Spánn

Fréttamynd

Þúsundir mótmæla eftir að samkynhneigður maður var myrtur

Þúsundir hafa leitað á götur úti í borgum og bæjum á Spáni til að krefjast réttlætis, jafnréttis og verndar eftir að samkynhneigður maður var myrtur af hópi manna. Lögregla telur að árásarkveikjan hafi verið fordómar árásarmannanna fyrir hinsegin fólk.

Erlent
Fréttamynd

Ekkja McAfee kennir Bandaríkjastjórn um dauða hans

Dauði Johns McAfee, hugbúnaðarfrömuðsins umdeilda, í spænsku fangelsi er á ábyrgð Bandaríkjastjórnar, að sögn ekkju hans. McAfee beið framsals til Bandaríkjanna fyrir skattsvik og fleiri brot þegar hann stytti sér aldur.

Erlent
Fréttamynd

Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi

John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta.

Erlent
Fréttamynd

Play flýgur til Kanarí

Flugfélagið Play ætlar að fljúga til Gran Canaria á Spáni, betur þekktar sem Kanaríeyjar, frá 22. desember 2021 til 20. apríl 2022. Flogið verður í hverri viku á miðvikudögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Týnda prinsessan í fríi á Spáni

Mynd sem birtist á Instagram virðist sýna Latifu prinsessu af Dubai á flugvellinum í Madríd. Varla hefur sést eða heyrst til prinsessunnar í marga mánuði en nýlegar myndir af henni hafa vakið upp vonir um að hún sé heil á húfi.

Erlent
Fréttamynd

Síðasti liðs­maður al­þjóða­her­deildarinnar allur

Síðasti eftirlifandi sjálfboðaliðinn í svonefndri alþjóðaherdeild lýðveldissinna í borgarastríðinu á Spáni er látinn, 101 árs að aldri. Nokkrir Íslendingar tóku upp málstað lýðveldissinnanna gegn fasistaher Francisco Franco, herforingja.

Erlent
Fréttamynd

Hafa sent þúsundir aftur til Marokkó

Rúmlega 6.500 af þeim um átta þúsund farand- og flóttamönnum sem hafa gert sér leið til Ceuta, yfirráðasvæðis Spánar í Norður-Afríku, í þessari viku hafa verið sendir aftur til Marokkó. Þetta tilkynnti Fernando Grande-Marlaska, innanríkisráðherra Spánar í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Vilja hætta að merkja vín sín Rioja

Yfir fimm­tíu bask­neskir vín­fram­leið­endur vilja nú ekki lengur að vín þeirra séu merkt sem Rioja-vín. Vín merkt svæðinu Rioja eru ó­um­deilan­lega þau vin­sælustu sem koma frá Spáni en bask­nesku fram­leið­endurnir vilja nýja sér­bask­neska vín­merkingu.

Erlent
Fréttamynd

Lýsa reynslu sinni af landa­mærunum sem mar­tröð

Hjón sem voru á meðal þeirra ferðamanna sem voru í haldi á Keflavíkurflugvelli og síðan snúið úr landi hafa tjáð sig um ferðina við spænska fjölmiðla. Þau segja að ferðin, sem var farin í tilefni af 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra, hafi breyst í martröð. Þau ætli aldrei aftur til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Afléttingar víða í Evrópu

Slakað var á kórónuveirutakmörkunum víðs vegar um Evrópu bæði í dag og um helgina. Smitum hefur fækkað mikið í fjölda ríkja og sífellt fleiri eru bólusett.

Erlent
Fréttamynd

Gleðskapur á götum úti þegar takmörkunum var aflétt

Múgur og margmenni þyrptist út á götur spænskra borgara eftir að sex mánaða löngu neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins var aflétt þar á miðnætti. Veitingastaðir mega nú vera opnir lengur, ferðatakmörkunum á milli héraða hefur verið aflétt og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum.

Erlent
Fréttamynd

Andstæðingar sóttvarnaaðgerða unnu stórsigur

Veruleg hægrisveifla varð í héraðsþingskosningum í sjálfstjórnarhéraðinu Madrid á Spáni í gær. Lýðflokkur sitjandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur sett sig á móti hörðum sóttvarnaaðgerðum vann stórsigur og hægriöfgaflokkurinn Vox bætti einnig við sig.

Erlent
Fréttamynd

Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid

Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta á­ætlunar­flugið til Tenerife í morgun

Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun. Flogið verður einu sinni í viku til Tenerife í maí en gert er ráð fyrir að fljúga tvisvar til þrisvar í viku þegar áhrif kórónuveirufaraldursins dvína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Spán­verjinn hlæjandi“ er allur

Spænski grínistinn Juan Joya Borja er látinn, 65 ára að aldri. Það eru ef til vill ekki allir sem kannast við nafnið, en þó fleiri sem kannast við andlitið þar sem Borja varð óvænt stjarna í netheimum árið 2014 þegar þá um tíu ára gamalt sjónvarpsviðtal við hann fór í mikla dreifingu á netinu.

Lífið
Fréttamynd

Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti

Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu.

Erlent
Fréttamynd

Tvær borgir fá ekki að halda EM

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú ákveðið hvar leikirnir sem fyrirhugað var að færu fram í Dublin og Bilbao, á EM karla í fótbolta í sumar, verða spilaðir.

Fótbolti