og þjónustu að krefjast þess að greiðsla sé innt af hendi með tilteknum hætti, hvort heldur sem er að greitt skuli með reiðufé eða með rafrænum hætti." Þetta er á blaðsíðu 51 og neðanmáls á sömu blaðsíðu segir: „“Ef skerða ætti frelsi aðila til að ákveða það hvernig viðkomandi kýs að fá greitt í viðskiptum þá þyrfti skýrlega að kveða á um það í lögum en ekkert í íslenskum lögum kveður á um slíka skyldu.“ Skora á pólitíkusa að laga lögin í samræmi við sinn pólitíska vilja Breki segir að á almannamáli þýði þetta að söluaðilar þurfi ekki að taka við reiðufé frekar en þeir vilja, og þar með eru neytendur þröngvaðir í viðskipti við banka; vilji þeir kaupa eitthvað, með tilheyrandi kostnaði og vera undir náð og miskunn að fá yfirleitt greiðslukort. „Ákvörðun um reiðufjárhöft, eður ei, er stórpólitísk og ætti að taka á vettvangi stjórnmálanna, en ekki eins og af sjálfu sér líkt og virðist vera í þessu máli.“ Breki segir Seðlanbankann benda á að það sé ekkert í lögum sem banni söluaðilum að taka ekki við reiðufé. „Vissulega leggir SÍ „mat“ á lögin og hafa samtökin óskað eftir rökstuðningi við þetta mat SÍ. Þá skorum við á stjórnmálamenn að þeir taki málið til umfjöllunar, enda hápólitískt, og að þeir ákveði sig og lagi lögin til samræmis við pólitískan vilja, en láti þetta ekki bara gerast, eins og af sjálfu sér,“ segir Breki.
Seðlabankinn Neytendur Íslenskir bankar Mest lesið Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Fiskikóngurinn uggandi yfir fordæmalausum skorti á tindaskötu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Fleiri fréttir GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Sjá meira